Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 16
Nú eru nýjar, íslenskar kartöflur fáanlegar í búðum landsmanna. Þær eru fullar af vítamínum og steinefnum og í hýðinu er einnig að finna trefjar. Kartaflan inniheldur mikið magn sykra, mest í formi sterkja sem eru taldar hafa svipuð áhrif og trefjar. Þó að hýðið sé hollt er samt meira en helming allra bætiefna að finna inni í kartöflunni sjálfri, sem og öll næringarefni. Nýjar kartöflur góðar með öllum mat 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Heilsa og hreyfing E línborg Sturludóttir, sóknar- prestur í Stafholti í Borgar- firði, hefur sérstakan áhuga á pílagrímaferðum, bæði fyrr og nú. „Þessi nálgun, að fara gangandi á milli helgra staða, að feta í fótspor genginna kynslóða virðist gefa nútímamanninum svo mikið. Þegar þú ferð hægt yfir ferðu ósjálfrátt inn á við. Þú ert að taka eitt skref í einu og þetta getur orðið einhæft, en þú ert í leiðinni að upplifa náttúruna og fegurðina og þá gerist það eins og af sjálfu sér að þú ferð inn á við. Þú ert með einhverjar tilvistarspurningar og loks fær fólk tækifæri til að hugsa um eitthvað sem það hefur ýtt frá sér ef til vill í langan tíma,“ segir hún. Pílagrímaleið á Íslandi Félagið Pílagrímar sem Elínborg er félagi í hefur síðustu ár staðið fyrir göngu milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts og er gönguleiðin nú merkt þannig að fólk getur farið á eigin vegum. Leiðin er 120 km löng og tekur sex daga og hægt er að gista í svefnpokaplássum á leiðinni. Elínborg hefur síðustu ár verið í samstarfi við fræðimenn og presta á Norðurlöndum sem hafa áhuga á pí- lagrímaleiðum og starfa sem píla- grímaprestar. „Norðmenn eru mjög framarlega á þessu sviði og hafa verið að byggja upp pílagrímaleiðina frá Osló til Niðaróss. Þetta er sam- starfsverkefni kirkjunnar, menning- armála-, lýðheilsu- og ferðamála- yfirvalda í Noregi í samstarfi við og með styrk frá Evrópuráðinu. Nú hefur Gamla pílagrímaleiðin í Nor- egi, Ólafsvegurinn, verið gerð að „menningarvegi“. Þannig að það eru aðilar úr ólíkum áttum sem koma að því að merkja þessa gömlu þjóðleið til að auðvelda fólki að fara hana. Og það er það sama sem við erum að gera hér og viljum gera, að stika gamlar þjóðleiðir sem liggja til helgistaðanna hér, Hóla og Skál- holts,“ segir Elínborg. Gangan hreinsun fyrir sálina Elínborg segir að samkvæmt rann- sóknum séu það aðallega þrír hópar fólks sem leita í pílagrímagöngur. Unga fólkið sem er í ævintýraleit, fólk á miðjum aldrei sem stendur á krossgötum og þarf ef til vill að endurmeta líf sitt og svo roskið fólk sem fer til að horfa um öxl. „Sumir vilja bara kasta frá sér því sem liðið er og taka algjörlega nýja stefnu og þetta er ákveðin hreinsun,“ segir hún. „Eldra fólkið er að gera upp líf sitt, líta til baka og fara yfir lífs- gönguna og sættast við það sem var erfitt og fyrirgefa það sem var gert á hans hlut, fyrirgefa sjálfu sér og hugsa um allt lífshlaupið sitt. Allt er þetta fólk að leita að einhverjum svörum og takast á við tilvist- arspurningar,“ segir hún. „Það ger- ist eitthvað merkilegt á leiðinni. Þú hittir líka annað fólk og ferð að spegla þína eigin reynslu í reynslu annarra. Við þráum öll innihaldsríkt og gott líf og að líf okkar hafi til- gang og merkingu. Og það virðist vera að þetta einhvern veginn mæti þörfum nútímamannsins með sér- stökum hætti,“ segir Elínborg. Við erum gestir á jörðinni Pílagrímagöngur hafa notið vaxandi vinsælda á síðustu árum að sögn Elínborgar. „Pílagrímaferðir hafa verið ástundaðar í aldaraðir í öllum trúarbrögðum. Í frumkirkjunni fá staðir eins og Betlehem og Jerúsal- em sérstaka merkingu fyrir hinn kristna söfnuð og svo þróast þetta og á miðöldum þótti það sjálfsagður hluti af því að lifa trúarlífi að fólk færi í pílagrímagöngur,“ segir hún. Orðið pílagrímur er dregið af lat- neska orðinu pelegrino sem þýðir útlendingur. „Þetta er myndmál, við erum útlendingar í heiminum, við erum gestir á jörðinni en hið raun- verulega markmið okkar er eilífðin. Líf kristins manns er eins og píla- grímsganga frá vöggu til grafar. Eins og vegferð eða ferðalag og stundum leikur allt í lyndi og á öðr- um tímum er mótvindur. Það sem gerist á svona göngu endurspeglar líf okkar, líf allra manna.