Þjóðmál - 01.03.2011, Page 55

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 55
 Þjóðmál VOR 2011 53 Hallgrímur Th . Björnsson Um ríkisábyrgð á fjármálafyrirtækjum Ásíðastliðnum misserum hafa gerst at­burðir sem hafa valdið því að nauð­ synlegt er að velta fyrir sér hvernig það fjár málakerfi sem við búum við í dag getur stutt við áframhaldandi framþróun og vel­ megun og athuga hvort nauðsynlegt sé að endurskoða umgjörð þess . Þeir atburðir í fjármálakerfi heimsins sem við höfum orðið vitni að eiga sér margvís­ legar rætur . Algeng skoðun er að eftirlit hafi brugðist og að glæpsamleg og sviksamleg hegðun, drifin áfram af „græðgi“,0000000 sé orsök fjár mála kreppunnar . Ég tel þó að rætur hennar liggi dýpra . Sagt er að bankastarfsemi sé í eðli sínu frá­ brugðin annarri atvinnustarfsemi og að um hana gildi önnur lögmál . Hlutverk banka er að þjóna einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum og beina fjármagni í þá starf­ semi þar sem það nýtist best . Fyrirtæki, ein­ staklingar og ríkisvald reiða sig á að bank arnir geti geymt fé þeirra á öruggan máta, fært það til eftir óskum þeirra og borgað þóknun fyrir það fjármagn sem geymt er hjá þeim, í formi vaxta . Þetta telst sjálfsagður hlutur og tiltölulega fáir gera einhverjar ráðstafanir til að dreifa fé sínu á marga staði til að lágmarka tjón ef banki fer á hausinn . Ljóst er að ef banki, sem geymir innstæður, fer á hliðina veldur það miklum skaða hjá þeim sem treystu honum fyrir fé sínu auk annarra sem eru í viðskiptum við þá aðila sem tapa fé sínu . Þetta getur með tiltölulega einföldum hætti valdið keðjuverkun um allt hagkerfið . Þetta gerðist ítrekað í kreppunni miklu og leiddi til bankaáhlaups sem olli því að bankar fóru unnvörpum á hliðina, sem svo varð til þess að bankaáhlaupið hélt áfram . Fólk tapaði sparifé sínu í stórum stíl og vildi fremur geyma peningana undir kodda heldur en í banka . Jafnvel heilbrigðir og stöndugir bankar urðu fórnarlömb þessa ástands . Ótti skapaðist meðal allra og kristallaðist and­ rúms loftið í frægri setningu Franklins D . Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, í inn setn­ ingarræðu hans árið 1933, að menn þyrftu ekkert að óttast nema óttann sjálfan . Þetta varð svo til þess að innstæðutryggingar urðu að veruleika . Ríkið ábyrgðist innstæður upp að vissu marki, og því þyrfti fólk almennt ekki að óttast að glata sparifé sínu og þar með áttu bankaáhlaup að vera úr sögunni . Það gekk að mestu eftir . Nú er svo komið að einhvers konar inn stæðu tryggingarkerfi er til staðar í lang flestum vestrænum löndum . Í mörgum þeirra ábyrgist ríkissjóður viðkomandi lands inn stæðurnar að miklu leyti .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.