Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 18
Hjálpartæki og mikilvægi þeirra fyrir endurhæfingu aldraðra ÁLSH-Landakoti eru starfrækt-ar tvær 5-daga deildir. Sjúk-lingar eru þá heima hjá sér um helgar, hjá aðstandendum eða á sjúkrahóteli sem spítalinn starfrækir. Á deildarnar koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi eða frá öðrum deildum spítalans, vegna fjöl- þætts heilsufarsvanda, færnitaps eða félagslegs vanda. Þeir þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknis- meðferð og endurhæfingu eftir að bráðaveikindi hafa verið meðhöndluð á öðrum deildum spítalans. Endurhæf- ingin tekur mislangan tíma allt frá 4 vikum og upp í 8 vikur og það eru um það bil 360-400 manns á hverju ári sem nýta sér þessa þjónustu. Endurhæfing iðjuþjálfa felst m.a. í því að auka færni sjúklings við eigin umsjá, s.s. að klæðast og snyrta sig. Til þessa notum við hin ýmsu hjálpartæki og veitum ráðgjöf um hvernig á að nota þau. Mikilvægt er að sjúk- lingar hafi afnot af hjálpartækjunum svo lengi sem þurfa þykir. Þau hjálpartæki sem oftast eru notuð eru sokkaífæra, griptöng, salernisupphækkanir, súlur við rúm (til að auðvelda sjúklingi að fara fram úr rúmi og komast upp í rúm) og stöku sinnum handrið við stiga. Einnig öryggishnappur þegar heim er komið til að geta kallað á hjálp ef að eitthvað kemur fyrir. Það sem hefur hindrað okkar starf og orsakað lengri dvöl á spít- alanum eru reglur hjá TR sem kveða svo á um að hjálpartækjum skuli ekki úthlutað fyrr en dagsetn- ing útskriftar er ákveðin annars eigi stofnunin að greiða kostnaðinn. Nauðsynlegt er að sjúklingar æfi sig í notkun hjálpartækj- anna heima um helgar jafnt sem aðra daga til að flýta fyrir bata og draga þannig úr legudög- um á spítalanum. Framhaldsmeðferð fer síðan oft fram á dag- deild L-0, LSH Landakoti þar sem mæting er 2-3 sinnum í viku í 4 klst í senn, í 2-3 mánuði og stundum lengur. Samanlagður endurhæfing- artími getur því farið upp í 5 mánuði og stund- um lengur. 18 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Kristín Kristjáns- dóttir iðjuþjálfi, fageiningarstjóri 5-daga deilda, LSH Landakoti. Nauðsynlegt er að sjúklingar æfi sig í notkun hjálpartækjanna heima um helgar jafnt sem aðra daga til að flýta fyrir bata og draga þannig úr legudögum á spítalanum. Bókin er frá árinu 2001 skrifuð af Outi Mäki, Päivi Topo, Marjo Rauhalaog Marja Jylhä. Bókin er ætluð jafnt fagfólki, aðstandendum, sjúkling-um sem og stjórnendum sem koma að notkun tæknilegra tækja með einstaklingum með heilabilun. Fjallað er um siðferðislega álitamál sem að upp koma s.s. varðandi staðsetningar tæki. Hvenær sé hægt að nota tækn- ina og mikilvægi þess að ígrunda vel hvaða lausn henti einstaklingnum og umhverfinu best. Bókin getur auðveldað þeim sem eru að íhuga slíkar lausnir að nota rökleiðslu að lausninni og finna þannig heppilegustu lausnina. Bókahornið TEKNIK FÖR MÄNNISKOR MED DEMES: Etisk perspektiv på beslutsfattandet.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.