Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015
Bækur
Hvernig kom það til að þú skrifaðir þessa grein sembirtist í síðasta Tímariti máls og menningar?„Þetta lá mér á hjarta. Þetta er það sem ég lærði
og sérhæfði mig í. Þótt ég starfi ekki við barnabókaútgáfu
dags daglega er þetta eitthvað sem mér finnst mjög mikil-
vægt. Þegar ég var í mínu námi og skrifaði mína lokaritgerð
var ég að skoða sérstaklega bækur fyrir ólæs börn. Þessar
bækur hafa að jafnaði ekki verið neitt ofsalega góðar hér á Ís-
landi í gegnum tíðina þótt vissulega séu perlur inn á milli.“
Margrét talar um að börn og unglingar lesi minna en áður
og það sé staðreynd að sumir geti jafnvel ekki lesið sér til
gagns lengur. „Ef maður leggur saman alla þætti málsins,
hvernig skólabókasöfn og bókasöfn almennt eru rekin, lítur út
fyrir að unnið sé gegn því að þessi markaður beri sig. Ég hef
rætt þetta við bókasafnsfræðinga og starfsfólk á Miðstöð
skólabókasafna og þau staðfesta að ekkert safn kaupir jafn
mikið af bókum og það gerði eftir að skólarnir hættu að fá
ákveðna upphæð til bókakaupa. Þannig að meinið er augljóst.
Barnabækurnar verða úti í rekstri skólanna þegar verið er að
spara. Kannski hugsar enginn út í fórnarkostnaðinn.“
Mikilvægi myndabókmennta
„Myndabækur fyrir ólæs börn eru ekkert styrktar. Það eru
einstaka höfundar sem hafa skrifað fyrir yngstu börnin sem
hafa fengið ritlaun, kannski í 3-6 mánuði. Raunar man ég bara
eftir einum. Barnabókahöfundar fá ritlaun, en ekki þeir sem
eru að skrifa fyrir yngsta hópinn.
Margt af því sem er útgefið getur varla flokkast sem ís-
lenskar bækur, sem eru sprottnar úr íslensku samfélagi. Laun
á íslandi núna eru náttúrlega lægri en á flestum stöðum í Evr-
ópu. En þau eru enn lægri í Suður-Ameríku þannig að þar
finnast myndhöfundar sem eru reiðubúnir að vinna fyrir lægri
greiðslu. Sumir eru flinkir myndhöfundar en þeir þekkja bara
ekki söguheiminn.
Erlendir teiknarar hafa líka gert margt gott fyrir Ísland.
Við getum t.d. nefnt Brian Pilkington sem hefur auðgað ís-
lenskar barnabækur meir en margir með hans sýn á íslensku
tröllin. Maður sér það á myndunum hans að hann hefur séð og
komið við hraun. Einhver sem situr við tölvu í Suður-Ameríku
hefur hins vegar mögulega engar forsendur til þess að mynd-
lýsa barnabók sem á að gerast á Íslandi. Hann getur verið fær
í sínu fagi en bókin verður ekki íslensk fyrir vikið.“
Skiptir það máli? Eru þessi börn ekki bara óvitar?
„Það skiptir miklu máli. Ef við ætlum að fá börn til þess að
ánetjast bókum verða þau að geta speglað sig í þeim og ef
heimurinn er þeim mjög framandi eða það Ísland sem birtist
þeim í bókum er fullt af drekaflugum eða mjúku hrauni, þá er
þetta eitthvað sem kemur þeim ekki við. Það skiptir svo miklu
máli að við getum speglað okkar samtíma í bókmenntunum og
það er ekkert öðruvísi fyrir börn. Ef það er alltaf sól og
pálmatré í bókunum sem þau lesa, finnst þeim þeirra veruleiki
ekki vera þess virði að vera skráður í bækur.“
Myndlæsi
Af hverju erum við í þessum sporum?
„Þarna ertu kannski með hóp sem á sér fáa málsvara. Læsi
barna á Íslandi í gegnum tíðina hefur kannski ekki verið
áhyggjuefni. Þegar við hugsum um læsi erum við oftast að
hugsa um börn sem eru byrjuð að læra að lesa, en við þurfum
í rauninni að ala þau upp á bókum áður. Þau þurfa að venjast
bókarforminu. Bókin þarf að vera spennandi áður en þau byrja
að læra að lesa. Fyrsti lesturinn, og þá á ég við lestur í víðum
skilningi, er að lesa í myndir. Heimurinn í dag er gríðarlega
myndrænn. Það er nauðsynlegt að þau læri myndlestur, og
hann læra þau best af bókum, því þar ráða þau hraðanum
sjálf. Ef maður lítur kalt yfir er ekki með neinu móti hægt að
segja að stjórnvöld sinni sínu hlutverki. Það er ekki neitt sem
þau gera til að sinna þessum yngstu börnum þegar kemur að
bókum. Myndabækur eru mjög mikilvægar, einkum hjá yngstu
börnunum, jafn mikilvægar og textinn. Sérstaklega þegar þau
eru að hlusta, þetta er helmingurinn af frásögninni.“
Hvað er til ráða?
