Þjóðmál - 01.03.2011, Page 35
Þjóðmál VOR 2011 33
framt fullyrðir hæstaréttarlögmaðurinn
að Ursus hafi ekki brotið nein lög, reglur
eða leiðbeiningar þegar skuldabréfin voru
útgefin . Már svarar því til að hann gefi
ekkert fyrir álit Reimars .
27. október 2010. Jón Karlsson, starfs
maður gjaldeyriseftirlits, sendir afrit af
bréfi á tölvupósti sem var sent sama dag á
Flóka götu 63, heimilisfang Ursus . Þar segir
að verið sé að rannsaka hvort að Ursus hafi
gerst brotlegt við 3 . mgr . 2 . gr . og 1 . mgr . 7 .
gr . reglna nr . 310/2010 .
29. október 2010. Birgir Tjörvi Pétursson
hefur samband við Ingva Hrafn Óskarsson,
umsjónarmann útboðs Íslandsbanka, með
þau skilaboð að hópurinn hafi gefist upp
á biðinni eftir niðurstöðu í söluferli Sjóvár
og vilji draga sig út úr ferlinu og fá kostnað
sinn endurgreiddan .
2. nóvember 2010. Birgir Tjörvi Pétursson
svarar bréfi Seðlabankans frá 27 . október .
Hann segir Heiðar Guðjónsson hafa fengið
afar takmarkaðar upplýsingar um lagalegan
grundvöll rannsóknar Seðlabankans á
Ursus . Óskað er ítarlegri upplýsinga frá
bankanum .
3. nóvember 2010. Engin svör berast frá
Seðlabankanum um hvernig eigi að til
kynna um lok sölunnar . Starfsmaður Seðla
bankans aðstoðar blaðamann DV við að
vinna grein um meint viðskipti Ursusar
með aflandskrónur .
3. nóvember 2010. Már Guðmundsson
sendir frá sér yfirlýsingu í því skyni að
útskýra stefnuramma og áform varðandi
afnám gjaldeyrishafta . Már segir á blaða
mannafundi að útboðsferlinu vegna Sjóv
ár sé ekki lokið þótt frestur kaupenda hafi
runnið út 22 . október, auk þess sem um
sjónar aðili sölunnar hafi óskað eftir við
brögðum Seðlabankans um hvernig ætti að
tilkynna um slit viðræðna .
5. nóvember 2010. Seðlabankinn svarar
bréfi Birgis Tjörva frá 2 . nóvember með
al mennum athugasemdum um hlutverk
Seðla banka Íslands í gengis og peninga
málum og um heimildir bankans til að
leggja á gjaldeyishöft .
11. nóvember 2010. Heiðar Guðjónsson
krefst þess með bréfi til Seðlabankans að
veittar séu nákvæmar upplýsingar um til
efni athugunar bankans á Ursus, um þau
gögn sem liggja fyrir um málið og réttlætt
geti athugun bankans og um þau lagarök
og lagasjónarmið sem séu grundvöllur
athugunarinnar . Heiðar krefst þess einnig
að hann fái tilhlýðilegan frest til að koma
sjónar miðum sínum á framfæri, svo að hann
geti nýtt rétt sinn til andmæla samkvæmt
stjórnsýslulögum .
19. nóvember 2010. Seðlabanki Íslands
hafnar beiðni Heiðars í bréfinu frá 11 .
nóv ember og jafnframt beiðni hans um að
hann fái frekari frest til að skýra sjónarmið
sín .
21. nóvember 2010. Kaupendahópur
Heið ars Guðjónssonar segir sig frá kaup
ferl inu á Sjóvá, hluthafasamkomulag innan
hóps ins fellur úr gildi .
22. nóvember 2010. Heiðar Guðjónsson
kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna
málsmeðferðar Seðlabanka Íslands og ESÍ
ehf . í málefnum Ursusar ehf .
Seðlabankinn segist ekki geta tjáð sig um
slit viðræðna sökum bankaleyndar .
22. nóvember 2010. Fjármálaeftirlitið
sendir frá sér yfirlýsingu: