Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015
Þriðju tónleikar Tónlistahátíðarinnar Englar
og menn í Strandarkirkju verða í dag, sunnu-
daginn 2. ágúst, klukkan 14:00.
Á tónleikunum koma fram þrjár klassískar
söngkonur, þær Ísabella Leifsdóttir sópran,
Margrét Einarsdóttir sópran og Þóra Pas-
sauer kontra-alt ásamt organistanum Magn-
úsi Ragnarssyni.
Yfirskrift tónleikanna er „Þér ég þakka“ en
söngkonurnar munu tileinka tónleikana Mar-
íu Guðsmóður og móðurhlutverkinu. Þær
munu flytja íslensk og erlend ljóð, bænir og
aríur sem fjalla um Maríu mey, móðurhlut-
verkið og vernd eftir innlend og erlend tón-
skáld.
TÓNLEIKAR
STRANDARKIRKJA
Strandarkirkja er lítil en falleg kirkja sem margir
hafa heitið á í gegnum tíðna.
KK og Magnús Eiríksson hafa oft leitt saman
hesta sína í tónlistinni.
Morgunblaðið/Eyþór
Tónlistamennirnir KK og Magnús Eiríksson
koma fram á Café Rosenberg á laugardag, 1.
ágúst. Á tónleikunum spila þeir lög úr laga-
safni hvor annars auk sameiginlegra laga-
smíða, en þeir hafa gefið út þrjár plötur með
eigin efni.
Á árunum 2003 til 2007 gáfu þeir út þrjár
plötur með þekktum rútubílasöngvum og
kölluðu þær 22 ferðalög (2003), Fleiri ferða-
lög (2005) og Langferðalög sem var tekin
upp í Sjanghæ 2007 og gefin út þar og á Ís-
landi sama ár.
GOÐSAGNIR
KK OG MAGGI
Hið skapandi ferli er heiti listasýningar í
Fljótstungu en þar er rekið listamannaset-
ur vor og haust ár hvert. Listamönnum
alls staðar að úr heiminum er boðið að
dvelja og vinna í tvær vikur í senn án end-
urgjalds.
Nú hafa um 50 listamenn komið í
Fljótstungu á þessu ári. Listasýningin er
samsafn brota úr hinu skapandi ferli á
mismunandi stigum verka. Fleiri þróuð
verk eru sífellt að bætast við og mun sýn-
ingin að lokum innihalda verk eftir 49
listamenn frá 22 löndum og 4 heimsálfum.
Sýningin inniheldur einnig skýrslur frá
listafólkinu þar sem það útskýrir verkin
og hvernig þau tengjast dvöl þess í Fljóts-
tungu. Sýningarstjóri er Lilian Pineda
danshöfundur.
Listasýningin er haldin í Fljótstungu dag-
ana 15. júlí til 1. september 2015. Sýningin
er opin frá kl. 9:00 til 19:00 alla daga.
LISTASETUR
FLJÓTSTUNGA
Menning
Þ
au lýsa honum sem glæsimenni.
Manni sem hélt ungur út í heim,
uppfullur af lífi, sköpunargleði og
draumum. Hann nam myndlist í
San Francisco og fann fjölina
sína, fjarri öllum fordómum og hatri. Gat
verið hann sjálfur og blómstraði í lífi og list.
Á augabragði varð draumurinn að martröð,
þegar hann varð fyrir fólskulegri árás á götu
úti í New York. Hatursglæpur af verstu
gerð. Eftir að hafa vart verið hugað líf sneri
hann heim til Íslands, rétt skugginn af sjálf-
um sér. Upp frá því hallaði hratt undan fæti.
Hann náði sér aldrei, hvorki andlega né lík-
amlega og tólf árum síðar var hann allur.
Langt fyrir aldur fram. Hann var aðeins 41
árs en eigi að síður var lífsneistinn löngu
slokknaður. Gamall maður í ungum líkama.
Margir muna eftir Þormóði Karlssyni list-
málara. Á síðasta áratug liðinnar aldar var
hann svokölluð barfluga á veitingastaðnum
22 á Laugaveginum, þar sem margir lista-
menn leituðu skjóls fyrir skarkala heimsins
og háðu sína orrustu við Bakkus og aðra
djöfla. Árásin í New York hafði ekki bara
svipt Þormóð sköpunargáfunni heldur líka
sjálfsvirðingunni og það var þyngra en tárum
taki fyrir ættingja hans og vini að horfa upp
á hann veslast upp fyrir framan nefið á þeim.
