Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 73

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 73
 Þjóðmál VOR 2011 71 náð því marki þó ekki hafi það enn verið formlega skilgreint sem slíkt .3 Í því sambandi mætti nefna yfirlýsingu Montevideo­ ráðstefnunnar árið 1933 um réttindi og skyldur ríkja . Samkvæmt henni eru fjögur skilyrði sett fyrir því að ríki geti talizt ríki: um viðvarandi íbúa sé að ræða, skilgreint landsvæði, ríkisstjórn og að geta komið á sambandi við önnur ríki (þ .e . að geta í eigin nafni undirritað samninga við önnur ríki) .4 Færa má sterk rök fyrir því að Evrópu­ sambandið uppfylli í dag öll þessi skilyrði . Evrópusambandið hefur þannig forseta, utanríkisráðherra, sameiginlega utan­ ríkis þjónustu sem verið er að setja á fót og utanríkisstefnu sem og sameiginlega stefnu í viðskiptum við ríki utan þess . Eigið þing, ríkisstjórn (framkvæmdastjórnina), hæstarétt og lagasetningu æðri löggjöf ríkjanna sem mynda það . Sömuleiðis seðlabanka, gjaldmiðil, ríkisborgararétt, og skilgreind ytri landamæri auk þess sem Evrópusambandið er nú sjálfstæð persóna að lögum . Vald Evrópusambandsins nær í dag til nánast allra sviða ríkja sambandsins og á sífellt fleiri sviðum . Evrópusambandið hefur ekki verið viður­ kennt enn á alþjóðlegum vettvangi sem ríki en sambandið hefur þó þegar hafið þreifingar í þá átt . Þannig óskaði Evrópu­ sambandið eftir því síðasta sumar að fá hliðstæða stöðu á vettvangi allsherja­ rráðs Sameinuðu þjóðanna og ríki í stað þess að hafa sömu stöðu og til að mynda Atlantshafsbandalagið (NATO) eða Araba­ bandalagið . Ákveðið var á síðasta alls­ herjarþingi síðastliðið haust með naumum 3 Daniel Hannan: „The EU is now recognised as a state under international law“ . Telegraph .co .uk 16 . júlí, 2010: http://blogs .telegraph .co .uk/news/ danielhannan/100047505/the­eu­is­now­recognised­as­a­ state­under­international­law/ 4 „Montevideo Convention on the Rights and Duties of States“ . Council on Foreign Relations: http://www .cfr .org/ sovereignty/montevideo­convention­rights­duties­states/ p15897 meirihluta að fresta því að taka ákvörðun í málinu .5 Sú staðreynd að Evrópusambandið er á síðustu metrunum við að koma sér upp eigin utanríkisþjónustu með tilheyrandi sendiráðum um allan heim er annað dæmi um viðleitni sambandsins til þess að taka sér smám saman stöðu ríkis . Ólíklegt verður að telja að til lengdar verði rekið tvöfalt kerfi utanríkisþjónustu Evrópusambandsins og síðan samhliða henni utanríkisþjónustur hvers ríkis sambandsins en forystumenn innan Evrópusambandsins hafa raunar sum­ ir hverjir þegar sagt opinberlega að smám saman muni sjálfstæðar utanríkisþjón ust ur ríkjanna heyra sögunni til .6 Fjölmargir forystumenn og aðrir áhrifa­ menn innan Evrópusambandsins hafa á liðnum árum kallað eftir í auknum mæli að sambandinu yrði formlega breytt í eitt ríki . Þannig sagði Joschka Fischer, fyrrum utanríkisráðherra Þýzkalands, í janúar 2011 að eina leiðin til þess að tryggja áhrif Evrópusambandsins í heiminum væri að breyta því í Bandaríki Evrópu („United States of Europe“) . Ummæli Fischers voru í tilefni af stofnun sérstakra samtaka áhrifamanna innan Evrópusambandsins sem vilja sjá sambandinu breytt í sambandsríki .7 Þess má geta að önnur slík samtök hafa lengi verið til og kallast þau The European Movement og teygja anga sína meðal annars til Íslands, en Evrópusamtökin íslenzku eru aðili að þeim samtökum . Meginmarkmið The European Movement er að breyta Evrópusambandinu í sambandsríki eða eins og það er orðað á heimasíðu þeirra „united, federal Europe“ .8 5 „EU bid for more rights at UN suffers surprise defeat“, Euobserver .com 15 . september 2010: http://euobserver . com/?aid=30807 6 „All British embassies face closure“ . London Evening Stand ard 18 . febrúar 2005 . http://www .thisislondon .co .uk/ news/article­16697944­all­british­embassies­face­closure .do 7 „Joschka Fischer: United States of Europe is the only way to preserve EU influence“ . Euobserver .com 13 . janúar 2011 . http://euobserver .com/?aid=31634 8 „Objectives“ . Europeanmovement .eu . http://www .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.