Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Fjölskyldan Það getur verið gott fyrir heimavinnandi mæður og feður að fara með ung-börnin sín á foreldramorgna. Þeir eru haldnir í kirkjum víða um land. For- eldramorgnar í Bústaðakirkju eru byrjaðir aftur eftir sumarfrí, en á fimmtu- daginn kemur Sigríður Ósk Fanndal, íþróttafræðingur og þjálfari, í heimsókn. Farðu á foreldramorgna Hrafnhildur Sigurðardóttirog Unnur Arna Jónsdóttirvoru að senda frá sér bók- ina Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga. Þetta er handbók fyrir uppalendur en lögð er áhersla á djúpa öndun, slökun, hugleiðslu og sjálfsstyrkingu. Bókin er skrifuð með grunn- skólabörn í huga þó hún geti nýst stærri hópi. „Þetta er handbók. Það á ekki að lesa bókina frá A til Ö heldur er hægt að taka fyrir einn kafla í einu,“ segir Unnur og það er mikilvægt að velja kafla út frá því hvað hentar hverju sinni en til dæmis er kafli um vináttu, drauma, hamingju, tilfinningar og sjálfsmynd. Með margt í gangi í einu „Dagskrá barna í grunn- og menntaskólum er yfirhlaðin, þau eru útkeyrð, ætla að standa sig vel í skólanum, æfa eins og atvinnu- íþróttamenn og svo þurfa þau að vera félagslega sterk, taka þátt í öllu og eiga marga vini. Það er bara erfitt að standa undir öllu þessu,“ segir Unnur. „Það er svo margt í gangi í einu hjá ungmennum í dag. Þau eru með kveikt á sjónvarpinu, í síman- um, að læra og í samskiptum við vini sína,“ segir Hrafnhildur og bætir við að þetta gangi ekki upp. „Þau eru samt búin að telja sjálf- um sér trú um að þetta sé hægt og jafnvel sannfæra fullorðna um það líka. Við slíkar aðstæður verður einbeitingin af skornum skammti, mistökin verða fleiri og þetta getur leitt af sér kvíða eða áunninn at- hyglisbrest,“ segir Unnur. Þær segja að það sé samdóma álit skólastjórnenda, kennara og foreldra að kvíði sé vaxandi vanda- mál meðal barna og unglinga. „Því er gott fyrir foreldra að geta strax gripið til einfaldra að- ferða eins og öndunar en kostir djúprar öndunar eru að hún eykur súrefnisupptökuna, hægir á hjart- slættinum, lækkar blóðþrýstinginn og hugurinn verður skýrari. Þá eiga börn og unglingar auðveldara með að einbeita sér,“ segir Hrafn- hildur og bætir við að einbeiting- arskortur hjá börnum sé að verða algengari. Þær segja að þessir breyttu sam- skiptahættir hafi mikil áhrif á ung- lingana. „Þau eru með snjallsímann fastan við sig og geta borið sig saman við aðra allan sólarhringinn. Þau sjá hvað hinir eru að gera og með hverjum þeir eru. Samanburð- urinn leiðir til þess að alltof mörg börn eru með brotna sjálfsmynd. Þarna kemur sjálfsstyrkingin inn. Hún er svo mikilvæg og hefur sjaldan verið mikilvægari en í dag. Þess vegna er svo gott að kenna þeim einfaldar aðferðir svo þau hafi tól og tæki í verkfæratöskunni sinni til að takast á þau verkefni sem lífið færir þeim,“ segir Unnur. Efla þarf einbeitingu barna og unglinga Ein leið til að bregðast við einbeit- ingarskorti meðal barna og ung- linga er að nota hugleiðslu. „Til eru margar aðferðir til að kenna hug- leiðslu en við notumst við hug- leiðslusögur en þær gagnast börn- um og unglingum afskaplega vel. Hugleiðslusögurnar eru í hverjum kafla bókarinnar og tengjast efni hvers kafla og styðja við þann fróð- leik og þau verkefni sem þar er að finna,“ segir Hrafnhildur en hug- leiðslusögurnar leiða inn í æv- intýraheim þar sem ímyndunaraflið er virkjað. „Þegar einbeiting er efld meðal annars í gegnum hugleiðslu getur barnið eða unglingurinn notfært sér það í daglegu lífi hvort sem um ræðir skólaverkefni