Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 21
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu hér á landi síðustu miss- eri og kvennalandsliðið skaut karlalandsliðinu ref fyrir rass þegar það tryggði sér í fyrsta skipti í sögunni sæti í lokakeppni Evrópumeistaramóts- ins sem fram fór í Finnlandi sumarið 2009. Liðið tapaði öllum leikjum sínum gegn firnasterkum andstæðingum en tónninn var eigi að síður gefinn og fjórum árum síðar var liðið aftur mætt á EM, að þessu sinni í Svíþjóð. Þar vann það sinn fyrsta leik á stórmóti, gegn Hollendingum, og komst áfram í útsláttarkeppnina, þar sem það laut í gras gegn gestgjöfunum. Á UNDAN KÖRLUNUM Á EM Það sætir ekki eins miklum tíðindum að íslenska karlalandsliðið í hand- bolta komist á stórmót og körfubolta- og knattspyrnulandsliðið en „strák- arnir okkar“ hafa nánast verið áskrifendur að slíkum mótum í áratugi. Síð- ast tók liðið þátt í Heimsmeistaramótinu sem fram fór í Katar í byrjun þessa árs og fylgdi nokkur fjöldi stuðningsmanna því þangað. Og líkaði víst vel í hitanum meðan hver lægðin rak aðra við Íslandsstrendur. Næsta stórmót, Evrópumeistaramótið, verður haldið í Póllandi í janúar á næsta ári og verður Ísland meðal þátttökuþjóða. „Strákarnir okkar“ eru í riðli með Króötum, Hvít-Rússum og Norðmönnum og leikið verður í Katowice. Komist liðið upp úr riðlinum liggur leiðin í milliriðil í Kraków. „STRÁKARNIR OKKAR“ TIL PÓLLANDS Kvennalandsliðið í hand- bolta þreytti frumraun sína á stórmóti á Evrópumeist- aramótinu í Danmörku og Noregi árið 2010. Liðið náði ekki að vinna leik á mótinu en fjöldi Íslendinga studdi dyggiilega við bakið á því. Liðið var aftur á fjölunum þegar Serbar voru gest- gjafar 2012 en tapaði aftur öllum sínum leikjum. Liðið gerði mun betur á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 2011, komst upp úr riðli sínum en tapaði fyrir Rússum í sextán liða úrslit- um. GERÐI BETUR Á HM EN EM Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.