Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 31
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 31 íhlutunar, þjónustu í samfélaginu og aukaspurningar varðandi spurninga- listann sjálfan. Þýði verkefnisins er einstaklingar sem hafa notið þjónustu iðjuþjálfa á LSH Grensási í minnst sex skipti og útskrifast á tímabilinu janúar 2004 til desember 2004. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki í samráði við iðjuþjálfa á LSH Grensási. Niðurstöðum verkefnisins er ætlað að varpa ljósi á hvað í þjónustu iðju- þjálfa á endurhæfingardeild í dag er fullnægjandi og hvað er ábótavant að mati skjólstæðinga. Niðurstöður veita upplýsingar um hvort þjónustan sé skjólstæðingsmiðuð, hvers konar þjónustu skjólstæðingar kjósa að fá frá iðjuþjálfum og hvort þörf sé á breyting- um á þjónustunni eða þjónustufyrir- komulaginu. Eldra fólk og valdefling „Hversu mikið upplifir eldra fólk stjórn yfir eigin lífi“ Höfundar: Deborah Júlía Robinson og Olga Ásrún Stefánsdóttir Leiðbeinandi: Sólveig Ása Árna- dóttir. Rannsóknin er hluti af stærri far- aldsfræðilegri rannsókn sem ber heitið „Heilsutengdir hagir eldra fólks í dreyfbýli og þéttbýli“. Fyrir þeirri rann- sókn standa Dr. Elín Díanna Gunnar- dóttir sálfræðingur og Sólveig Ása Árnadóttir sjúkraþjálfari Msc sem báð- ar eru lektorar við Háskólann á Akur- eyri. Markmið þeirrar rannsóknar er að afla upplýsinga um líkamlega og and- lega færni eldri Íslendinga, lífsgæði og nýtingu á heilbrigðisþjónustu. Úrtakið var 250 manns 65 ára og eldri sem búa í heimahúsum í dreifðum byggðum Suður-Þingeyjarsýslu eða á Akureyri. Gagnasöfnun fór fram í júní-ágúst sumarið 2004 í formi viðtals sem varði frá einni klukkustund upp í tvær og hálfa klukkustund á hvern einstakling. Rannsóknin samanstóð af spurn- ingalista með 111 spurningum um grunnupplýsingar og sjö matstækjum. Rannsóknarhlutinn ,,eldra fólk og valdefling" snýst um hversu mikið eða lítið fólk á þessum aldri upplifir vald- eflingu yfir sínum kringumstæðum. Sú upplifun verður tengd við búsetu, kyn, fjárhag svo eitthvað sé nefnt. Skil- greindir eru fimm þættir varðandi vald- eflingu sem eru ákveðni, jákvæðni varðandi framtíð, upplifun á stjórn/ stjórnleysi, ákvörðunartaka og mann- réttindi. Hugtakið empowerment sem á ís- lensku hefur verið þýtt sem valdefling er haft að leiðarljósi í þessari rann- sókn. Þetta hugtak hefur verið mikið rannsakað í tengslum við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða út um allan heim. Sú nálgun sem stendur á bak við hugtakið er spennandi og vildu höfundar skoða hvernig það kemur fram á þessum aldurshópi. Nú á tímum hafa sjálfræði og aldraðir verið mikið í umræðunni vegna þess að í náinni framtíð fjölgar sífellt í þessum aldurs- hópi. UNDIR FITUNNI FELAST GÆÐIN NAUTAKJÖT, LAMBAKJÖT, SVÍNAKJÖT, FORRÉTTIR PYLSUR, ÁLEGG, KALDAR OG HEITAR SÓSUR. GALLERY KJÖT GRENSÁSVEGI 48 • 108 REYKJAVÍK S: 553-1600 • FAX 553-1608 • www.gallerykjot.is Gerum gott betra OPNUNARTÍMI: MÁNUD. TIL FIMMTUD. 12:30 –18:30 FÖSTUD. 10:00 TIL 18:30 LAUGARD. 10:00 TIL 14:00

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.