Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 24
24 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005
staklingum í rafskutlum erfiðara að
komast um. Myndirnar voru teknar af
einstaklingi sem notar rafskutlu.
Einnig kynnti Ásbjörg stuttlega hvern-
ig verklegu æfingarnar myndu fara
fram.
Eftir fyrirlestrana var tími fyrir
spurningar og umræður. Þar komu
fram margar góðar spurningar t.d. um
tryggingamál tengda rafskutlum, hvort
nota megi reiðhjólahjálma, hver eigi að
meta það ef færni viðkomandi hrakar
og viðkomandi getur ekki lengur keyrt
rafskutlu.
Verklegar æfingar á fræðsludegi um
rafskutlur
Eftir hádegi á fræðsludeginum lagði
hópurinn af stað á rafskutlunum sínum
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þar
er bílabraut fyrir smábíla með umferð-
arljósum, stöðvunarskyldu og bið-
skyldumerki þannig að umhverfið varð
nokkuð raunverulegt. Þátttakendur
tóku þátt í æfingum eftir fyrirmælum
frá iðjuþjálfum. Æfingarnar voru út-
búnar með það í huga að reyna á
skipulagningu, athygli, minni og rúm-
og afstöðuskyn. Iðjuþjálfar mældu
frammistöðu hvers og eins á sérútbún-
um blöðum. Það voru þrjár fyrirfram
ákveðnar leiðir farnar þar sem reyndi á
hæfni við að bakka, keyra þröngar göt-
ur, keyra eftir beinni línu, stoppa tíma-
lega þegar bolta var hent yfir götuna og
fleira. Mælingin fór þannig fram að
taldar voru þær villur sem einstakling-
urinn gerði t.d ef hann virti ekki stöðv-
unarskyldu, umferðarljós og fleira.
Einnig var skráð niður t.d hvort við-
komandi var rólegur eða stressaður og
hvort hann þurfti aðstoð við að klára
verkefnið. Einstaklingunum gekk mis-
jafnlega vel að keyra enda fólk með
mismunandi reynslu. Helstu athuga-
semdir voru að einstaklingarnir voru
óöruggir, væru ekki með umferðar-
merkin á hreinu og náðu ekki alltaf að
stoppa nægilega fljótt.
Í lokinn voru almennar umræður
um hvernig þátttakendum fannst þeim
sjálfum ganga og hvernig dagurinn
hafði nýst þeim og hvort þeir vildu
halda áfram að vinna saman. Allir
voru sammála um að þetta hefði verið
skemmtilegur hópur og góður dagur.
Þátttakendur sýndu áhuga á því að
stofna hóp þar sem farið yrði í lengri
ferðir um bæinn og óskuðu einnig eftir
meiri fræðslu hvað varðar viðgerðir,
viðhald og umferðarfræðslu.
Forkönnun (pilot study)
Tilgangur forkönnunarinnar var að
kanna daglega notkun, þjálfun, þekk-
ingu, færni og viðhorfi einstaklinga
sem nota rafskutlur. Spurningalistinn
var sendur til níu einstaklinga sem eru
skráðir í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjarg-
arheimilisins og nota rafskutlur. Átta
einstaklingar tóku þátt í rannsókninni
og var svarhlutfallið 89%.
Þegar spurningalistinn var hannað-
ur var unnið út frá fjórum megin rann-
sóknarspurningum.
1. Til hvaða athafna nota einstakling-
ar í Þjónustumiðstöðinni rafskutl-
urnar og hversu mikið nota þeir
hana?