Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 51
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Barnabókin Flata kanínan segir frá því er hundur rekst á flata kanínu á leið sinni um borgina – kanínu sem orðið hefur fyrir bíl svo hún er bókstaflega flöt. Hundurinn veit í fyrstu ekki hvernig hann á að bregð- ast við en fær síðan snjalla hugmynd sem rottan hjálpar honum við að útfæra. Bárður Óskarsson er höfundur bókarinnar, skrifar textann og teiknar myndir, en þetta er fjórða bók hans. Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir þýddi bókina úr færeysku. Bókaormurinn gefur út. Flata kanínan Þess var minnst í Bretlandi að enski rithöfundurinn Agatha Christie hefði orðið 125 ára á árinu ef hún hefði lifað, en hún lést 1976, þá 85 ára gömul. Hún var í senn gríðarlega afkastamikill höfundur og mjög vinsæll – skrif- aði 66 skáldsögur og 153 smá- sögur og bækur hennar hafa selst í milljörðum eintaka um all- an heim. Í tiefni af væntanlegu 125 ára afmæli, sem verður 15. sept- ember næstkomandi, var efnt til vals á bestu bók hennar sem hægt var að kjósa um á netinu. Fyrir valinu varð einmitt sú bók hennar sem selst hefur best til þessa, And Then There Were None, sem kom út í íslenskri þýðingu í sögusafni Bergmáls 1949 undir titlinum Blámannsey. Hún kom síðan út á vegum Skjaldborgar 1992 sem Tíu litlir negrastrákar, en bókin hét Ten little Niggers í upprunalegri út- gáfu 1939. And Then There Were None hefur selst í um 100 milljónum eintaka til þessa en breska ríkis- útvarpið, BBC, vinnur nú að sjónvarpsþáttaröð sem byggist á bókinni. Næstar í valinu urðu Murder on the Orient Express og The Murder of Roger Ackroyd. BESTA BÓK AGÖTHU CHRISTIE Jochum M. Eggertsson (1896- 1966) var búfræðingur, mjólkur- fræðingur, sjómaður, bóndi og skógræktarfrömuður, en hann ræktaði til að mynda skóg á jörð- inni Skógum í Þorskafirði þaðan sem hann var ættaður. Jochum átti sér líka aukasjálf sem hann kallaði Skugga og not- aði við útgáfu á fjölda bóka um fjölbreytt efni, ritgerðir, ljóð og ljóðaþýðingar, þjóð- fræðirannsóknir, skáldsögur og smásögur. Þar á með- al var Skuggi skrifaður fyrir tímaritinu „Jólagjöfinni“ sem Jochum gaf út á árunum 1937 til 1944. Í Jólagjöf- inni 1940 birti hann lýsingar á um 200 göldrum og galdra- og rúnastafróf og kallaði Galdraskræðu. Galdraskræðan var fjölrituð á ódýran pappír og gefin út í takmörkuðu upplagi og segja má að verkið hafi verið illfáanlegt frá því það kom út eða þar til það var gefið út að nýju í viðhafnarbúningi á vegum Lesstofunnar fyrir tveimur ár- um, en galdrastafir- og stafróf voru teiknuð upp á nýtt og efnisskipan breytt til að gera kverið sem læsilegast. Nú hefur þessari útgáfu Lesstofunnar verið snúið á ensku og kom út fyrir stuttu undir heitinu Sorcerer’s Screed, en þýðari er Philip Roughton. Í formála að bókinni er gerð grein fyrir fræðimanninum Jochum / Skugga og sérkennilegum kenn- ingum hans í stuttu máli. Jochum M. Eggertsson Galdraskræða Skugga á ensku Tröll - Grufl og góð ráð heitir bók eftir Brian Pilk- ington þar sem hann myndskreytir ýmis hollráð og ábendingar frá tröllum. Tröllin hans Brians eru vissulega stórskorin en í inngangi að bókinni segist hann hafa áttað sig á því smám saman að tröll séu ekki eins og þeim sé lýst í þjóðsögun, heldur séu þau „orðvarar, alvörugefnar og stórgáfaðar verur sem lifa í sátt og samlyndi við náttúruna“. Bókin kom fyrst út á ensku og hefur einnig ver- ið gefin út á fleiri tungumálum. Guðmundur Andri Thorsson íslenskaði og Mál og menning gefur út. Tröllsleg heilræði BÓKSALA 26. - 31. ÁGÚST Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 LeynigarðurJohanna Basford 2 Stúlkan í trénu Jussi Adler-Olsen 3 Konan í lestinni Paula Hawkins 4 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 5 Krakkaskrattar Anne Cathrine Riebnitzsky 6 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 7 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 8 Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir 9 Risaeðlur í ReykjavíkÆvar Þór Benediktsson 10 Brauð- og kökubók Hagkaups Jói Fel Kiljur 1 Stúlkan í trénu Jussi Adler-Olsen 2 Konan í lestinni Paula Hawkins 3 Krakkaskrattar Anne Cathrine Riebnitzsky 4 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 5 Jójó Steinunn Sigurðardóttir 6 Blóð í snjónum Jo Nesbø 7 Dauðamenn Njörður P. Njarðvík 8 Hamingjuvegur Liza Marklund 9 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 10 Davíðsstjörnur Kristina Ohlsson Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: f ibut@fibut . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2015 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi 2015 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga eru 14. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Hægt er að leggja fram bækur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 til 14. október nk. www.f ibut . is Íslensku bókmenntaverðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.