Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 E in öflugasta og umdeildasta sjón- varpsstöð Bandaríkjanna, Fox Ruperts Murdoch, hefur þetta sem eitt af slagorðum sínum: Fyrst frétt- ir og svo saga. Ágætlega sniðugt og ekki fráleitt. En ekki er þó öruggt að allar fréttir sem flaggað er um hríð og dæst yfir dægrin löng muni fá mikið rúm í sögunni né þykja hafa haft þýðingu fyrir þróun hennar. Stundum veifa menn því í dægurumræðunni að „sagan eigi eftir að dæma þetta hart“ og eiga þá oft- ast við orð eða athæfi andstæðinganna. Ekki er þó vitað til þess að reynt sé að sannreyna staðhæf- inguna síðar, þegar „sagan“ hefur gefið út þótt ekki sé nema bráðabirgðaúrskurð í málinu. Jötunmennið Winston Churchill var auk margra annarra starfa sinna liðtækur penni, svo ekkert sé ýkt, og afkasta- mikill. Hann framfleytti sér og sínum með skriftum nær alla ævina. Og það þurfti töluvert til, því að maðurinn hafði mikið umleikis og lét eftir sér í mat og einkum drykk. Churchill á að hafa sagt að hann virti mikilvægi hinnar almennu reglu um að laga yrði útgjöld hvers og eins að ráðstöfunartekjum hans, ella færi illa. En hann yrði þó að kannast við það að sjálfur hefði hann oftast haft þann hátt á að laga tekjur sínar að útgjöldunum. Þótt það væri aug- ljóslega óvarlegri regla en gullreglan hefði hún oft- ast dugað sér bærilega og hefði það fram yfir hina að vera svo miklu notalegri. Churchill gat þess sjálfur eftir að hann hóf sigl- inguna inn í sólarlagið að segja mætti að ævi sín hefði ekki verið með öllu viðburðasnauð. Sú lýsing er klassískt dæmi um breskt „understatement“. Þótt ævi Churchills yrði deilt niður á svo sem tíu ólíka einstaklinga í sanngjörnum bitum væri ekki of- mælt að hver og einn þeirra hefði átt viðburðaríka ævi. Stjórnmálaþátttaka hans ein, afrek hans – og mis- tök – hefði dugað slíkum tíu manna hópi til vottorðs um viðburðaríkt líf. Það hefði þátttaka hans sem stríðsfréttaritari og hermaður, þar sem eldurinn brann heitast hverju sinni, einnig gert. Churchill sagði að mun betra væri að skapa fréttir en að skrifa þær, að vera leikarinn á sviðinu fremur en gagnrýn- andinn úti í sal. Og afköst hans á ritvellinum eru einnig meiri en tíu velsettir menn á þeim velli gætu sameiginlega verið stoltir af. Meðal ritverka Churc- hills eru sex bindi um Fyrri heimsstyrjöldina, þá fjögurra binda verk um forföðurinn, hertogann af Marlborough, og sex binda verk um sögu Heims- styrjaldarinnar síðari og er þó fjarri því að allt sé talið. Churchill fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1953 en fullyrt er að hann hefði frem- ur kosið að fá Friðarverðlaun Nóbels. Tvíeggjuð fyrirmynd Og þrátt fyrir þessar staðreyndir er fullyrt að Win- ston Churchill hafi drukkið a.m.k. eina flösku af vis- kíi á dag á hverju fullorðinsári sínu og oftast nær einnig ríflega viskímagnið af Pol Roger-kampavíni og svo auðvitað rautt vín og hvítt og eðalkoníak eftir því sem við átti. Churchill gat, þrátt fyrir afköst sín á þessu sviði, iðulega sagt að hann hefði skömm á drukknum mönnum, án þess að það þætti það öf- ugmæli úr hans munni. Churchill var á sinni tíð einna mest ljósmyndaði maður veraldar, en sárafáar Látum okkur sjá, sögðu þeir og drógu myrkvunar- tjöldin fyrir * Vissulega er skop iðulega stórhluti af inntaki slíkra mynda.En þær eiga sér margar aðrar hlið- ar. Tilveruréttur þeirra er kannski fyrst sá að „mynd segir meira en mörg orð“. Reykjavíkurbréf 04.09.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.