Þjóðmál - 01.03.2011, Side 14
12 Þjóðmál VOR 2011
menn hennar óttast kosningar? Eða telja
þeir sér trú um að stjórnmál af þessu tagi
auki virðingu á störfum þeirra? Sé tekið mið
af hinu litla trausti sem almenningur ber til
alþingis fara þessir þingmenn villur vega .
Hinn 9 . apríl verður gengið til þjóðar
atkvæða greiðslu um Icesave IIIsamningana .
Eins og fyrri samningar byggjast þeir á
löglausum kröfum Breta og Hollendinga
um að Íslendingar ábyrgist skuldbindingar
einkabanka sem nema rúmlega 600
milljörð um króna . Um þetta mál falla
svipuð orð og önnur flókin mál í umræðum
og fréttum: „Ég hef fengið leið á þessu .“ Í
þessum anda segjast margir ætla að veita
Icesave III brautargengi .
Stjórnarandstöðuþingmenn, þar á meðal
níu úr Sjálfstæðisflokknum, studdu Icesave
III lögin sem Ólafur Ragnar Grímsson
neitaði að staðfesta 20 . febrúar 2011 . Töldu
þeir lögin íslenskum hagsmunum fyrir
bestu . Ég er ósammála þeirri niðurstöðu .
Haustið 2008, þegar ríkisstjórn Geirs
H . Haarde ræddi Icesave, blandaði ég mér
ekki í umræðurnar að öðru leyti en því að
ég hvatti til þess að menn hyrfu ekki frá
því að halda lögfræðilegum fyrirvörum til
haga . Mikilvægi þeirra hefur skerpst svo
mjög í umræðum um málið að mér finnst
í raun fráleitt að nokkur íslenskur stjórn
málamaður telji sér fært að binda enda á
deiluna við Breta og Hollendinga án þess
að vera viss um réttarstöðuna .
Ég tek heilshugar undir með Tómasi Inga
Olrich, fyrrverandi ráðherra og sendiherra,
þegar hann sagði í Morgunblaðinu 5 . febrúar
2011:
„Það er mikill misskilningur að auðmýkt
og auðsveipni auki mönnum virðingu í
alþjóðasamskiptum . Það er þvert á móti
ekki til beinni né breiðari vegur til að
öðlast fyrirlitningu á alþjóðavettvangi en að
samþykkja rangindin sjálfviljugur, í þeirri
trú að betra sé að kaupa sér frið en að standa
á rétti sínum .“
Ég hvet alla til þess að hafna Icesave III
í kosningunum 9 . apríl . Með því er ekki
aðeins sagt nei við löglausum kröfum heldur
einnig stuðlað að því að vond ríkisstjórn fari
veg allrar veraldar .
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for mað ur
Sjálfstæðisflokksins, sem tók sæti í aðal
viðræðunefnd Íslands við ESB að ósk Össur
ar Skarphéðinssonar, utanríkis ráð herra, og
telur að Ísland eigi að ganga í sam band ið,
óttast að það renni upp fyrir fólki að líf
ríkisstjórnarinnar sé í húfi í þjóðar at kvæða
greiðslunni . Þorsteinn mælir með Icesave
III . Hann segir í Fréttablaðinu 5 . mars:
„Þó að stjórnin ætli að sitja hvernig sem
fer [í þjóðaratkvæðagreiðslunni] má ljóst
vera að hún yrði fullkomlega lömuð eftir tap
í þjóðaratkvæðagreiðslu . Hins vegar getur
hún ekki lagt allan þunga sinn í málsvörnina
því að hún segist geta setið þótt málið falli .
Þannig verður tilvera hennar ekki með öllu
óháð málinu sjálfu í kjörklefanum .“
Þessi ósannfærandi málflutningur Þor
steins um að ríkisstjórnin lifi, þótt hún
andist vegna neiatkvæða í þjóðar atkvæða
greiðslunni, á að auðvelda stjórnar and
stæðingum, sem ætla að segja já, að axla
tvöfalda byrði hinn 9 . apríl: að beygja sig í
duftið vegna Icesave og lengja líf lánlausrar
ríkisstjórnar .
Í kosningunum 9 . apríl er meira í húfi
en afstaðan til Icesave III . Þetta veit ríkis
stjórnin, þess vegna fagnar hún hverjum
stjórn arandstæðingi sem leggur Icesave III
lið .
Svartbók
kommúnismans
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson þýddi
Kommúnisminn var einn
afdrifaríkasti þátturinn í sögu
tuttugustu aldar. Eftir fall hans
í Mið- og Austur-Evrópu varð
aðgangur að upplýsingum greiðari, ekki síst í skjalasöfnum, sem áður voru
lokuð. Það hafa höfundar þessarar bókar nýtt sér, og áætla þeir, að komm-
únisminn ha kostað hátt í 100 milljónir manna líð (líklega 20–25 milljónir
í Ráðstjórnarríkjunum og ef til vill um 65 milljónir í Kína). Honum ha
hvarvetna fylgt öldamorð, hungursneyðir, nauðungarutningar stétta
og þjóðokka, sýndarréttarhöld, aftökur og þrælkunarvinna. Svartbók
kommúnismans hefur komið út á öllum heimstungum, víða verið á
metsölulistum og leitt til örugra umræðna. Hún var kveikjan að ályktun
Evrópuráðsins í janúar 2006, þar sem afbrot kommúnistastjórna um allan
heim voru fordæmd.
840 bls.
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003