Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 95

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 95
 Þjóðmál VOR 2011 93 hefur undirritaður ekki endilega verið í hópi mestu aðdáenda hans, allavega ekki hin síðari ár . Fyrsti áfanginn á leið Bush er ákvörðunin um að hætta að drekka, en án þeirrar ákvörðunar hefði að hans eigin sögn engin önnur ákvörðun í bókinni verið möguleg . Bush rekur sig síðan í gegnum hvert vandamálið sem þurfti að takast á við á þeim átta árum sem hann var forseti, allt frá banni á stofn frumu­ rannsóknum til ákvarðana sem hann þurfti að taka í aðdraganda fjármálakrísunnar sem enn setur mark sitt á alþjóðamálin . Skiljanlega eru utanríkismál fyrirferðamest . Bush lýsir því yfir að hann hefði helst viljað vera forsetinn sem bætti mennta mál Banda­ ríkjanna . Atburðirnir 11 . sept ember hefðu breytt því . Lesandinn fær mjög glögga mynd af því hvern ig sá atburð ur mótar forseta tíð Bush á fleiri en einn vegu . Bush fjallar einnig ítarlega um þann atburð sem helst skemmdi forsetatíð hans í hugum samlanda hans, þau skammarlegu viðbrögð sem urðu þegar felli bylurinn Katrína lagði New Orleans og nær sveitir í rúst . Bush biðst afsökunar á við brögðum alríkisstjórnarinnar, en bendir jafnframt á að vandamálið fólst einkum í því að alríkisstjórnin gat lítið gert í fyrstu eftir að fylkisstjóri Louisiana hafði hafnað aðstoð í upphafi . Upp kom sú staða þar sem hver mínúta skipti sköpum í viðbrögðum, en enginn vissi hver hafði heimild til þess að taka til aðgerða . Þetta var skammarleg stund fyrir Bandaríkin og Bush viðurkennir það . Full ástæða er til þess að lesa bók Bush . Eflaust mun hún ekki breyta áliti lesandans á einum mest umdeilda stjórnmálamanni síðustu ára, en hún mun veita honum nýja sýn á þær ástæður sem lágu að baki ákvörðunum hans . Bush, sem er sjálfur sagnfræðingur að mennt, bendir á að enn sé of snemmt að fella lokadóminn um forsetatíð hans, en er feginn að hann verður sjálfur löngu horfinn á braut þegar dómur sögunnar fellur . Bók Blairs er byggð upp á svipaðan hátt, áherslan er meira á einstaka atburði og vendipunkta og ákvarðanir þær sem þurfti að taka heldur en tæmandi lýsing á öllu sem á daga Blairs hefur drifið . Rauði þráðurinn í frásögn Blairs er „ferðalagið“ sem titill bók ar innar vísar til . Hann veltir t .d . fyrir sér hvaða áhrif dauði Díönu hefði haft á ríkis stjórn hans hefði hann átt sér stað nokkrum árum síðar, þegar vinsældirnar fóru dvín andi, en ekki svo að segja á hveitibrauðsdögunum í kjölfar kosninganna 1997 . Blair er meðvitaður um það að stjórnarseta er löng vegferð og að menn geta breyst mikið á þeirri leið . Frásögn hans er á köflum stórskemmtileg . Má t .d . nefna lýsingu hans á fjöldafundi í kjölfar þingkosninganna 1983, þar sem Verkamannaflokkurinn beið afhroð . Þá strax vissi Blair að flokkur sinn myndi aldrei sigra kosningar ef hann héldi áfram á þeirri braut og sagði það hreint út . Hann uppskar lítið annað en þögn og vanvirðingu eigin kjósenda, sem töldu hann greinilega vera einhvern Oxford­menntaðan spjátrung sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.