Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015
UM ALLT LAND
GRINDAVÍK
Alls fara 11,4% af kvóta
fiskveiðiársins sem hófst
ber til Grindavíkur. Aukn
milli ára er eitt prósentus
þessu fara Grindvíkingar f
Eyjamönnum sem ráða nú
úthlutunarinnar, en það er
samdráttur milli ára.
SEYÐISFJÖRÐUR
Umsjónarmenn vefsetursins The culture
trip hafa tilgreint Seyðisfjörð sem einn af tíu
þjóðle
sem
áhu
mennin
Einnig k
Vík í M
og Selfoss.
AFJ
B
AKUREYRI
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í vikunni bókun Njáls
Trausta Friðbertssonar þar sem ítrekað er mikilvægi
sett
Akurey
sé forsenda
byggja upp öflugt atvinnulíf á
Norðurlandi, ferðaþjónustu sem
og aðrar greinar.
LAUGARVATN
Nemendur við
Menntaskólann á
Laugarvatni á nýju
skólaári eru alls 151. Það
eru 52 í 1. bekk og hann
er fullsetinn, í 2. bekk
eru 23, í þeim þriðja 32
ða bekk eru 4
Efnt verður til kosninga í haustum nýtt nafn á Skeiða- ogGnúpverjahreppi í upp-
sveitum Árnessýslu. Málið var til
umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar
á dögunum og þar
voru línur lagðar.
Framhald málsins
verður í stuttu
máli sagt þannig
að nú í september
verður dreifibréf,
þar sem auglýst
verður eftir til-
lögum um nafn á
sveitarfélagið, sent
á öll heimili þess. Samhliða verði
auglýst í héraðsblöðum eftir til-
lögum að nafni. Í auglýsingu komi
fram hvernig nöfnin sem kjósa á um
verði valin. Frestur til að skila inn
tillögum að nafni verði til 20. októ-
ber.
Á nóvemberfundi sínum mun
sveitarstjórn svo fara yfir fram-
komnar tillögur að nöfnum. Þau sex
nöfn sem flestar tillögur hljóta skal
verða kosið um í fyrri umferð kosn-
inganna að fengnu samþykki Ör-
nefnanefndar. Komi færri tillögur
en tíu skal kjósa um þau öll. Ef það
nafn sem flest atkvæði hlýtur, fær
innan við 50% atkvæða skal kjósa
aftur um þau tvö nöfn sem flest at-
kvæði hljóta.
Umdeilt frá fyrstu tíð
Miða skal við að fyrri kosning fari
fram eigi síðar en 1. desember. Ef
kjósa skal tvisvar skal miða við að
seinni kosningin fari fram eigi síðar
en 15. desember á þessu ári.
Skeiða- og Gnúpverjahreppar
voru lengi sitt sveitarfélagið hvort
en voru sameinuð í eitt árið 2002.
Þá var ákveðið að fara ákveðna
millileið með nafngift á nýrri sam-
einaðri byggð og niðurstaðan varð
Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
„Þetta hefur verið umdeilt allt frá
fyrstu tíð. Mörgum finnst sem svo
að nafnið þyrfti að vera þjálla.
Sveitarstjórn ákvað því að kanna
viðhorf íbúanna formlega og fara í
framhaldi í þessa kosningu nú í
haust,“ segir Kristófer A. Tóm-
asson, sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, í samtali við Mor-
unblaðið.
Mörk Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps í austri og suðri, allt frá jökl-
um, liggja um Þjórsá. Margir hafa
bent á að rökrétt sé að sveitarfélag-
ið væri kennt við ána og ýmis nöfn í
því samhengi hafa verið nefnd.
Kosning er æskileg
„Þjórsárhreppur, Þjórsárbyggð, og
Þjórsársveit eru allt nöfn sem heyr-
ast nefnd og mér finnst ekkert ólík-
legt að sé vilji samkvæmt nið-
urstöðum kosninga til þess að
breyta nafninu, verði eitthvert
Þjórsárnafn fyrir valinu,“ segir
Kristófer. Hann bendir hins vegar á
að ýmsir telji að nafnabreyting nú
sé óþarfa umstang, því enn víðtæk-
ari sameining sveitarfélaga á Suður-
landi en þegar er orðin sé líkleg á
næstu árum. Ef það gangi eftir
þurfi eitt nýja nafnið enn. Kristófer
bendir hins vegar á að ekkert sé
fast í hendi í sameiningarmálum og
á meðan sé kosning um nýtt nafn
æskilegt mál.
SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPUR
Sveitin við
Þjórsá fái
nýtt nafn
LIÐLEGA 500 MANNS BÚA Í SKEIÐA- OG GNÚPVERJA-
HREPPI. ÍBÚA Á MEÐAL ERU SKIPTAR SKOÐANIR UM NAFN
SVEITARFÉLAGSINS OG NÚ STENDUR TIL AÐ LEIÐA ÞAÐ
MÁL TIL LYKTA Í ALMENNUM KOSNINGUM.
Hagi er í mynni Þjórsárdals og blasir við frá þjóðveginum, þegar ekið er í átt að Búrfellsvirkjun og þaðan svo áfram inn á
hálendið. Hér er virkilega staðarlegt heim að líta og bæjarhúsin eru máluð rauð og hvít eins og víða í sveitum landsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjall er stórbýli á Skeiðunum og stendur undir suðurhlíðum Vörðufells.
Kristófer Arnfjörð
Tómasson
* Listin er manninum lífsnauðsynleg og þaðsem greinir okkur frá öðru lífi á jörðinni. Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í Kvennablaðinu.
Landið og miðin
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
sbs@mbl.is