Þjóðmál - 01.03.2009, Side 72

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 72
70 Þjóðmál VOR 2009 peningagreiðslur í bókhaldi Íslandsbanka umfram hlutabréfin í Baugi . Allir hluthafar Arcadia Holding fullyrða að þeir hafi EKKI fengið krónu í reiðufé frá Baugi . Þeir hafi einungis fengið greitt með hluta bréfum í Baugi hf . En hvert fóru þessi hundruð milljóna sem tekin voru úr sjóðum almenningshlutafélags­ ins Baugs? Við rannsókn málsins komu fram vísbend ingar . . . Í bókhaldi almenningshlutafélagsins Baugs voru skráðar 95 milljón krónur sem runnu til KB banka með skýringunni „ráðgjöf vegna Arcadia Holding“ . En í yfirheyrslum hjá lögreglu fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að þessi bókhaldsfærsla Baugs væri röng . KB banki hefði ekki fengið neinar slíkar ráðgjafagreiðslur frá Baugi: „Hreiðar kveðst telja að umrædd greiðsla, sé greiðsla frá Baugi til Kaupþings í Lúxemborg sem hafi verið ráðstafað áfram til félagsins Gaums Holding og þaðan áfram inn í sjóði FBA Holding . . . Hreiðar segir að fyrirmæli um ráðstöfun greiðslunnar með þessum hætti geti bara komið frá greiðandanum .“ Greiðandinn var almenningshlutafélagið Baugur . Eigandi Gaums Holding í Lúxemborg heit ir Jón Ásgeir Jóhannesson . FBA Holding var stofnað af ORCA­ hópn um svokallaða og einn eigandi þess er Jón Ásgeir Jóhannesson . Fjármálastjóri Baugs hf . vissi ekki um þessa 95 milljóna greiðslu . Einungis tveimur mönnum virðist hafa verið kunnugt um þessa 95 milljóna milli­ færslu úr sjóðum almenningshlutafélags­ ins Baugs inn á reikninga tengda forstjóra Baugs í Lúxemborg, sem hefur ströngustu bankaleyndarlög Evrópu . Og þessir tveir menn eru … Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson . En hvert fór afgangurinn af þeim hundr­ uð um milljóna sem hurfu út af banka reikn­ ing um almenningshlutafélagsins Baugs við kaup in á hlutnum í Arcadia­versl un­ arkeðjunni? Hver skyldi nú hafa fengið alla þessa peninga? 5 . hluti Leynibanki Baugs hf . Það er dapurlegt að lesa í fréttum blaðanna um hinar gríðarlegu lánveitingar sem íslensku bankarnir hafa stundað til „vildarvina“ sinna . Hundruð þúsunda milljóna hafa horfið til einstakra manna til að viðhalda viðskiptaveldi þeirra – og afleiðingin er hrun bankanna og upplausn íslensks samfélags . Þessar undarlegu lánveitingar eiga sér langan aðdraganda . Eitt stærsta almenningshlutafélag Íslands stundaði nefnilega gríðarlega lánastarfsemi í þágu stærstu hluthafa sinna svo að þeir gætu byggt upp stærsta viðskiptaveldi Íslandssögunnar á undraskömmum tíma . Og enginn vissi af þessum lánveitingum nema þeir sjálfir . Eftirfarandi upplýsingar koma úr eiðsvörnum og vottuðum framburðar­ skýrslum fjölda einstaklinga hjá lögreglu og dóm stólum . Einn af stóru ákæruliðunum í Baugsmál­ inu snerist um ólöglegar lánveitingar úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs til forstjóra félagsins . Sá forstjóri heitir Jón Ásgeir Jóhannesson . Baugur hf . var á þessum tíma stærsta almenningshlutafélag Íslands í eigu þúsunda Íslendinga og lífeyrissjóða . Og nokkurn veginn svona gekk hin leyni ­ lega „lánaþjónusta “ almenningshlutafé­ lagsins Baugs hf . fyrir sig: Forstjóri Baugs,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.