Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 13
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Áætlað er að slátra allt að 90 þúsund fjár í sláturhúsi KVH á Hvamms- tanga nú á haustmánuðum. Síðsum- ars voru teknir nokkrir stakir slát- urdagar en vertíðin hefst af fullum krafti strax eftir helgina, þann 7. september og þarf um 130 manns í vinnu til að sinna úthaldinu sem stendur fram í nóvember, að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, fram- kvæmdastjóra sláturhússins. Þokka- lega gengur að fá fólk til starfa, en meðal þeirra sem mæta eru slátr- arar frá Nýja-Sjálandi sem eru þrautreyndir í sínu fagi og eftirsóttir fagmenn til starfa í slátúrúsum víða um lönd. Sláturhúsmenn á Hvammstanga eru í viðskiptum við bændur meðal annars í Húnavatnssýslum, Borg- arfirði og Dölum. Misjafnlega hefur viðrað á þessum slóðum að undan- förnu sem ræður miklu um gras- sprettu og hvernig fé gengur fram. Meðalfallþungi lambadilka hefur á síðustu árum verið um 16 kíló en tíð- arfarsins í sumar vegna ætla kunn- ugir þó að hann verði hugsalegt eitt- hvað minni í ár og ráða þar framangreinar ástæður. sbs@mbl.is HVAMMSTANGI Ærnar húnvetnsku renna eina slóð og taka jafnvel fjörlegt stökk í spori sínu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fallþungi trúlega minni Vaskur hópur fólks, nemendur og kennarar Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi, tóku til hendi í Múlakoti í Fljóts- hlíð í vikunni og gerðu gangskör við tiltekt í gamla skrúðgarðinum þar. Garðurinn er einn elsti blóma- garður landsins. Guðbjörg Þorleifs- dóttir byrjaði að rækta hann árið 1897. Í vikunni voru örfá gömul tré í garðinum felld, rót- arhnyðjur teknar upp og beð endur- hlaðin og þeim breytt lítillega. Flóran í Múlakotsgarði er fjölbreytt. „Að vinna í garðinum hér þykir Reykjafólki frábært tækifæri, enda er garðurinn einstakur í sinni röð. Það var gaman að fá stóran hóp hing- að í Múlakot til að leggja okkur lið,“ segir Sigríður Hjartar í Múlakoti við Morgunblaðið. Íbúðarhúsið í Múlakoti, sem er innarlega í Fljótshlíðinni, var reist í nokkrum áföngum á árunum 1898 til 1946. Þetta er stórhýsi sem stendur á rústum torfbæjar fyrri alda. Alls 27 vistarverur eru í byggingunni og þarna var rekið eitt fyrsta sveitahót- elið á Íslandi. Endurgerð hússins miðar vel. Mikið er þó ógert sé horft til þess að ætlunin er að í framtíðinni verði þar alhliða menningarsetur, starfrækt á vegum sjálfseignarstofn- unarinnar Gamli bærinn í Múlakoti sem stofnuð var á síðasta ári. FLJÓTSHLÍÐ Gamla bæinn er verið að endur- byggja. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gangskör í garðinum Tekið var rösklega til hendi í Múla- kotsgarðinum fallega nú í vikunni. Sigríður Hjartar Verktakar hafa að undanförnu unnið að malbikun göngustíga í Dimmuborgun í Mývatnssveit. Þessi sérstæða náttúruperla í hrauninu er í eigu Landgræðsl- unnar og hafa starfsmenn stofn- unarinnar haft hönd í bagga um framkvæmd verkefna og lagt þeim lið. Fyrir nokkrum árum var byggt aðstöðuhús og salernisaðstaða í Dimmuborgum auk þess sem tals- verður hluti göngubrauta um svæð- ið var lagður asfalti. Í sumar hefur verið bætt um betur og olíumöl verður lögð á um 600 metra, en þegar