Þjóðmál - 01.03.2011, Side 12
10 Þjóðmál VOR 2011
gengu til að auðvelda honum að troða
málinu í gegnum þingið, þrátt fyrir fjöl
margar athugasemdir umsagnaraðila . Létu
stjórn ar sinnar til dæmis eins og til þess
mætti kasta höndunum að setja ákvæði um
„þjóðar eign“ á auðlindum í stjórnarskrá,
þótt engin samstaða væri um, hvað í hug
taki nu fælist .
Sturla Böðvarsson, þáverandi þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræðu um
stjórnarskrármálið 17 . apríl 2009:
„Niðurstaða nær allra umsagnaraðila
var að þessar breytingar [frá Jóhönnu Sig
urð ar dóttur og ríkisstjórninni] væru ófor
svaran legar, illa unnar, allt of skammur
tími til umfjöllunar og efnislega væru þær
ófor svaran legar . Það var á þeim grund velli,
mál efnalegum grundvelli, sem við sjálf
stæðismenn höfum lagst gegn frum varp inu
eins og það var lagt fram . Við höfum lagt
okkur fram um að reyna að koma vitinu fyrir
þá sem hafa unnið að málinu en því miður
er breytingartillögum okkar hafnað .“
Árni Páll Árnason, núverandi efnahags
og viðskiptaráðherra, sagði við sömu um
ræðu:
„Sjálfstæðisflokkurinn sýnir þjóðinni
nú með skýrum hætti fyrir hvað hann
stendur . Hann vill standa í vegi fyrir því
að þjóðareign verði tryggð á auðlindum í
stjórnarskrá . Hann vill torvelda leið okkar
í Evrópusambandið . Hann vill með öðrum
orðum standa í vegi helstu framfaramála
sem við þurfum að taka ákvörðun um og
hann vill standa gegn rétti almennings til
þjóðaratkvæðagreiðslna .“
Þessi ummæli sýna í hnotskurn málflutn
ing stjórnarsinna um stjórnarskrármálið .
Þegar Árni Páll nefndi Evrópusambandið
vildi hann höfða sérstaklega til atvinnu lífs
ins, því að á þessum tíma töldu sam fylking
arm enn að aðeins með því að sækja um
ESBaðild mundi allt fara hér á betri veg í
efna hags og atvinnumálum .
Þingkosningar höfðu verið boðaðar 25 .
apríl 2010 og ríkisstjórnin hafði engin tök
á því að knýja í gegn breytingu á stjórnar
skránni í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn
síðustu daga fyrir kosningar . Jóhanna
Sigurðar dóttir neyddist til að láta undan .
Drauma mál hennar náði ekki fram að ganga .
Um 850 ræður voru fluttar um stjórnar
skrár málið í þinginu á fáum vikum undir
lok vetrar 2009 . Ég sagðist „fagna því ef við
gætum flutt svona þúsund ræður í tilefni af
þessu máli . . . jafnvel tvö þúsund ræður til að
verja heiður alþingis“, því að ég teldi aldrei
fluttar nógu margar ræður í þingsalnum
til að verja heiður þingsins . Ég skoraði á
þingmenn, sem ættu eftir að vera áfram við
störf á þingi, að gleyma ekki heiðri alþingis
og virðingu alþingis þegar þeir gengju til
starfa í þingsalnum .
Þessi hvatningarorð mín hafa því miður
verið höfð að engu . Tillaga til þingsályktunar
um stjórnlagaráð með þátttöku fólks sem
kemur að endurskoðun stjórnarskrárinnar
á grundvelli kosninga sem hæstiréttur
hefur ákveðið að séu ógildar er alþingi til
skammar . Að forseti alþingis taki að sér að
skipa menn til að sýsla við stjórnarskrána á
þessum forsendum er forkastanlegt .
III .
L ögmæt framkvæmd kosninga er grunnþáttur lýðræðislegra stjórnarhátta . Þeim
sem bera stjórnmálalega ábyrgð á fram
kvæmd kosninga ber að víkja geti kjósendur
ekki treyst því að grundvallar atriða sé gætt
við framkvæmdina . Ögmund ur Jónasson,
þá verandi dómsmálaráðherra, núverandi
innanríkisráðherra, vildi ekki axla þessa
pólitísku ábyrgð . Hann sagði að hlíta bæri
ákvörðun hæstaréttar til hins ítrasta um leið
og hann gagnrýndi réttinn harðlega . Var það
í samræmi við tvíátta afstöðu Ögmundar í
flestum málum sem falla undir valdsvið