Þjóðmál - 01.03.2011, Side 47

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 47
 Þjóðmál VOR 2011 45 Skuldastaða sjávarútvegarins Í skýrslu RÞHA kemur jafnframt fram að tvö félög (8–10%)10 af 20 stærstu eru alveg skuldlaus, 30% (30–35%) þeirra eru í góðri stöðu, 45% (45–50%) eru í slæmri stöðu og 15% (8–12%) þeirra eru í vonlausri stöðu, þ .e . geta aldrei greitt upp skuldir sínar að mati höfunda . Slæm staða er að mati höfunda skýrslunnar þegar það tekur fyrirtæki 18,8 ár að greiða upp allar skuldir sínar . Það verður að setja ákveðinn fyrirvara við það mat höfunda . Að meta greiðslugetu út frá þeim tíma sem það tekur fyrirtækin að greiða upp skuldir sínar er hæpið . Vissulega felst meiri áhætta í lengri greiðslutíma, en ef sjóðstreymið er sterkt og er líklegt til að haldast þannig er ekki víst að um slæma stöðu sé að ræða . Þannig hefur Landsvirkjun verið gagnrýnd fyrir þann tíma sem það tekur fyrirtækið að greiða upp sína skuldir, eða rúmlega 10 Áætlað hlutfall kvóta miðað við allan sjávarútveginn . 10 ár ef fyrirtækið fjárfestir ekki meira . En sjóðstreymi Landsvirkjunar er mjög sterkt, og fyrirtækið er því vel í stakk búið til að greiða skuldir sínar . Auk þess verður að hafa í huga, að markmið margra fyrirtækja er að hafa ávallt ákveðið hlutfall skulda í efnahagsreikningi sínum . Skuldir eru ódýrari fjármögnun en eigið fé, auk þess sem þær veita fyrirtækjum skattalegt hagræði . Í skýrslunni er skuldastaða sjávarútvegar­ ins borin saman við önnur fyrirtæki á Íslandi . Sérstaklega horfa höfundar til kennitölunnar nettóskuldir/EBITDA11, en samkvæmt henni væri Landsvirkjun rétt rúmlega 10 ár að greiða upp skuldir sínar . Ef horft er á sjávarútveginn í heild kemur í ljós að hann er í betri stöðu en Lands virkjun .12 Sá reginmunur er hins 11 Kennitalan segir til um hversu lengi fyrirtæki er að greiða upp skuldir sínar með öllu því fé sem reksturinn skapar . 12 Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja. 27 . bls . Höfundar taka fram að orkufyrirtæki Þróun á raungengi íslensku krónunnar, ásamt þróun á EBITDA­hlutfalli . Þegar raungengið lækkar veikist krónan . Sjávarútvegurinn bókar gengistap við fall hennar, en um leið batnar framlegð og samkeppnisstaða greinarinnar . Árið 2001 var gengi íslensku krónunnar látið fljóta . Raungengið lækkaði nokkuð í kjölfarið, vegna veikingar hennar . Hún hríðfellur síðan árið 2008 og mikil lækkun verður á raungengi . Því er raungengi krónunnar nú mjög lágt og samkeppnisstaða og framlegð íslensks sjávarútvegs góð . 0,0
 20,0
 40,0
 60,0
 80,0
 100,0
 120,0
 140,0
 160,0
 1997
 1998
 1999
 2000
 2001
 2002
 2003
 2004
 2005
 2006
 2007
 2008
 -./01..2.345
6372./839:
 -./01..2.34/9
.1/61;<2561:/9
 =>?@AB
C./01..


x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.