eða annað. Um leið og einbeitingin eykst festast allar upplýsingar betur í minninu. Ef unglingur leggur símann til hliðar, slekkur á sjónvarpinu og einbeitir sér algerlega að heima- náminu, er hann búinn með það áð- ur en hann veit af. Ef hann er með kveikt á sjónvarpinu, símann á borðinu, að fá snöpp endalaust tek- ur námið helmingi lengri tíma og hluti af þeim upplýsingum sem hefðu fest í minninu með góðri ein- beitingu fer ekki einu sinni inn,“ segir Unnur. Hrafnhildur segir ávinninginn af reglulegri hugleiðslu vera mikinn. „Bæði andlegt og líkamlegt jafn- vægi eykst, bjartsýni og jákvæðni verður meiri og samkenndin eflist,“ segir hún. „Um leið og þú ert í betra jafn- vægi, batnar sjálfsmyndin, þú veist betur hver þú ert, fyrir hvað þú stendur og hvaða styrkleika þú hef- ur. Við leggjum áherslu á að kenna börnum og unglingum að vera meðvitaðir um styrkleika sína og ýti undir þá á hverjum degi. Að þau séu ekki bara að horfa á veik- leika sína eða galla. Það er oft svo að krakkar eru mjög meðvitaðir um í hverju vinir þeirra eru góðir en telja fremur fram gallana hjá sér eða það sem þau þurfa að bæta sig í. Við þurfum því að kenna þeim strax frá unga aldri að koma auga á í hverju þau sjálf eru góð og hvað þau geta gert til að efla sig,“ segir Unnur. Horfa á björtu hliðarnar „Lífið hefur jákvæðar og neikvæð- ar hliðar og kenna þarf börnum að sjá það jákvæða. Það er svo auð- velt að detta í að horfa á þetta nei- kvæða,“ segir Unnur og bætir við að það sé lykilatriði að kenna krökkunum að á hverjum einasta degi í öllum aðstæðum hafi þau val um að vera jákvæð eða neikvæð. „Kenna þarf börnum strax í upp- hafi að horfa líka á það sem er já- kvætt í fari annars fólks frekar en að gagnrýna það. Þar þurfum við fyrirmyndirnar að byrja á sjálfum okkur. Hvernig erum við sjálf að tala um annað fólk?“ segir Hrafn- hildur. „Uppalendur eru fyrst og fremst fyrirmyndir barna sinna og því þurfa góðir siðir að byrja heima fyrir,“ segir Unnur. HUGARFRELSI ER HANDBÓK FYRIR UPPALENDUR Ævintýra- heimur í hug- leiðslusögum Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir hafa unnið saman í þrjú ár. Morgunblaðið/Styrmir Kári SLÖKUN OG HUGLEIÐSLA STYÐJA VIÐ SJÁLFSSTYRK- INGU OG EFLA EINBEITINGU. ÁUNNINN ATHYGLIS- BRESTUR OG KVÍÐI ERU VAXANDI VANDAMÁL. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bókin er ríkulega myndskreytt en teikningarnar eru eftir börn og unglinga. Myndir/Kári Þór Arnarsson * Djúp önduneykur súrefnis-upptökuna, hægir á hjartslætt- inum, lækk- ar blóð- þrýstinginn og hugur- inn verður skýrari. Þetta er dæmi um litla æfingu úr bókinni: „Skrifaðu styrk- leika þína á blað, mynd- skreyttu blaðið og hafðu það síðan á góðum stað. Farðu yfir hvernig þú ætlar að sinna þessum styrkleikum. Skoðaðu blaðið reglulega til að minna þig á hvar styrkleikar þínir liggja og gerðu eitthvað af þeim á hverjum einasta degi. Vertu dugleg/ur að bæta reglu- lega nýjum styrkleikum á blað- ið því við erum alltaf að eflast á hinum ýmsu sviðum. Styrkleikar geta til dæmis verið tónlistarhæfileikar, fé- lagsleg samskipti, skipulags- hæfileikar, nákvæmni, dugnaður, forvitni, sannfæringarkraftur og já- kvæðni.“ Þetta er ein af mörgum æfingum af þessum toga í bókinni. Boð- skapurinn er: „Ef þú veist ekki yfir hvaða hæfileikum og styrkleikum þú býrð nærðu minni árangri í lífinu, ekki út af minni gáfum heldur neikvæðri sjálfsmynd.“ SJÁLFSSTYRKINGARVERKEFNI Uppbyggileg æfing Það er gott að þekkja styrkleika sína. Mynd/Óttar Egill Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.