“ Margt sem fjötrar manninn Jakobsvegurinn er ein frægasta pílagrímaleiðin í dag en hún liggur frá Frakklandi yfir Pýreneafjöllin til Santiago de Compostela á Spáni. Evrópa er full af pílagrímaleiðum og því margar fleiri leiðir í boði. „Það þurfa ekki allir að fara Jak- obsveginn. Það er líka það sem við erum að gera á Íslandi, að búa til pílagrímaleið hér innan lands. Fólk þarf ekki endilega að fara til Spánar til að stíga inn í þessa hugsun. Við getum verið pílagrímar á Íslandi og líka í okkar hversdagsleika. Þetta er hreyfing sem setur ákveðin mál á oddinn eins og asaleysi, kyrrð og frið. Að vera ekki alltaf að búa til stress og streitu. Í kyrrðinni getum við loks farið að hlusta á hvað er að gerast innra með okkur. Líka ein- faldleiki, að reyna að einfalda líf sitt og að gefa af sér og finna til sam- kenndar með öðru fólki,“ segir El- ínborg og nefnir að frelsi sé einnig einn af þáttum í pílagrímshreyfing- unni. „Það getur verið svo margt sem fjötrar okkur, matarfíkn, drykkjusýki, efnishyggja, meðvirkni, allt milli himins og jarðar sem getur fjötrað mennina. Alls konar innri og ytri ástæður. Pílagrímafræðin geng- ur út á það að Guð vill að við séum frjáls og manneskjan takist á við fjötrana og reyni að komast út í frelsið. Og æðruleysið, það þarf að hlúa að æðruleysi. Maður á að keppa að því að ná andlegum þroska, að maður öðlist visku þann- ig maður sé fær um að takast á við það sem gerist í lífinu,“ segir hún. Pílagrímahugmyndafræði Elínborg segir pílagrímagöngur vera fyrir alla. „Þú þarft ekki að vera í neinu ofurformi til að fara í pílagrímagöngu. Það þarf ekki að fara í marga vikna ferð. Það er líka hægt að tileinka sér hugmynda- fræðina án þess að ganga mörg hundruð kílómetra, en það getur hjálpað!“ Elínborg ætlar í stutta pílagríms- göngu um miðbæinn á sunnudaginn og útskýra hugmyndafræðina fyrir samferðamönnum sínum, en allir eru velkomnir með. Gangan byrjar klukkan tíu við Landakotskirkju og endar í Dómkirkjunni þar sem El- ínborg predikar við pílagrímsmessu. Að lifa hófstilltu lífi Elínborg segist sjálf vera að reyna að lifa eftir þessum lífsstíl píla- grímsfræðanna. „Ég er að leggja mig fram að gera það! Þetta er mín glíma, ég þarf á þessu að halda. Ég er engin undantekning frá því sem gengur og gerist. Það er sístætt verkefni að hlúa að æðruleysi og lifa einföldu og hófstilltu lífi. Ég þarf sjálf mikið á þessum boðskap að halda, ég er alveg í neysluheimi nú- tímans,“ segir hún og hlær. PÍLAGRÍMAGÖNGUR BÆÐI FYRIR LÍKAMA OG SÁL Það gerist eitthvað merkilegt á leiðinni Elínborg Sturludóttir segir pílagrímaferðir vera ein leið að innri friði og æðruleysi. Hugmyndafræðina geta allir tileinkað sér, líka þeir sem ekki geta farið í göngur. Morgunblaðið/Ásdís ELÍNBORG STURLUDÓTTIR SEGIR AÐ ÞAÐ SÉ ÁKVEÐINN LÍFSSTÍLL AÐ VERA PÍLAGRÍMUR. FELUR HANN Í SÉR EINFALDLEIKA, FRIÐ, KYRRÐ, FRELSI, ÆÐRULEYSI, ASALEYSI OG SAMKENND MEÐ ÖÐRU FÓLKI. AÐ FARA Í PÍLAGRÍMAGÖNGU ER NÆRANDI FYRIR LÍKAMA OG SÁL OG SAMEINAR HREYFINGU, MENNINGU OG TRÚ. NÚ ER HÆGT AÐ FARA Í SLÍKA GÖNGU Á ÍSLANDI, FRÁ BÆ Í BORGARFIRÐI Í SKÁLHOLT. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Pílagrímaleið á Íslandi Bær Skálholt Lundur Fitjar Borgarnes Botnsdalur Þingvellir  * Búið er að stika gönguleið milli Bæjar íBorgarfirði og Skálholts og er hún merktþannig að fólk getur farið á eigin vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.