Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 38
36 Þjóðmál VOR 2011
í þeim efnum ef embættismennirnir, sem
ábyrgir eru, bera fyrir sig trúnaði . Þegar
ég segi þetta á ég við að þingnefndin heiti
trúnaði um það sem upplýst er enda hef ég
hingað til talið það hina eðlilegu meðferð
að ef þingmenn heita embættismanni eða
öðrum trúnaði um það sem fram kemur á
fundi þingnefnda þá gildi það .
Ég tel, virðulegi forseti, að við þurfum að
fá úr því skorið hvort það sé virkilega svo
að embættismenn ríkisins geti neitað að
svara þingnefndum eins og raunin varð í
þessu tilfelli . Ef svo er þurfum við að hugsa
hvernig ráða megi bót á því .“
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir á Alþingi:
„Eins og allir hér vita er verkefni Alþingis
og þingnefnda að veita framkvæmdavaldinu
og undirstofnunum þess aðhald . Það er
óskap lega erfitt fyrir okkur þingmenn að
veita slíkt aðhald þegar við fáum engar
upp lýs ingar . Embættismenn ríkisins mæta
fyrir þing nefndir og bera fyrir sig þagnar
skyldu þegar þeir eru spurðir út í mikil
væg atriði, eins og t .d . einkavæðingu ríkis
fyrirtækja .
Nú er verið að einkavæða tryggingafélagið
Sjóvá . Eins og hv . þm . Valgerður
Bjarnadóttir nefndi hélt viðskiptanefnd
fund um það mál á föstudaginn .
Þangað mætti seðla bankastjórinn Már
Guðmundsson og kaus að veita nefndinni
svo gott sem engar upp lýsingar um það
söluferli . Hann veitti ekki upplýsingar um
það hvers vegna kaupin á félaginu hefðu
farið út um þúfur fyrir skemmstu, hvers
vegna þeir aðilar sem buðu 80% hærra
verð í félagið en aðrir buðu hefðu hætt við
kaupin . Hann bar fyrir sig þagnarskyldu og
þagnarskylduákvæðum seðla bankalaganna
þrátt fyrir að vitað sé að eignaumsýslufélag
Seðlabankans, sem er einka hlutafélag sem
ekkert er minnst á í seðla bankalögunum,
fari með þessa sölu .
Ég tel að málið hafi fyrst orðið grafalvarlegt
þegar seðlabankastjóri og lögfræðingur
Seðlabankans vísuðu þingnefndinni til
dómstóla til þess að fá þær upplýsingar sem
hún þarf að fá til að geta sinnt skyldum
sínum í svona mikilvægu máli sem varðar
mjög mikla hagsmuni .
Nú liggur fyrir að aðrir aðilar en þeir
upp haflegu hafa áhuga á að kaupa félagið
í gegnum þessa einkavæðingu, fagfjár festa
sjóður sem er að vísu kominn með kenni
tölu . Hann er reyndar ófjármagnaður og
enn sem komið er fáum við sem sitjum í
nefnd inni engar upplýsingar um það hverjir
það eru sem vilja standa að kaupunum eða
hvað þeir ætla að greiða fyrir félagið .
Virðulegi forseti . Það verður að gera ein
hverja bragarbót á þessum vinnubrögð
um .“
2. febrúar 2011. Gunnar Bragi Sveinsson,
þingflokksformaður Framsóknarflokksins,
segir á Alþingi um Má Guðmundsson:
„Mér finnst það grafalvarlegt mál að
embættis maður okkar skuli neita að veita
þessar upplýsingar [um sölu Sjóvár], að því
er virðist vegna þess að hann treysti því ekki
að haldinn sé trúnaður um það sem hann
segir . Ég set alvarleg spurningarmerki við
hvort þessi ágæti embættismaður sé starfi
sínu vaxinn þegar hann neitar að gefa lög
gjafar valdinu þær upplýsingar sem það fer
fram á .“
Gunnar Bragi hvetur forsætisráðherra til
að skoða hvort Már Guðmundsson geti
setið áfram í embætti .
3. febrúar 2011. Gunnar Bragi Sveins son
spyr Jóhönnu Sigurðardóttur á Al þingi,
hvort henni finnist ekki að Már Guð
mundsson sé óhæfur til að gegna embætti
seðlabankastjóra vegna þess að hann neiti að
svara spurningum þingmanna í viðskipta
nefnd . Jóhanna svarar að Már sé sem