Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 41
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
vildi ekki trufla þau. Lilja verður með mér
áfram en kemur heim aðeins á undan mér.
Mig minnir að ég komi heim 18. september
til að vera viðstaddur Íslandsfrumsýn-
inguna.“
– Er of snemmt að spyrja hvaða þýðingu
Everest kemur til með að hafa fyrir þig sem
leikstjóra?
„Það er ómögulegt að meta það. Mér eru
að bjóðast mörg spennandi verkefni en það
var reyndar orðið þannig áður en Everest
kom út. Ef að líkum lætur dregur ekki úr
því. Sumir segja að Everest muni opna mér
alveg nýjar dyr, til dæmis Hollywood Repor-
ter og Deadline Hollywood, stærsti kvik-
myndavefurinn vestra. Við sjáum til. Maður
tekur bara eitt skref í einu. Kannski kem ég
bara heim og geri næstu mynd.“
– Þú ert þá líklega endanlega kominn á
þann stað á þínum ferli að þú getur valið að
gera þær myndir sem þú vilt helst gera
sjálfur?
„Klárlega. Og mun gera það.“
– Er einhver alvara í því að gera næstu
mynd á Íslandi?
„Það getur vel verið. Reyndar mjög lík-
legt. Ég hef verið að plana að gera mynd
sem heitir Eiðurinn sem ég skrifaði hand-
ritið að í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson.
Það er mjög spennandi verkefni. En það eru
líka nokkur stór tilboð á borðinu og spurning
hvenær ég kemst í að taka ákvarðanir þar
um. Þá er verið að vinna í handritum að
þremur stórum myndum sem ég hef þegar
gert samning um að leikstýra úti. Það eru
alltaf einhverjar þreifingar í gangi.“
Víkingamyndin efst í huga
– En hvað langar þig sjálfan mest að gera
næst?
„Mig langar alltaf að gera víkingamyndina
mína og unnið er að því verkefni á fullu. En
ég vil ekki gera hana fyrr en allt er tilbúið.
Bill Nicholson, sem skrifaði handritið að Gla-
diador og Everest, er vinna með mér að
handritinu núna.“
– Hefurðu áhuga á að gera fleiri myndir
sem byggjast á sönnum atburðum?
„Já, ekki spurning. Svo lengi sem sagan
höfðar til mín.“
– Þú hefur mikið fengist við klassík í leik-
húsinu. Finnurðu fyrir þörf eða þrýstingi til
að sigla í þá átt á hvíta tjaldinu?
„Ekkert endilega. Alla vega ekki klassískt
leikverk. Það höfðar ekki til mín að gera
Shakespeare í bíó.“
– Sumir hafa reynt það.
„Já, já. Og eru ennþá að. Það er ný Mac-
beth mynd á leiðinni. Þetta er samt ekki
minn tebolli. Ég hef fengið mína útrás fyrir
klassíkina í leikhúsi.“
– Finnst þér hún gera sig betur á sviði?
„Ekkert endilega. Baz Luhrmann-myndin,
Rómeó og Júlía, var til dæmis hrikalega
flott. Ég fílaði hana í tætlur. Líka Ríkharður
III sem látin var gerast á tímum Hitlers.
Það var sniðug nálgun. Það er alveg hægt að
gera þetta en ég hef bara ekki verið að leita
eftir því. Maður veit samt aldrei. Kannski
kemur upp eitthvað frábært verkefni sem
maður getur ekki hafnað. Það sem ég varast
mest er að endurtaka mig. Mig langar ekki
að gera alltaf sömu myndina. Þá lenda menn
í pytti og verða fyrirsjáanlegir.“
– Í þeim skilningi ertu dálítið „hættu-
legur“ leikstjóri. Maður veit aldrei hvað
kemur næst.
„Og ég veit það ekki einu sinni sjálfur.“
Athyglin ekki óbærileg
– Finnurðu fyrir því að fólk sé farið að
þekkja þig betur úti í hinum stóra heimi?
„Já, aðeins. Sérstaklega eftir þetta enda
hef ég tekið meiri þátt í kynningunni á Eve-
rest en hinum myndunum. Fram að þessu
hefur þetta meira snúist um stjörnurnar.
Þessi athygli er samt ekkert óbærileg. Ég
hef litlar áhyggjur af þessu.“
– Það er væntanlega framleiðandi mynd-
arinnar sem fer fram á það að þú sért sýni-
legri í kynningarferlinu?
„Já, það er allt samningsbundið. Svo vill
maður auðvitað gera allt sem í manns valdi
stendur til að ýta myndinni áfram. Standa
með henni.“
– Hefurðu komið áður til Feneyja?
„Nei, aldrei.“
– Hvernig verkar þessi sögufræga borg á
þig?
„Þetta er stórkostleg borg. Við áttum einn
frídag hérna og við Lilja notuðum hann til
að skoða og sigla gegnum öll síkin. Feneyjar
eru með miklum ólíkindum.“
– Gætirðu hugsað þér að gera mynd
þarna?
„Já, hvers vegna ekki? Ef efnið er gott og
hentar mér. Borgin er mjög myndræn enda
hefur hún verið mynduð í bak og fyrir.“
– Svo við drögum þetta nú saman. Get-
urðu lýst því hvernig þér líður á þessu
augnabliki, þegar þú ert rétt búinn að sleppa
nýrri mynd frá þér?
„Þetta er ákveðin óvissa og óöryggi.
Myndin er komin út og nú er ekkert hægt
að gera. Nema vona það besta. Það munu
koma góðir dómir og vondir dómar og alls-
konar koma upp. Það er ekki um annað að
ræða en vera viðbúinn því og halda áfram
með lífið. Þetta er aldrei eins og maður
reiknar með í upphafi.“
– Fyrstu viðbrögð hljóta samt að gleðja
þig.
„Að sjálfsögðu. Mjög svo. Það eru komnir
nokkrir fimm stjörnu dómar, fullt hús, og
það hef ég ekki séð hjá myndunum mínum
áður. Þetta lofar góðu fyrir framhaldið.“
Baltasar Kormákur við
tökur á Everest í fyrra.
Ljósmynd/Universal
Leikararnir John Hawkes, Jason Clarke, Emily Watson, Josh Brolin og Jake Gyllenhaal ásamt Baltasar á rauða dreglinum í Feneyjum í vikunni.
AFP
* Ég geri ekki myndirmeð verðlaun í huga,hvorki Óskarsverðlaun
né önnur. Þá verða þær
allar þannig á bragðið.