Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 91
Þjóðmál VOR 2011 89
hitt þá Herbert og Smára skömmu eftir
komuna til Reykjavíkur .
Hinn 28 . nóvember 2009 [ 29 . nóvember
var sunnudagur 2009] hafi þeir Assange ver
ið gestir Egils Helgasonar „Iceland´s most
famous talkshow host“ . Fyrir þáttinn hafi
þeir á kaffihúsi lýst fyrir Agli áhuga sínum
á því að gera Ísland að öruggu skjóli í þágu
fjölmiðlafrelsis með framsæknustu fjöl miðla
löggjöf í heiminum og spurt hvort þeir
mættu kynna hugmyndina í þætti hans . Agli
hafi svelgst á kaffinu þegar Assange hreyfði
hugmyndinni við hann og á augnaráði hans
hafi þeir skilið, að þeir gætu lýst hugmynd
sinni í þættinum . DB segir að þátturinn hafi
heppnast mjög vel og eftir hann hafi þeir
orðið þjóðkunnir á Íslandi . „We were stars,“
segir hann . Þeir hafi þó að mestu haldið sig á
Kaffi Rót í Hafnarstræti .
Á ráðstefnu FSFI hafi þeir hitt Birg ittu Jóns
dótt ur . Hún var meðal ræðu manna sam kvæmt
aug lýs ingu FSFI . Þeir Wiki Leaksfélagar fóru
með henni út að borða að fundar störf um
lokn um . Assange fékk strax áhuga á henni þar
sem hún var þingmaður að sögn DB .
Assange og DB héldu frá Íslandi fyrir
jól en sneru aftur í janúar 2010 til að
semja IMMI, Icelandic Modern Media
Initiative . Þá leigðu þeir íbúð á Fosshóteli
(á horni Ingólfstætis og Skúlagötu), sem
Forsíða íslensku þýðingarinnar á bók bresku blaðmannanna hjá
The Guardian, WikiLeaks – Stríðið gegn leyndarhyggju, sem
Veröld gaf út fyrr á þessu ári .
DB segir að Assange hafi getað fengið á
ótrúlega lágu verði . Þar bjuggu einnig Rop
Gongrijp frá Hollandi, Jacob Appelbaum
frá Bandaríkjunum og Folkert frá Hong
Kong . Þeir komu allir, ekki endilega á sama
tíma, til að vinna að IMMI með Birgittu,
Herberti og Smára .
DB segir þá Assange hafa orðið fyrir dap
ur legri reynslu í heimsókn á alþingi . Þeir
ímynduðu sér að þeim gæfist færi á að hitta
að minnsta kosti helming þingmanna og
lýsa fyrir þeim IMMIhugmyndinni . Þegar
á hólminn kom sóttu aðeins tveir þing
menn auk Birgittu kynningarfundinn, sem
IMMImennirnir höfðu búið sig undir
dögum saman .
Á meðan þeir dvöldust á Íslandi í þetta skipti
magnaðist spenna milli DB og Assange .
DB hélt til Berlínar en Assange dvaldist
áfram á Íslandi og hóf gerð myndbandsins
„Collateral Murder“ um atvik í Bagdad þar sem
skotið var á borgara og starfsmenn Reuters
frétta þjón ustunnar . Þar komu Birgitta og
Rop við sögu auk þriggja Íslendinga sem DB
segir að hafi einkum sinnt tæknilegri hlið
málsins . Tveir íslensku samstarfs mann anna,
Krist inn Hrafnsson, frétta maður, og Ingi
Ragnar Inga son, kvik myndar gerðarmaður,
hafi á þessu stigi forframast og orðið félagar
í Wiki Leakshópnum . Kristinn hafi áttað sig
á því hvaða gildi WikiLeaks hafði fyrir hann
sjálfan sem blaðamann . Hann sé nú nýr
talsmaður WikiLeaks . Telur DB að Kristinn
hafi tengt Inga hópnum og síðan „sautján
ára piltinn sem varð þegar á leið einskonar
persónulegur aðstoðarmaður“ Assange . DB
segist aldrei hafa áttað sig á því hvert væri
hlutverk piltsins .
Í bókinni segir hvorki frá nafni hins
sautján ára pilts né hvað hann vann sér til