Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 94

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 94
92 Þjóðmál VOR 2011 Í báðum bókum er í stórum dráttum greint frá efni þess sem birt hefur verið fyrir tilstuðlan WikiLeaks . Bækurnar snúast þó í raun að mestu um umgjörðina . Blaðamennirnir skrifa um málið frá sínum sjónarhóli og hvernig þeir unnu að birtingu skjalanna og að því viðhalda tengslum við Assange . DB segir söguna frá sínum sjónarhóli og lýsir innri átökum sínum vegna tengslanna við Assange sem hann í senn dáir og þolir ekki . Hér skal engu spáð um hvert framhaldið verður . OpenLeaks er að fara af stað undir forystu DB með þátttöku tæknimannanna sem sáu um WikiLeaks . Assange berst fyrir sakleysi sínu og frelsi . Kristinn Hrafnsson og ef til vill hinn sautján ára íslenski piltur eru nánustu samstarfsmenn hans . Assange býr á sveitarsetri velgjörðarmanns fyrir utan London . Enn er óljóst hvort hann verður framseldur til Svíþjóðar, þar sem þess er krafist að hann svari til saka . Helsti heimildarmaður WikiLeaks bíður þess að verða dreginn fyrir herrétt í Banda­ ríkjunum . Birgitta Jónsdóttir er flækt í mála­ ferli í Bandaríkjunum vegna aðildar sinnar að gerð myndbandsins „Collateral Murder“ . Íslenska þýðingin á blaðamannabókinni ber þess merki að hún hefur verið gerð í flýti, frumtextinn er auk þess hraðsoðinn . Farið er hratt yfir stórt svið en þó almennt skilmerkilega . Bókin ber sama blæ og blaða­ mannabækur um eigin afrek, að leitast er við að gera meira úr hlutum en ella væri gert . DB gaf bók sína upphaflega út á þýsku, þannig að enski textinn sem ég las er því þýddur, þótt hann beri þess ekki endilega merki . Frásögnin er greinargóð og lýsingar á staðháttum og atvikum á Íslandi eru á þann veg að eykur traust íslensks lesanda á nákvæmni höfundar . Bók DB, eins og hún kom út í Banda­ ríkjunum, er mun glæsilegri en blaða­ manna bókin á íslensku, en engu er líkara en að íslenski útgefandinn hafi leitast við að útgáfa sín yrði sem ódýrust . Í hvorugri bókanna er nafnaskrá sem er galli . Útgáfa þessara tveggja bóka sýnir að höfundar og útgefendur hafa talið markað á heimsvísu fyrir þær vegna þeirrar athygli sem WikiLeaks hefur vakið í fjölmiðlum . Hugsanlegt er að þar sé sögð saga, sem er í raun lokið . Vopnabræður segja frá Tony Blair: A Journey, Hutchinson, London 2010, 624 bls . George W . Bush: Decision Points, Crown, New York, 512 bls . Eftir Stefán Gunnar Sveinsson Nú fyrir jól komu út ævisögur tveggja mjög ólíkra manna, sem urðu að banda mönnum . Tvíeykið Bush og Blair hefur mátt þola ýmiss konar móðursýkisköst af hálfu skoðanaelítunnar undanfarin ár, og ýmis algild sannindi orðið til eins og að Bush sé slef andi hálfviti og Blair kjölturakki og „ný frjáls hyggjumaður“ sem hafi eyðilagt breska Verka mannaflokkinn . Skemmst er að segja frá því að ævisögur þeirra gefa allt aðra mynd en al gildu sannindin sem höfð hafa verið í hámæli . Báðar bækurnar eiga það sameiginlegt að vera vel skrifaðar á auðlæsilegri ensku, sér­ staklega þó bókin um Bush . Báðar bækurnar nota sem viðmið ákveðnar ákvarðanir eða at burði til þess að varða leiðina og báðir höf undar eru greinilega vel meðvitaðir um að afar fáir hafa áhuga á að lesa ævisögu stjórn málamanns til þess að fá langa lýsingu á uppvexti og skólagöngu hans, og fara því hratt þar yfir sögu . George W . Bush er efalaust einn um deild­ asti forseti sem Bandaríkjamenn hafa átt, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.