Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015
Sýningin MIX verður opnuð í D-sal Hafnar-
húss Listasafns Reykjavíkur í dag, laugardag,
kl. 15. Þetta er sjötta og síðasta sýningin í
sumarsýningarröð Kunstschlager í D-sal
Hafnarhússins. Að þessu sinni eru það lista-
mennirnir Þórdís Erla Zoëga og Þór Sigur-
þórsson sem tefla saman verkum sínum.
„Það er undantekningarlaust ástæða fyrir
því að efast. Er það sem þú sérð það sama og
hinn sér? Hvar byrjar eitt og hvar endar ann-
að, á hvaða tímapunkti á samruninn sér stað
og hvar lýkur honum? Er það sem þú sérð
það sem þig langar til að sjá? Í skörun vit-
undar og skynjunar – þegar tvennt, þrennt,
fimmfalt verður að hinu eina sanna MIX,“
segir m.a. í tilkynningartexta um sýninguna.
SUMARSÝNINGU LÝKUR
KUNSTSCHLAGER
Listafólkið Þórdís Erla Zoëga og Þór Sig-
urþórsson stendur að sýningunni MIX.
Með aðeins fimm röddum og taktkjafti skapar
raddsveitin Face kraftmikla rokkupplifun.
Bandaríska raddsveitin Face heldur tónleika í
Tjarnarbíói í kvöld, laugardag, kl. 21. Með
sveitinni kemur fram söngkonan og fiðluleik-
arinn Greta Salóme Stefánsdóttir, en hún
kynntist meðlimum sveitarinnar á tónleikum
í Denver. Í tilkynningu kemur fram að Face,
sem er frá Boulder í Colorado, hafi 15 ára
reynslu af því að skemmta áhorfendum í
Bandaríkjunum, en sveitin er nú í sínum
fyrsta Evróputúr. „Með aðeins fimm röddum
og taktkjafti skapar sveitin kraftmikla rokk-
upplifun sem verður að heyra til að trúa.“
Sveitin hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í
heimalandi sínu auk þess sem gagnrýnendur
hafa farið lofsamlegum orðum um hana.
TÓNLEIKAR Í TJARNARBÍÓI
RADDSVEIT
Anna Jónsdóttir sópran
kemur fram á tónleikum í
Vatnasafninu í Stykkishólmi
annað kvöld, sunnudag, kl.
20.30. „Eftir frábært sumar
tónleikaferðarinnar „Uppi
og niðri og þar í miðju“, í
hellum, vitum, kirkjum,
ónsnortinni náttúru, verk-
smiðjum, sundhöll, pakk-
húsi, söfnum og lýsistanki, hyggst Anna að nýju
leggja land undir fót. Að þessu sinni flytur hún
íslensk þjóðlög, í töfrandi rými Vatnasafnsins í
Stykkishólmi, þar sem ljós og vatn mynda
magnaða umgjörð um forna texta og tóna.
Anna mun syngja þjóðlögin án meðleiks og
eins og andinn blæs henni í brjóst, segja frá
þjóðlögunum, sögu þeirra og bakgrunni og
hvernig hún tengist þeim,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu. Þar kemur fram að tónleikaröðin hafi
komið í kjölfar útgáfu hljómdisksins Var, sem
var hljóðritaður í Akranesvita og lýsistanki í
Djúpavík og kom út í október sl.
SYNGUR Í VATNASAFNINU
UPPI OG NIÐRI
Anna Jónsdóttir
Menning
H
eimildarmyndin Sjóndeildar-
hringur hefur verið valin til
þátttöku í Toronto Inter-
national Film Festival, TIFF,
en hátíðin fer fram dagana
10. til 20. september. Bergur Bernburg fer
með leikstjórn myndarinnar ásamt Friðriki
Þór Friðrikssyni og segir Bergur það bæði
mikinn heiður og ánægjulegt að myndin skuli
hafa verið valin á hátíðina.
„Að sjálfsögðu erum við
hæstánægðir með að myndin
skuli komast á þessa hátíð
og vonum að það verði til
þess að hún fái enn meiri at-
hyggli,“ segir Bergur en í
myndinni kynna þeir áhorf-
andann fyrir list og lífi
Georgs Guðna Haukssonar,
listamanns, sem var bráðkvaddur árið 2011
aðeins fimmtugur að aldri.
Þegar engum liggur á
Bergur segir samband sitt við Georg Guðna
hafa verið einstakt og hann heillaðist strax af
honum. Það var frásagnarlist hans og viðhorf
sem fönguðu athygli Bergs.
„Ég kynntist Guðna 1991 og heillaðist strax
af þessari heilsteyptu, skýru, jákvæðu og
opnu manneskju sem hann var. Það lá alltaf í
loftinu að hann vissi hvert hann var að fara
og maður hreifst einhvernveginn alltaf með.
Ég heillaðist af hans viðveru og frásagn-
arkunnáttu, ekki endilega vegna þess hvaða
sögu hann hafði í frammi hverju sinni, heldur
vegna hæfni hans í að halda frásögn á lofti,
að halda manni við efnið og leiða mann
áfram. Þegar maður svo horfði á þessi djúpu,
dimmu málverk sem föðmuðu mann og drógu
mann til sín, sameinaðist þetta allt í einhverju
magísku augnabliki og symbiosu, sem maður
lifði á í langan tíma. Þetta endurpeglast líka í
viðhorfi hans til verka. Fyrir honum snerist
þetta ekki allt um hvað maður gerði, heldur
meira hvernig, og viðhorfi manns til verkefn-
isins. Fyrir utan það að vera einstakur lista-
maður, gerði þetta allt það að verkum að
áhugi kviknaði flótlega á að vinna með kvik-
myndina sem miðil gagnvart honum og hans
verkum.“
Ekkert var fastmótað og segir Bergur að
ýmislegt hafi verið rætt og mörgum steinum
verið velt. „Árið 2010 ræddum við kollegi
minn, Bill Rathje, og ég þá hugmynd við
Guðna, að gera mynd um hann. Við höfðum
áður unnið verkefni með honum, m.a. í Santa
Monica og á Listasafni Íslands. Það var alltaf
áhugavert, og yfirleitt þróuðust hlutir meira
og í óvæntari áttir en mann hafði órað fyrir.
