Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Page 21
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu hér á landi síðustu miss- eri og kvennalandsliðið skaut karlalandsliðinu ref fyrir rass þegar það tryggði sér í fyrsta skipti í sögunni sæti í lokakeppni Evrópumeistaramóts- ins sem fram fór í Finnlandi sumarið 2009. Liðið tapaði öllum leikjum sínum gegn firnasterkum andstæðingum en tónninn var eigi að síður gefinn og fjórum árum síðar var liðið aftur mætt á EM, að þessu sinni í Svíþjóð. Þar vann það sinn fyrsta leik á stórmóti, gegn Hollendingum, og komst áfram í útsláttarkeppnina, þar sem það laut í gras gegn gestgjöfunum. Á UNDAN KÖRLUNUM Á EM Það sætir ekki eins miklum tíðindum að íslenska karlalandsliðið í hand- bolta komist á stórmót og körfubolta- og knattspyrnulandsliðið en „strák- arnir okkar“ hafa nánast verið áskrifendur að slíkum mótum í áratugi. Síð- ast tók liðið þátt í Heimsmeistaramótinu sem fram fór í Katar í byrjun þessa árs og fylgdi nokkur fjöldi stuðningsmanna því þangað. Og líkaði víst vel í hitanum meðan hver lægðin rak aðra við Íslandsstrendur. Næsta stórmót, Evrópumeistaramótið, verður haldið í Póllandi í janúar á næsta ári og verður Ísland meðal þátttökuþjóða. „Strákarnir okkar“ eru í riðli með Króötum, Hvít-Rússum og Norðmönnum og leikið verður í Katowice. Komist liðið upp úr riðlinum liggur leiðin í milliriðil í Kraków. „STRÁKARNIR OKKAR“ TIL PÓLLANDS Kvennalandsliðið í hand- bolta þreytti frumraun sína á stórmóti á Evrópumeist- aramótinu í Danmörku og Noregi árið 2010. Liðið náði ekki að vinna leik á mótinu en fjöldi Íslendinga studdi dyggiilega við bakið á því. Liðið var aftur á fjölunum þegar Serbar voru gest- gjafar 2012 en tapaði aftur öllum sínum leikjum. Liðið gerði mun betur á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 2011, komst upp úr riðli sínum en tapaði fyrir Rússum í sextán liða úrslit- um. GERÐI BETUR Á HM EN EM Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.