Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 27
Norrænt samstarf um hönnun matstækis
til að meta áhrif hjálpartækja The NAME
Það er mikilvægt að geta metið áhrif hjálp-artækja til þess að öðlast þekkingu ágildi þeirra fyrir notendur og samfélagið.
Hjólastólar og göngutæki eru oft notuð sem
íhlutun til að gera einstaklingum mögulegt að
komast um og taka þátt í félagslegum athöfn-
um. Þó þessi hjálpartæki séu mikið notuð og
þau talin hafa jákvæð áhrif, eins og að auka at-
hafnamöguleika notenda, þá virðist þekking
sem byggist á rannsóknum af skornum
skammti. Ein ástæða þess gæti verið að ekki er
til matstæki sem mælir tengsl þátttöku og notk-
unar á hjálpartækjum í daglegu lífi. Niðurstöður
úr heimildaleit sem gerð var í tengslum við þró-
un matstækis á þessu sviði staðfesti að ekkert
matstæki fannst sem mælir þessi tengsl hjálpar-
tækja. Hugtakið „þátttaka“ er hér þýðing á
enska orðinu „participation“ og hugtakið „að
fara um“ er þýðing á orðinu „mobility“.
Lykilorð: Hjálpartæki, matstæki, þátttaka,
ICF, þróun matstækis.
Þátttakendur og aðferð.
Hluti af starfssemi Hjálartækjamiðstöðvar
Tryggingastofnunar er þátttaka í norrænu sam-
starfi á hjálpartækjasviði. Eitt af mögum sam-
starfsverkefnum er að búa til matstæki sem
metur áhrif flutningshjálpartækja á virkni og
þátttöku notenda í daglegu lífi. Þátttakendur
frá Norðurlöndunum voru ásamt undirritaðri;
Åse Brandt verkefnisstjóri og Susanne Iwars-
son frá Svíþjóð faglegur leiðbeinandi auk John
Nilson og Kersti Samuelsson frá Svíðþjóð og
Terje Sund frá Noregi, Tuula Hurnaasti og
Anna-Liisa Salminen frá Finnlandi. Matstækið
er kallað The Nordic Assisted Mobility Evalu-
ation (NAME).
Aðferðafræðin sem var valin byggist á að-
ferð Benson og Clark (1982). Um er að ræða
fjögurra þrepa ferli sem skiptist í áætlanagerð
(planning), uppbyggingu (construction), próf-
anir, megindlega mælingu (quantitative evalu-
ation) og réttmæti (validation). Réttmætis-
prófuninni tekst þó ekki að ljúka.
Skipulagning - 1 stig
Markhópur matstækisins eru notendur og
væntanlegir notendur hjólastóla og göngu-
hjálpartækja sem eru 18 ára og eldri og færir
um að veita viðtal. Um er að ræða einstaklinga
sem hafa takmarkaða göngugetu þar sem notuð
er íhlutun með hjólstól eða gönguhjálpartæki
til að bæta möguleika þeirra til að komast um.
Matstækið á að mæla hvort virkni og þátttaka í
daglegu lífi hafi aukist með tilkomu hjálpar-
tækisins. Viðtal er tekið áður en hjálpartækið
er afhent og síðan endurtekið eftir um þrjá
mánuði. Um er að ræða notendur sem eru að fá
hjálpartæki í fyrsta sinn eða eru að skipta um
tæki t.d. frá göngutæki í hjólastól. Markmiðið
er að nota matstækið til að mæla áhrif á hóp-
um í tengslum við gæðaþróun og rannsóknir
fremur en á einstaklinga.
Ofangreind skilgreining var notuð við ítar-
lega heimildarleit að rannsóknum (outcome
studies) og matstækjum á hjálpartækjasviði.
Þrátt fyrir að alls fyndust 18 matstæki var ekk-
ert þeirra sambærilegt við NAME. Áhrif hjálp-
artækja á þátttöku og virkni í daglegu lífi voru
hvergi mæld. Breytur voru að mestu valdar út
frá athöfnum og þátttöku samkvæmt lista
International Classification of Functioning,
Disability and Health(2001) og með viðtölum
við notendur hjólastóla og göngutækja í Sví-
þjóð. Sleppt var þeim atriðum sem ekki tengd-
ust því að fara um. Samdar voru spurningar út
frá athöfnum og kvarðarnir tengdir þátttöku,
erfiðleikastigi og þörf fyrir aðstoð. Til að tryggja
gæði og réttmæti matstækisins voru þessi atriði
ásamt kvörðunum rædd af rýnihópum notenda
í öllum löndunum. Umræðan veitti gott innlegg
í þróunina, notendur voru ánægðir með áhersl-
una í þátttöku í iðju og athöfnum. Hinsvegar
var bent á að megin hindrunin varðandi það að
komast um lægi oft í umhverfinu, húsnæði og
samfélaginu almennt en ekki í hjálpartækinu
sem slíku.
Uppbygging - 2 stig
Niðurstöður rýnihópanna voru notaðar til
að þróa spurningalistann betur. Matstækið
skiptist í þrjá hluta: lýðfræðilegan, almenna
hreyfifærni og þátttöku í athöfnum. Listinn var
þróaður á sænsku en síðan þýddur yfir á tungu-
mál hinna landanna.
Innihaldsréttmæti var metið með viðtölum
við rýnihópa notenda (17) sem og viðtölum við
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 27
Inga Jónsdóttir
iðjuþjálfi hjálpar-
tækjamiðstöð TR