Ýmislegt var rætt milli okkar varðandi mynd-
ina, fram og tilbaka og mörgum steinum velt
– og tíminn leið. Engum lá á.“
Óvænt áfall – Georg Guðni kveður
Skyndilegt fráfall Georgs Guðna árið 2011
breytti öllu. Tíminn sem Bergur hélt að væri
fyrir hendi var liðinn. Kvikmynd um Georg
Guðna og verk hans virtist ekki ætla að verða
að veruleika, af augljósum ástæðum. Hug-
mynd um kvikmynd um hann skaut þó aftur
upp kollinum.„Það leið eitt ár frá því að hann
féll fra þar til að hugmyndin um myndina
kom aftur uppá yfirborðið. Forsendur höfðu
augljóslega breyst, en við sáum nýja nálgun á
verkefnið. Magnús Árni Skúlason, sem við
höfum átt í samstarfi við í langan tíma, tengdi
okkur við Friðrik Þór Friðrikson og þannig
byrjaði verkefnið að taka nýja mynd með
breyttum forsendum.“
Þrátt fyrir að verkefnið hafi tekið á sig allt
aðra mynd en upphaflega var ætlað segir
Bergur að menn læri einfaldlega að vinna
með það sem í boði er.
„Þetta er í raun ekkert spurning um hvort
eitt sé auðveldara eða erfiðara en annað.
Maður lærir að vinna með það sem er í boði, í
þessu tilfelli er takmörkunin það efni sem til
var með Guðna. Við sáum fljótlega á hvaða
hátt við mynd-
um nálgast
verkefnið, og
þegar Kvik-
myndamiðstöð
Íslands veitti
myndinni
brautargengi,
byrjuðum við.
Áskorunin lá í
því hvernig
við gátum
bætt við frá-
sögnina í
myndum, í
hans frásögn,
án þess að taka það í afgerandi eða ranga átt.
Hvernig er t.d. hægt að taka myndir af
engu?“
Hvað hefði Georg Guðni gert?
„Það hefur verið haft að leiðarljósi að vinna
myndina i anda Georgs Guðna. Hann var í
eðli sínu afar hógvær maður og var lítið fyrir
prjál og þesskyns fjaðurskúfa. Það má segja
að í hvert skipti sem spurningar hafa vaknað
um útfærslu og efnistök við framleðslu mynd-
arinnar, hafi svarið ávallt legið í; Hvaða við-
horf hefði Georg Guðni haft gagnvart þessu?“
segir Bergur, og þar með hafi það oft rakið
sig sjálft.
Myndin er ekki dæmigerð Hollywood-mynd
og alls engin minningargrein um góðan vin
leikstjórans. Sjálfur lýsir Bergur myndinni
eins og verki eftir Georg Guðna þar sem byrj-
unarreitur og endalok eru óljós.
„Strúktúrinn á myndinni er flatur eða line-
ar. þ.e.a.s. hún er ekki byggð upp á klassísku
Hollywood-frásagnarmódeli, heldur má segja
að áhorfandinn geti í raun byrjað að horfa á
myndina hvenær sem er. Á þann hátt end-
urspeglar hún verk Guðna þar sem maður
ferðast um í lögum og hugmyndum um skynj-
un og veruleika, þar sem hugtök eins og
„byrjunarreitur“ og „endalok“ eru afar óljós.“
Náttúran talar til áhorfandans
Myndin skilur eftir sig mjög sterka mynd af
náttúrunni, bæði í gegnum verk Georgs
Guðna og einnig í notkun leikstjóranna og
framsetningu þeirra. Því vaknar sú spurning
hvort ekki hafi verið erfitt að finna réttu
augnablikin til að fanga náttúruna til samræm-
is verkum Guðna?
„Þetta er allt mjög afstætt, hér er ekkert
„rétt“ eða „rangt“. Við viljum ekki með okkar
náttúrumyndum segja við áhorfandann: „Þetta
er það sem Georg Guðni var að mála“, heldur
viljum við með þeim örva áhorfandann til að
ÍSLENSK KVIKMYND Á TIFF HÁTÍÐINNI
Sjóndeildar-
hringur Georgs
Guðna
HEIMILDARMYND UM LISTAMANNINN GEORG GUÐNA VERÐUR
SÝND DAGANA 10. TIL 20. SEPTEMBER NÆSTKOMANDI. MYNDIN ER
Í LEIKSTJÓRN BERGS BERNBURG OG FRIÐRIKS ÞÓRS FRIÐRIKSSONAR
Vilhjálmur A. Kjartnasson vilhjalmur@mbl.is
* Strúktúr-inn ámyndinni er
flatur eða linear.
þ.e.a.s. hún er
ekki byggð upp
á klassísku
Hollywood-
frásagnarmódeli.
Bergur Bernburg
Eitt af verkum Georgs Guðna sem koma fyrir í
heimildarmyndinni Sjóndeildarhringur.