Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 23

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 23
 Þjóðmál VOR 2011 21 Þegar saman fer sá þrýstingur á stjórn­ mála menn sem ég hef lýst og skortur á reglum eða viðmiðum um hvað skuli kostað af almannafé verður reyndin sú að útþenslu þess opinbera eru engin takmörk sett af öðru en því hvað hægt er að reita af almenn­ ingi með hámarksskattheimtu . – Trúlega er skatt heimta hér, og í mörgum nálægum lönd um, nálægt hámarki þannig að hærra skatt hlutfall mundi draga úr tekjum þess opinbera fremur en auka þær . Ég hef hér lýst í stuttu máli ógöngunum sem stjórnmálin eru komin í þar sem þess er annars vegar krafist að stjórnmálamenn ákveði sem fæst og hins vegar að yfirvöld láti skattgreiðendur samt borga fyrir ótalmargt til viðbótar við það sem hóf getur talist . Ég held að þetta ali af sér þankagang sem er að ýmsu leyti andstæður lýðræði, að minnsta kosti ef lýðræði snýst um að frjálsir borgarar ráði ráðum sínum saman og taki ákvarðanir með hliðsjón af almannaheill fremur en eiginhagsmunum . Keppnin um að fá skerf af skattfé sem ríki og sveitarfélög afla elur á hagsmunapoti fremur en lýðræðislegum þankagangi og háttalagi . Þessi keppni veldur því að margt fólk hættir að koma fram sem upplitsdjarfir borgarar á vettvangi stjórnmálanna og fer að haga sér eins og snapvísir neytendur og líta svo á að ríkið sé einkum til þess að „fagmenn“ hins opinbera uppfylli allar óskir þess og þarfir . 3 . Hvað er til ráða? Vera má að nýjar stjórnmálahugsjónir geti aukið trú fólks á lýðræðisleg stjórn­ mál . Einnig má vera að skarpari rökræða og betri þankagangur geti stuðlað að einhverju samkomulagi um hvert umfang þess opin­ bera skuli vera . Hvorugt af þessu er í sjón­ máli . Hins vegar hefur nokkuð verið rætt um kosti þess að auka beint lýðræði og leiða fleiri mál til lykta með almennum atkvæðagreiðslum . Ég held að það sé að minnsta kosti svolítil von til að þetta leysi stjórnmálin úr þeirri klemmu sem ég hef lýst . Það ætti nánast að liggja í augum uppi að því fleiri mikilvæg mál sem eru leidd til lykta með almennum atkvæðagreiðslum því síður hefur fólk ástæðu til að ætla að samstaða fárra ríkra eða valdamikilla manna stjórni pólitískum ákvörðunum . Beint lýðræði ætti því að draga úr vantrausti á lýðræði sem sprettur af grun um að valdastofnanir séu spilltar eða undirlagðar af klíkum . Þátttaka almennings í ákvörðunum getur líka, ef vel tekst til, opnað augu manna fyrir gildi stjórnmála, að um mörg mál þarf ákvarðanir sem er ekki hægt að taka á einum saman „faglegum“ forsendum og ekki er heldur rétt að láta ráðast á markaði . Þetta tvennt, sem ég hef nefnt, er svo sem nógu mikilvæg rök fyrir því að skilgreina rétt almennra borgara til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni ríkisins og íbúakosningar um málefni sveitarfélaga . Ég hygg þó að þriðja ástæðan, sem enn er ónefnd, sé sú mikilvægasta . Hún er að ef algengt verður að leiða stór mál til lykta með almennum kosningum þá er von til þess að fleiri taki að líta á sjálfa sig sem borgara fremur en neytendur þegar þeir hugsa um samskipti sín við almannavaldið og hið opinbera . Lítill hagsmunahópur getur hótað stjórn­ málamanni að hann tapi hundrað at kvæð­ um ef hann lætur sveitarfélag eða ríki ekki þjóna sér á kostnað allra hinna . Sá sem þarf á hverju tiltæku atkvæði að halda til að endurnýja umboð sitt í næstu kosningum á erfitt með að standa gegn slíkri hótun – og hún kann að liggja í loftinu þótt hún sé ekki beinlínis orðuð . Almennur borgari, sem tekur þátt í atkvæðagreiðslu, er ekki undir neinum þrýstingi af þessu tagi . Ef málið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.