er búið að bika annan viðlíka langan spotta á fyrri stigum. Þá verða aðrar göngubrautir í Dimmu- borgir bættar, en stígakerfi svæð- isins er um 6,4 kílómetrar. Vin sem lá undir skemmdum „Þessi vin í hrauninu lá undir skemmtum svo grípa þurfi til að- gerða,“ segir Daði Lange Frið- riksson, héraðsfulltrúi Landgræðsl- unnar á Norðurlandi eystra, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir ánauð í Dimmuborgum vera talsverða en talið er að þangað komi um 200 þúsund ferðamenn á ári, eða um 20% þeirra útlendinga sem landið sækja heim á hverju ári. Þar eru áberandi farþegar skemmtiferðaskipa sem koma til Akureyrar sem gjarnan fara þá í dagsferðir austur að Mývatni. Þessar staðreyndir allar hafa verið fólki ljósar og í krafti þeirra fékkst 40 milljóna króna framlag frá rík- isstjórninni til framkvæmda, það er úr potti sem eyrnamerktur var um- hverfisbótum á fjölsóttum ferða- mannastöðum. Tekið í áföngum „Við höfum tekið þetta í nokkrum áföngum í sumar. Núna fer kannski aðeins að hægja á mesta straumi ferðamanna hingað og þá getum við lokið framkvæmdum við stígana hér og annað sem óklárt er,“ segir Daði sem með sínum mönnum hjá Landgræðslunni nyrðra hefur fjölmörg járn í eld- inum. Þeir hafa í sumar til dæmis unnið að uppgræðsluverkefnum á Þeistareykjum, Hólasandi og á svo- nefndum Norðmel, sem er við nýja veginn vestan við Jökulsá á Fjöll- um sem liggur að Dettifossi. Þá hefur þurft að dytta að land- græðslugirðingum víða í Þingeyj- arsýslunum, en þær eru í það heila um 400 kílómetrar. DIMMUBORGIR Malbikað í hrauninu LEIÐIN UM GÖNGUSTÍG- ANA Í DIMMUBORGUM Í MÝVATNSSVEIT VERÐUR NÚ BETRI, EN ÞANGAÐ KOMA UM 200 ÞÚSUND FERÐA- MENN Á HVERJU SUMRI. Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við framkvæmdirnar í Dimmuborgum. Daði Lange Friðriksson úti á mörk- inni fyrir norðan nú nýlega. Nú um helgina, þá fyrstu í september, býðst hjóla- fólki að fara gönguleiðir í Jökulsárgljúfrum, sem alla jafna eru lokaðar hjólaumferð. Dagskráin er ekki skipulögð, heldur fer hver á sínum vegum. Jökulsárgljúfur Hafin er vinna við dýpkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og til stendur að moka út allt að 80 þúsundum rúmmetra af efni. Aukið dýpi eykur nýtingarmöguleika hafnarinnar og gerir hana mun öruggari fyrir sjófarendur. Þorlákshöfn Dagskrá: 14:00 Setning fundarins, Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. 14:10 „Kynning á smávirkjunarkostum í Dalvíkurbyggð“ Einar Júlíusson og Steinþór Traustason, verkfræðingar frá Mannviti. 14:45 „Raforkuöryggi Eyjafjarðar“, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. 15:00 „Vaxandi eftirspurn eftir rafmagni – Tækifæri fyrir smávirkjanir“ Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Landsvirkjunar. 15:15 Kaffihléi 15:30 „Tækifæri til að beisla vind“ Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku ehf. 15:45 „Tengingar og flutningur orku frá smávirkjunum“ Steingrímur Jónsson, deildarstjóri netreksturs RARIK á Norðurlandi. 16:00 Umræður og fyrirspurnir 16:30 Fundarslit Fundarstjóri: Þorsteinn Björnsson. verður haldinn 8. september kl. 14:00 í Bergi menningarhúsi á Dalvík Fundur um ORKUMÁL OG SMÁVIRKJANIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.