Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 72

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 72
70 Þjóðmál VOR 2009 peningagreiðslur í bókhaldi Íslandsbanka umfram hlutabréfin í Baugi . Allir hluthafar Arcadia Holding fullyrða að þeir hafi EKKI fengið krónu í reiðufé frá Baugi . Þeir hafi einungis fengið greitt með hluta bréfum í Baugi hf . En hvert fóru þessi hundruð milljóna sem tekin voru úr sjóðum almenningshlutafélags­ ins Baugs? Við rannsókn málsins komu fram vísbend ingar . . . Í bókhaldi almenningshlutafélagsins Baugs voru skráðar 95 milljón krónur sem runnu til KB banka með skýringunni „ráðgjöf vegna Arcadia Holding“ . En í yfirheyrslum hjá lögreglu fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, að þessi bókhaldsfærsla Baugs væri röng . KB banki hefði ekki fengið neinar slíkar ráðgjafagreiðslur frá Baugi: „Hreiðar kveðst telja að umrædd greiðsla, sé greiðsla frá Baugi til Kaupþings í Lúxemborg sem hafi verið ráðstafað áfram til félagsins Gaums Holding og þaðan áfram inn í sjóði FBA Holding . . . Hreiðar segir að fyrirmæli um ráðstöfun greiðslunnar með þessum hætti geti bara komið frá greiðandanum .“ Greiðandinn var almenningshlutafélagið Baugur . Eigandi Gaums Holding í Lúxemborg heit ir Jón Ásgeir Jóhannesson . FBA Holding var stofnað af ORCA­ hópn um svokallaða og einn eigandi þess er Jón Ásgeir Jóhannesson . Fjármálastjóri Baugs hf . vissi ekki um þessa 95 milljóna greiðslu . Einungis tveimur mönnum virðist hafa verið kunnugt um þessa 95 milljóna milli­ færslu úr sjóðum almenningshlutafélags­ ins Baugs inn á reikninga tengda forstjóra Baugs í Lúxemborg, sem hefur ströngustu bankaleyndarlög Evrópu . Og þessir tveir menn eru … Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson . En hvert fór afgangurinn af þeim hundr­ uð um milljóna sem hurfu út af banka reikn­ ing um almenningshlutafélagsins Baugs við kaup in á hlutnum í Arcadia­versl un­ arkeðjunni? Hver skyldi nú hafa fengið alla þessa peninga? 5 . hluti Leynibanki Baugs hf . Það er dapurlegt að lesa í fréttum blaðanna um hinar gríðarlegu lánveitingar sem íslensku bankarnir hafa stundað til „vildarvina“ sinna . Hundruð þúsunda milljóna hafa horfið til einstakra manna til að viðhalda viðskiptaveldi þeirra – og afleiðingin er hrun bankanna og upplausn íslensks samfélags . Þessar undarlegu lánveitingar eiga sér langan aðdraganda . Eitt stærsta almenningshlutafélag Íslands stundaði nefnilega gríðarlega lánastarfsemi í þágu stærstu hluthafa sinna svo að þeir gætu byggt upp stærsta viðskiptaveldi Íslandssögunnar á undraskömmum tíma . Og enginn vissi af þessum lánveitingum nema þeir sjálfir . Eftirfarandi upplýsingar koma úr eiðsvörnum og vottuðum framburðar­ skýrslum fjölda einstaklinga hjá lögreglu og dóm stólum . Einn af stóru ákæruliðunum í Baugsmál­ inu snerist um ólöglegar lánveitingar úr sjóðum almenningshlutafélagsins Baugs til forstjóra félagsins . Sá forstjóri heitir Jón Ásgeir Jóhannesson . Baugur hf . var á þessum tíma stærsta almenningshlutafélag Íslands í eigu þúsunda Íslendinga og lífeyrissjóða . Og nokkurn veginn svona gekk hin leyni ­ lega „lánaþjónusta “ almenningshlutafé­ lagsins Baugs hf . fyrir sig: Forstjóri Baugs,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.