Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 2

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 2
2 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Stjórn IÞÍ Lilja Ingvarsson, formaður Kristjana Milla Snorradóttir Birgit Schov, gjaldkeri Sigrún Ásmundsdóttir Sigurbjörg Hannesdóttir Fanney Karlsdóttir, varamaður Rósa Hauksdóttir, varamaður Umsjónarmaður félagaskrár Þjónustuskrifstofa SIGL Ritnefnd Ása Lind Þorgeirsdóttir Jónína Sigurðardóttir Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir Svanborg Guðmundsdóttir (ritnefnd.ii@sigl.is) Ritstjóri Jónína Sigurðardóttir Prentvinnsla Prentsmiðjan Svansprent ehf Forsíðumynd Valgarður Stefánsson Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Ritstjórnarspjall Kæru lesendur. Að þessu sinni kemur Iðjuþjálfinn út að vorlagi og mun svo verða áfram. Þema blaðsins í ár er hjálpartæki en flestir iðju- þjálfar hafa með þau að gera í starfi á einn eða annan hátt. Óvenju mikið er af B.Sc. ágripum þar sem nú, til viðbótar við hina hefðbundnu útskriftarnema frá Háskólanum á Akureyri, er hluti iðjuþjálfa í sérskipu- lögðu B.Sc. námi að ljúka námi þaðan. Í fyrsta skipti verður hægt að nálgast blaðið á tölvutæku formi en það verður sett inn á heimasíðu félagsins sem PDF skjal. Erfitt hefur reynst að undan- förnu að safna efni í blaðið og viljum við beina því til félagsmanna að ef engum faggreinum er skilað inn er ekki þörf á að halda úti fagblaði. Þema næsta blaðs verður tileinkað 30 ára afmæli Iðjuþjálfafélagsins. Mikið hefur gerst að undanförnu sem hefur áhrif á fagið, nýr kjarasamningur við ríkið var undirritaður nýlega og einróma samþykktur innan félagsins. Hins- vegar líður að samningum félagsins við sveitarfélögin en þar er víða pottur brotinn. Á síðasta aðalfundi var kjörin ný stjórn sem og nýr formaður. Viljum við þakka fráfarandi stjórn og for- manni vel unnin störf og bjóða nýja liðsmenn hjart- anlega velkomna. Þá viljum við óska félaginu sérstak- lega til hamingju með nýkjörinn formann Lilju Ingv- arsson sem hefur víðtæka reynslu af stjórnun bæði innan og utan félagsins og er þekkt fyrir fagmennsku og metnað í starfi. Að lokum viljum við þakka fráfarandi fulltrúum hinna ýmsu nefnda innan félagsins vel unnin störf. Gleðilegt sumar, ritstjórn 2005 Iðjuþjálfinn Fagblað iðjuþjálfa Efnisyfirlit Formannspistill ……………………………… 4 Starfsemi og þróun hjálpartækjamiðstöðvar TR …………… 5 A. Karlsson – við þjónustum þig ………… 7 Austurbakki sterkur á hjálpartækjasviðinu 9 Hlutverk iðjuþjálfa hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins …………… 10 Notandi spyr notanda – nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra ……… 12 Hvers vegna eru hjálpartæki boðin út? … 16 Eirberg – Þjónusta fyrir þig ………………… 17 Hjálpartæki og mikilvægi þeirra fyrir endsurhæfingu aldraðra ……………… 18 Tölvumiðstöð fatlaðra ……………………… 19 Þrýstisár eiga ekki að sjást ……………… 21 Fræðsludagur um rafskutlur í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargarheimilisins ……… 23 Norrænt samstarf um hönnun matstækis til að meta áhrif hjálpartækja ………… 27 Samráð og samvinna ……………………… 28 Ágrip úr B.Sc. verkefnum útskriftarnema í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri 2005 ………………………… 30 Ágrip úr B.Sc. verkefnum iðjuþjálfa í sérskipulögðu námi frá Háskólanum á Akureyri 2005 ……………………… 32

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.