Þjóðmál - 01.03.2011, Page 76
74 Þjóðmál VOR 2011
að halda fyrirtækjasköttum háum og ótti
þeirra við að önnur ríki innan sambandsins,
einkum í AusturEvrópu, gætu laðað til sín
fyrirtæki með hagstæðara rekstrarumhverfi .
Vilji hefur því verið til þess, ekki sízt hjá
stjórnvöldum í Þýzkalandi, að koma þannig
í veg fyrir skattalega samkeppni á milli ríkja
Evrópusambandsins .
Nú þegar er ákveðin samræming til staðar
varðandi virðisaukaskatt en ríki Evrópu sam
bandsins verða að hafa virðis auka skattprós entu
sína á bilinu 15–25% á allar vörur og þjónustu
með fá einum undantekningum . Breyt ingar á
fyrir komulagi skattamála innan sam bands
ins krefjast einróma samþykkis allra ríkja
þess .12 Eitt prósent af skattstofni virð is auka
skatts ríkjanna rennur síðan beint til reksturs
Evrópusambandsins til viðbótar við hlutdeild
sambandsins í landsframleiðslu ríkj anna og
tollatekjur .13 Evrópusambandið hefur sótt
það stíft að geta lagt beina skatta á þegna ríkja
sambandsins til þess að fjármagna starfsemi
sína án milligöngu ríkjanna en ekki hefur
orðið af því enn . Heimild til þess er hins vegar
að finna í Stjórnarskrá Evrópusambandsins .14
Frjáls markaður?
Margir hægrimenn hafa velt upp þeirri spurningu hversu frjáls markaður
eins og innri markaður Evrópusambandsins
raunverulega er þegar hann býr við jafn mikið
regluverk og miðstýringu og raun ber vitni .
Heildarregluverk sambandsins telur í dag um
100 þúsund gerðir af ýmsum gerðum .15 Til
samanburðar má geta þess að í gildi á Íslandi
í dag eru um 5 þúsund gerðir, þar af um eitt
þúsund lög og um 4 þúsund reglugerðir .
Inni í þeim fjölda er allt það regluverk
12 „Value Added Tax, VAT“ . Euabc .com . http://en .euabc .
com/word/941
13 „Own income/Own resources“ . Euabc .com . http://
en .euabc .com/word/768
14 „Taxation“ . Euabc .com . http://en .euabc .com/word/897
15 „Number of laws“ . Euabc .com . http://en .euabc .com/
word/2152
Evrópusambandsins sem tekið hefur verið
upp hér á landi í gegnum samninginn um
Evrópska efna hagssvæðið (EES) .16
Ef Ísland gengi í Evrópusambandið er
ljóst að landið yrði undir langstærstan hluta
heildar regluverks sambandsins sett (hluti
þess á aðeins við um ákveðin ríki innan þess)
og að regluverk í gildi á Íslandi myndi þar
með aukast stórkostlega . Þetta er vissulega
sagt með þeim fyrirvara að lagagerðir hafa
mismikil áhrif og vægi . Þá má geta þess að
sá undirbúningur fyrir inngöngu Íslands
í Evrópusambandið sem hófst í kjölfar
umsóknar ríkisstjórnarinnar miðar einkum
að því að undirbúa stjórnsýslu landsins fyrir
það að geta að lokum tekið upp allt regluverk
sambandsins og starfað samkvæmt því . Með
öðrum orðum að gera stjórnsýsluna þannig
úr garði að hún sé í samræmi við regluverk
upp á tugi þúsunda lagagerða .17
Evrópusambandið hefur síðustu árin
viðurkennt að framleiðsla þess á lagagerðum
er gríðarlegt vandamál eftir að hafa áður
þvertekið fyrir það . Ekki hefur vantað að
forystumenn sambandsins hafi ítrekað sett
fram hástemmdar yfirlýsingar um að bót
yrði ráðin á þessu en þær aðgerðir sem
gripið hefur verið til fram til þessa hafa litlu
sem engu skilað . Þeir sem fengnir hafa verið
af Evrópusambandinu til þess að semja
áætlanir um það hvernig bregðast megi við
vandanum hafa kvartað yfir takmörkuðum
áhuga ráðamanna sambandsins á málinu .18
Þáverandi yfirmaður iðnaðar og frum
kvöðlamála í framkvæmdastjórn Evrópu
16 Sjá . Reglugerd .is og lagasafnið á Althingi .is .
17 Sjá t .d . minnisblað fyrir utanríkismálanefnd Alþingis
dags . 25 . ágúst 2010 en þar segir m .a . að markmið eitt með
aðstoð Evrópusambandsins við undirbúning fyrir inngöngu
Íslands sé „að styrkja stjórnsýsluna til að hún geti tekist
á við þær breytingar sem innleiðing ESB löggjafarinnar
(acquis communautaire) hefur í för með sér .“ Minnisblaðið
má nálgast hér: http://www .eldhorn .is/hjorleifur/vett2010/
IPAMinnisblad .doc
18 „Red tape unit lashes out at Charlie McCreevy“ .
Euobserver 23 . september 2008 . http://euobserver .
com/?aid=26788