Þjóðmál - 01.03.2011, Side 10

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 10
8 Þjóðmál VOR 2011 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Hver vill lengja óstjórn Jóhönnu? I . Þrír kjósendur kærðu stjórnlaga þings­kosningarnar 27 . nóvember 2010 til hæstaréttar . Rétturinn ákvað 25 . janúar 2011 að kosningarnar væru ógildar . Eftirfarandi var fundið að framkvæmd kosninganna: 1 . Kosning var ekki talin leynileg þar sem hugsanlega mætti rekja númer kjörseðla til kjósenda . 2 . Pappírsskilrúm geti ekki talist kosn­ inga klefar í skilningi laga . 3 . Reglum um að kjósandi mætti brjóta seðil saman áður en hann færi í kassa var ekki fylgt . 4 . Kjörkassar töldust ekki uppfylla skilyrði laga um að unnt væri að læsa þeim . 5 . Umboðsmenn frambjóðenda voru ekki viðstaddir taln ingu . 6 . Talning fór ekki fram fyrir opnum tjöldum . Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti alþingi skýrslu um málið 25 . janúar og ræddi þrjá kosti í stöðunni: „Einn er að hætta við stjórnlagaþingið sem mér finnst alls ekki koma til greina . Annar að leiðrétta ágallana í framkvæmdinni og kjósa aftur með kostnaði sem því fylgir . Hugsanlega mætti líka veita Alþingi heimild með lögum til að kjósa 25 fulltrúa á stjórnlagaþingið, mögulega þá sömu og þjóðin hefur þegar kosið, meti Alþingi lýðræðislegt umboð þeirra fullnægjandi .“ Hún sagði að leita yrði „allra leiða“ til að stjórnlagaþingið yrði haldið og lokið yrði því „mikilvæga verkefni“ sem því hefði verið falið með lögum . Þá sagði Jóhanna: „Stjórnlagaþingið var tæki þjóðarinnar til að móta nýja stjórnarskrá og stjórnlagaþingið tökum við ekki frá þjóðinni .“ Einhver hrópaði „Heyr, heyr“ í þingsalnum . Landskjörstjórn undir formennsku Ást­ ráðs Haraldssonar bar ábyrgð á framkvæmd

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.