Maður sem allir tóku eftir
„Þetta var ekkert líkt þeim Þormóði sem við
þekktum í æsku,“ segir Hildur Ómarsdóttir,
sem ásamt bræðrum sínum, Karli og Rúnari,
og fleirum stendur að sýningu á verkum
móðurbróður síns í Listasafni ASÍ. „Hann
var glæsimenni. Hávaxinn með mikið dökkt
hár og gekkst upp í klæðaburði. Maður sem
allir tóku eftir. Þormóður var hjúpaður æv-
intýraljóma og við systkinin litum mikið upp
til hans. Hann var svo mikill persónuleiki og
hæfileikamaður. Hann hafði alla burði til að
eiga langt, litríkt og spennandi líf hefði hann
ekki orðið fyrir þessari fólskulegu árás.“
Hildur og Karl segja gamla vini og félaga
Þormóðs muna hann í sama ljósi. Þeir lýsi
honum sem lífsglöðum og kátum manni.
Hildur segir Þormóð hafa haldið góðu
sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi
meðan hann bjó ytra og Karl bætir við að
hann hafi verið ónískur á að miðla af reynslu
sinni þegar hann kom í heimsóknir.
Þormóður fæddist árið 1958. Hann ólst
upp í Reykjavík en fluttist rúmlega tvítugur
til Kaupmannahafnar. Hildur og Karl segja
listrænan metnað hafa ráðið nokkru þar um
en helsta ástæðan hafi eigi að síður verið
kynhneigð frænda þeirra. Þormóður var
hommi og eins hryggilega og það hljómar
var þeim varla vært hér á landi á þeim tíma.
Fáfræðin og fordómarnir voru svo miklir.
„Hann tilheyrði kynslóð sem hrökklaðist úr
landi. Hér var ekki framtíðin,“ segir Hildur.
Frá Kaupmannahöfn lá leið Þormóðs til
San Francisco, þar sem hann lagði stund á
myndlistarnám við San Francisco Art Insti-
tute (SFAI). Hann fann sig strax í náminu
og segir Karl hann hafa verið afkastamikinn
í listsköpun sinni næstu árin.
Þormóður útskrifaðist með meistaragráðu í
myndlist frá SFAI vorið 1988 og hafði þá
þegar náð þeim árangri að selja myndir og
var kominn með umboðsmann. Strax eftir út-
skriftina fór hann til New York, til að af-
henda verkin sem hann hafði selt á útskrift-
arsýningunni. Þormóður var ásamt kærasta
sínum að fagna þessum góða árangri í New
York 1. júní 1988 þegar ráðist var á hann.
Hells Angels voru með þing í borginni og
einn meðlima samtakanna hafði lýst því yfir
að hann ætlaði að bana næsta manni sem
Lífskúnstner sem
hlaut grimm örlög
SÝNING Á MÁLVERKUM ÞORMÓÐS KARLSSONAR VERÐUR OPNUÐ Í LISTASAFNI ASÍ Á FREYJUGÖTU Á FÖSTU-
DAGINN KEMUR. ÞORMÓÐUR STUNDAÐI LIST SÍNA Í KAUPMANNAHÖFN OG SAN FRANCISCO EN SNERI HEIM
EFTIR AÐ HANN VARÐ FYRIR FÓLSKULEGRI HATURSÁRÁS Í NEW YORK ÁRIÐ 1988 EN ÞORMÓÐUR VAR
SAMKYNHNEIGÐUR. HANN NÁÐI SÉR ALDREI EFTIR ÁRÁSINA OG DÓ SADDUR LÍFDAGA ÁRIÐ 2000, AÐEINS
41 ÁRS. ÞAÐ ERU FRÆNDSYSTKINI HANS, HILDUR OG KARL ÓMARSBÖRN, SEM STANDA AÐ SÝNINGUNNI OG
VILJA ÞANNIG HEIÐRA MINNINGU HANS. TÍMABÆRT SÉ AÐ LIST ÞORMÓÐS KOMI FYRIR AUGU ALMENNINGS.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is