Þjóðmál - 01.03.2011, Side 20

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 20
18 Þjóðmál VOR 2011 skal hræðslutækninni beitt sem mest má verða . Lög lærðir samninganefndarmenn­ irn ir reyna auðvitað ekki að halda því fram að Ís lend ingar eigi í raun að greiða bresku og holl ensku kröfurnar . Í staðinn er annars vegar reynt að draga upp sem versta mynd af því sem gerst geti, ef ekki verði gefist upp nú . Hins vegar er þeim rökum beitt, að núverandi samningur sé miklu betri en sá sem gerður hafi verið síðast . Þau rök segja þó eiginlega mesta sögu um núverandi samning: Hlýtur hann ekki að vera með ólíkindum slæmur, sá samningur sem ekki verður sagt neitt betra um en að hann sé skárri en glæsilega niðurstaðan þeirra Svavars og Indriða? Blasir ekki við, að ef eitthvað væri haldbært um núverandi samning að segja, þá dytti engum í hug að nefna fyrri samning sem röksemd fyrir þessum? Sumir segja að Icesave­deilan sé fyrirstaða erlendrar fjárfestingar á Íslandi . Stað­ reyndin er sú, að það er fráleitt að halda því fram að deilan sé meginfyrirstaða erlendrar fjárfestingar hér . Að vísu kann deilan að þvælast fyrir í nokkrum evrópskum byggðastofnunum, þar sem Bretar eða Hollendingar eru í aðstöðu til að bregða fæti fyrir okkur en íslenska utanríkisþjónustan beygir sig og bugtar á meðan, en í viðskiptabönkunum ráða viðskiptasjónarmið . Þar velta menn ekki fyrir sér deilum milli fjármálaráðuneyta um tiltekna fjárkröfu . Þar horfa menn hins vegar til gjaldeyrishafta, skattareglna, þjóð­ nýtingarhótana, lagasetningar hringl anda og auðvitað reynslunnar af viðskiptum við for­ kólfa íslensks atvinnulífs . Þetta horfa menn á, en ekki hvort fjármálaráðuneyti Íslands á í deilum við fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands . Því er haldið fram að í þeim samningi sem nú liggur fyrir séu þjóðirnar að skipta með sér því tjóni sem varð þegar Landsbankinn fór á hliðina og Icesave­netreikningar hans þar með . Það, að Bretar og Hollendingar hafi horfið frá þeirri ótrúlega ósvífnu kröfu sinni að vilja græða á vaxtamun eins og fyrri samningar gerðu ráð fyrir, getur varla talist svo stórmannlegt að hægt sé að tala um það sem skiptingu á tjóni . Efnisleg fram setning hins nýja samnings hefur vissulega batnað og óvissan er minni hvað heimtur úr búi Landsbankans varðar, en í öllum meginatriðum er samningurinn ómögu legur og áhættan er enn öll íslenskra skatt greiðenda, hvort sem horft er til áhættu af endurheimtum, gengisþróun og tíma setningu á útgreiðslu úr búi Lands­ bankans, svo einhverjir áhættuþættir séu nefndir, enda ætti „skaðleysishluti“ samningsins að nægja sem staðfesting á að svo sé . Það er engin skipting á ábyrgð, það er engin skipting á áhættu og það er engin lögbundin greiðsluskylda að baki kröfum Breta og Hollendinga . Þegar þetta er haft í huga er ekki með nokkurri sanngirni hægt að vísa til þess að sú viðleitni Alþingis, á fyrstu metrum þessa máls, þegar hin svokölluðu Brussel­viðmið voru samþykkt, að semja við Breta og Hollendinga, bindi þingmenn eða almenning á einn eða annan hátt . Þegar horft er til alls þessa þá ætti að blasa við öllum mönnum hvern kost þeir eiga einan, laugardaginn 9 . apríl . Ofan á það bætist atriði, sem er út af fyrir sig ekki lögfræðilegt en menn ættu samt ekki að horfa fram hjá: Það er einfaldlega rangt að fullvalda þjóð láti fara svona með sig . Hinn níunda apríl munu Íslendingar svara því í síðasta sinn hvort hér búi fólk sem beygi sig sjálfviljugt undir kúgun stórvelda . Íslensk­ ir kjósendur munu þann dag taka núver­ andi kynslóð stjórnmálamanna sinna langt fram .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.