„Ég held að stjórnvöld og þeir sem reka skóla, skólastjórn-
endur og sveitarfélög, þurfi að marka sér skýra stefnu í þessu.
Börn verða ekki almennilega læs ef þau sjá ekki tilganginn
með því, ef það kemur aldrei sú stund að þau langi meira að
halda á bók en tölvu eða fjarstýringu. Það er svo á ábyrgð
skólanna að það sé eitthvert efni aðgengilegt sem speglar
þeirra veruleika.
Hitt er að stjórnvöld verða að fara að styrkja barnabækur
sérstaklega. Það eru engir sérstakir sjóðir fyrir bækur af
þessu tagi. Það eru nokkrir sem snúa að barnamenningu al-
mennt en ég held að það þurfi sérstakan sjóð sem væri hægt
að sækja um fyrir myndskreytingar.
Svo þyrfti að styrkja útgáfur sérstaklega og tryggja þeim
ákveðna markaðshlutdeild. Bókasöfnin gætu keypt duglega inn
svo að fínum bókum væri tryggð einhver sala á fullu verði.
Forlög þyrftu líka hreinlega að geta sótt um styrk fyrir prent-
kostnaði því það er dýrt að prenta svona bækur. Þú ert með
þykkan og vandaðan pappír, þarft að gera þetta í lit, þú þarft
kápu til að þetta sé almennilegt.“
BARNABÆKUR VERSLUNARVARA FREMUR EN BÓKMENNTAVERK
Bækur
opna okkur
dyr að
heiminum
„Við getum ekki leyft okkur að spara endalaust þegar framtíð barnanna okkar er í húfi, “ segir Margrét.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR BÓKMENNTA-
FRÆÐINGUR OG FYRRUM ÞINGMAÐUR RITAÐI
GREIN UM BÁGA STÖÐU ÍSLENSKRA BARNA-
BÓKMENNTA. HÚN HEFUR ÁHYGGJUR AF
ALÞJÓÐA- OG VERSLUNARVÆÐINGU ÞEIRRA.
Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is
* Ef maður lítur kalt yfir er ekkimeð neinu móti hægt að segjaað stjórnvöld sinni sínu hlutverki.
Þegar ég hugleiði hvaða bækur ég held mest
uppá, eru nokkrar sem koma fyrst uppí hug-
ann. Kannski eiga þær það sameiginlegt að í
þeim er einhver óræður tónn sem maður
skynjar frekar en skilur.
Þegar Þorgeir Þorgeirson
las þýðingu sína á Turn-
inum á heimsenda sem
miðdegissögu í Rík-
isútvarpið árið 1989 heill-
aðist ég af hinum ljúfsára,
sanna en um leið súrrealíska
tóni. Þessi tónn hreif mig og
veitti mér innblástur í minni
vinnu. Minningarbrot Amal-
dusar gamla um bernsku sína og æsku fjalla um
hversdagsleikann og draumana. Sagan er eins-
konar táknmynd fyrir allan heiminn, og segir af
öllu og engu. „Langt útí þögninni heyrist í
stjörnudropum þegar þeir detta úr himninum.
Það bergmálar um allan geiminn. Það er ekkert
nema þetta hljóð á himni og jörð. Þetta er
hljóð úr krana sem illa er skrúfað fyrir.“
Ég var komin á fertugsaldur þegar ég fyrst
las Útlendinginn eftir Camus. Það voru
tímamót í mínu lestrarlífi. Látleysið í frásögn-
inni en um leið margræðnin er slík að það er
einsog hátíðnitónn haldist út alla bókina.
Í bók Jaroslavs Hašek, Góði dátinn
Svejk er þetta fína jafnvægi alvöru og háðs
sem fær mann til að gráta og hlæja í senn. Ég
á hana sem hljóðbók og hlusta oft á brot af
stórkostlegum lestri Gísla Halldórssonar.
Lýsingarnar á hroka og heimsku eiga jafn vel
við í dag og á tímum fyrri heimsstyrjald-
arinnar.
Nýlega las ég aftur bók Jakobínu Sigurð-
ardóttur Í barndómi þar sem hún teiknar
upp myndir af horfnum tíma af látleysi og
snilld. Maður skynjar heilan heim á bak við
orðin þótt hún gefi ekki mikið upp.
Þá langar mig að nefna smásögur Geirs
Kristjánssonar sem gjörsamlega heilluðu mig
þegar ég las þær fyrst, svo hreinar og tærar
með afar sérstökum tóni. Og nú þegar ég er
byrjuð að grufla í hugarfylgsninu hrannast
bækurnar upp. Njála er auðvitað mikilvæg
bók að lesa fyrir listamenn því þar er þetta
sérkennilega sambland mínimalisma og bar-
okks. Þar finnst mér ég iðulega finna óbeina
samsömun við myndlistina.
Ég nefni aðeins nokkrar hér, en þær eru
svo miklu fleiri bækurnar sem ég hef fundið
samhljóm með og hafa opnað mér nýja sýn.
BÆKUR Í UPPÁHALDI
GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
Morgunblaðið/Eggert