Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 36
„Vegna frétta í fjölmiðlum um sölu á vá
trygginga félaginu SjóváAlmennar trygg
ingar hf . vill Fjármálaeftirlitið koma eftir
farandi upplýsingum á framfæri .
Umsókn frá umræddum fjárfestahópi,
um heimild til að fara með virkan eignar
hlut í SjóváAlmennum tryggingum hf .,
barst Fjármálaeftirlitinu 4 . ágúst sl . Fjár
festahópurinn hafði í hyggju að kaupa
33% af heildarhlutafé félagsins og öðlast
enn fremur forkaupsrétt að allt að helmingi
hluta fjár til viðbótar . Fjármálaeftirlitið hef
ur, frá því að umsóknin barst, átt ítarleg
sam skipti við umsækjendur og aflað frek ari
gagna og skýringa . Fjármálaeftirlitið hef ur
ekki tekið afstöðu til þess hvort um rædd
um fjárfestahóp verði veitt heimild til að
fara með virkan eignarhlut í vá trygginga
félaginu . Þann 19 . nóvember sl . barst Fjár
málaeftirlitinu beiðni frá um sækjand anum
um að frestað yrði frekari af greiðslu um
sóknarinnar þar sem óvissa ríkti um sölu
félagsins .
Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum
um vátryggingastarfsemi nr . 56/2010 þurfa
virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði,
til að vera metnir hæfir til eiga og fara með
virkan eignarhlut í vátryggingafélagi . Þau
skilyrði lúta m .a . að því að eigendur hafi
yfir að ráða fjárhagslegum styrk með tilliti
til þess reksturs sem vátryggingafélagið
hefur með höndum og að orðspor þeirra
sé ekki með þeim hætti að það rýri traust
félagsins .“
Í tilefni af þessari yfirlýsingu er vakin
athygli á því að einstakt sé að Fjármála
eftirlitið sendi frá sér opinbera tilkynningu
um viðskipti sem ekki verða .
23. nóvember 2010. Hluthafafundur hald
inn í Sjóvá og ný stjórn skipuð . Frosti Bergs
son er nýr stjórnarformaður en Heimir
V . Haraldsson, sem var stjórnarformaður
Askar Capital og í stjórn Avant, heldur sæti í
stjórn félagsins . Í tilkynningu frá fundinum
segir að stjórnin hafi slitið söluferli vegna
félagsins en muni kanna áhuga fjárfesta á
félaginu .
6. desember 2010. Ríkisendurskoðun telur
í athugasemd við ríkisreikning fyrir árið
2009 ámælisvert að viðskipti ríkisins vegna
Sjóvár hafi ekki verið færð í bókhaldi ríkisins
þegar þau fóru fram . Fjársýsla ríkisins gaf
þá skýringu, segir í athugasemdinni, að
þar sem viðskipti vegna Sjóvár hefðu flust
til Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands í
árslok 2009 hefðu þau ekki verið bókuð hjá
ríkissjóði .
Ríkisendurskoðun óskaði eftir því við fjár
málaráðuneytið að það gerði grein fyrir þeirri
lagaheimild sem byggt var á við ákvörðun
um eiginfjárframlag ríkisins til SAT
eignarhaldsfélags . Ráðuneytið hefur ekki
upplýst um þetta, segir í athugasemdinni .
Ríkisendurskoðun telur því óljóst á hvaða
lagaheimild ákvörðunin byggði . Íslenska
ríkinu bar ekki lagaleg skylda til að bjarga
félaginu .
16. desember 2010. Ríkisendurskoðun
birtir athugasemd vegna eigin
athugasemdar frá 6 . desember 2010 og
segir: „Þess ber að geta að í tölvuskeyti til
Ríkisendurskoðunar, dags . 10 . nóvember
2010, tók [fjármála]ráðuneytið fram að
byggt hefði verið á lið 7 .20 í 6 . gr . fjárlaga
2009 sem veitir fjármálaráðherra heimild
til að „kaupa af Seðlabanka Íslands þau
viðskiptabréf sem bankanum hafa verið
afhent til tryggingar veðlánum bankans
og annast uppgjör þeirra krafna eins og
hagkvæmast þykir .“ Ríkisendurskoðun leit
svo á að í umræddu skeyti kæmi ekki fram
efnislegt svar við fyrirspurninni . Því er
ekki alls kostar rétt að ráðuneytið hafi ekki
upplýst um á hvaða heimild ákvörðunin
byggði, eins og segir í textanum hér að ofan