Þjóðmál - 01.03.2011, Side 53

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 53
 Þjóðmál VOR 2011 51 ný lendur, skrifaði félagsfræðingurinn William Graham Sumner ritgerð undir heitinu: „Spánn sigrar Bandaríkin .“ Þar benti hann á, að Bandaríkin hefðu verið stofnuð til að stunda frjáls viðskipti, ekki landvinninga . Með því að leggja með vopnavaldi undir sig spænskar nýlendur væru Bandaríkjamenn að taka Spánverja sér til fyrirmyndar .6 Í andmælum sínum við nýlendustefnu bentu frjálshyggjumenn á, að tvær leiðir væru til að útvega sér gæði frá öðrum . Önnur væri að greiða umsamið verð fyrir þau . Hitt væri að sölsa þau undir sig með ofbeldi . Frjálshyggjumenn vildu versla við suðrænar þjóðir, ekki stjórna þeim . Hitt er annað mál, að Bretar lögðu af sjálfsdáðum niður heimsveldi sitt . Þeir veittu nýlendum sínum sjálfstæði . Eflaust voru margar þjóðir betur komnar undir stjórn Breta en annarra, eins og Orwell segir raunar í smásögunni: „Ég vissi ekki svo mikið sem að breska keisaradæmið liggur á banasænginni, hvað þá að ég vissi, að það er að skömminni til skárra en hin ungu einveldi, sem eru í uppsiglingu .“ Besta dæmið um þetta er Hong Kong á síðari hluta tuttugustu aldar . Íbúar þar vildu miklu frekar vera undir stjórn Breta en Kínverja, þótt ekki væri það látið eftir þeim .7 3 . Smásögu Orwells má nálgast úr annarri átt og nútímalegri . Sögumaður fær samviskubit af því að skjóta fílinn . Hvers vegna? Fíllinn í sögunni hefur ekki aðeins troðið niður bambuskofa, drepið kú, ráðist á ávaxtabúð og velt um sorpvagni, heldur líka orðið manni að bana á hroðalegan hátt . Er fíllinn þá ekki réttdræpur? Þótt hann sé orðinn spakur á ný, getur æði runnið á hann aftur . Orwell veitir vísbendingu um eitt hugsanlegt svar, þegar hann lýsir hugrenningum sögumanns . „Á þeim árum var ég ekkert klígjugjarn gagnvart því að drepa dýr, en ég hafði aldrei skotið fíl og aldrei langað til þess . (Það er einhvern veginn erfiðara að fá sig til að drepa stór dýr .)“ Fíll er ein af þeim skepnum, sem hafa iðulega verið nefnd „þokkafull risadýr“ (e . charismatic megafauna) . Margir sömu menn og eitra fyrir rottum og taka inn lyf gegn sýklum, mega ekki til þess hugsa að George Orwell, einn áhrifamesti rithöfundur tuttugustu aldar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.