Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 30
Ágrip úr B.Sc. verkefnum útskriftar- nema í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri 2005 30 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Sálfélagslegir þættir í vinnu tann- lækna og vinnuumhverfi þeirra Höfundar: Björg Hreinsdóttir, Margrét Ís- leifsdóttir og Valdís Brá Þorsteinsdóttir. Leiðbeinandi: Valerie J. Harris. Markmið rannsóknarinnar er að afla upp- lýsinga um sálfélagslega þætti í vinnu tann- lækna og vinnuumhverfi þeirra, en það hefur ekki áður verið gert á Íslandi. Vinnueftirlit ríkisins hefur gert svipaðar rannsóknir á kennurum, hjúkrunarfræðingum og flugfreyjum í samstarfi við Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Þýðið eru allir tannlæknar sem skráðir eru í Tannlæknafélag Íslands, alls 317 talsins en úr- takið er 100 tannlæknar sem valdir voru með kerfisbundnu slembiúrtaki. Spurningalistar og kynningarbréf voru send til þátttakenda. Spurningalistarnir voru tveir, Norræni spurningarlistinn um sálfélagslega þætti í vinnunni og Vinnuumhverfislistinn. Norræni spurningalistinn var saminn af Nor- rænu ráðherranefndinni. Niðurstöður verða unnar úr innsendum spurningarlistum og skoðað hvort samband sé á milli vinnuumhverfis og sálfélagslegra þátta tannlækna. Mikilvægt er að kanna tengsl milli daglegr- ar iðju fólks og heilsu þess og þessi rannsókn er liður í að bæta við þann þekkingargrunn. Iðjuþjálfun í heilsugæslu á Íslandi Höfundar: Ester Halldórsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir og Thelma Hrund Sigur- björnsdóttir. Leiðbeinandi: Dr. Hermann Óskarsson dósent. Samkvæmt lögum um heilbrigðiðsþjónustu frá árinu 1990 í 19. gr er kveðið á um að veita eigi þjónustu iðjuþjálfa í heilsugæslu. Það var ekki fyrr en árið 1997 sem það var fyrst gert og þá sem tilraunaverkefni. Iðjuþjálfum fjölgaði hægt í heilsugæslunni fyrst eftir tilraunaverkefnið en alls starfa nú níu iðjuþjálfar í henni. Tekið skal fram að sumar heilsugæslustöðvar nýta iðjuþjálfa sem verk- taka í ýmis verkefni. Þar sem ekki hefur áður verið gerð rann- sókn á starfseminni þ.e. fyrir utan tilraunaverk- efnið eru upplýsingar um iðjuþjálfun í heilsu- gæslu af skornum skammti. Tilgangurinn með rannsókninni er að fá upplýsingar um iðjuþjálfun í heilsugæslu á Ís- landi. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar er að til verður ritað efni um iðjuþjálfun í heilsu- gæslu. Úrtak rannsóknarinnar eru sex iðjuþjálfar starfandi í heilsugæslunni og er um tilgangsúr- tak að ræða. Aðferðarfræðin er eigindleg (qu- alitative) þar sem viðtöl verða tekin upp og af- rituð. Efnið verður greint niður í þemu sem síð- an eru greind enn frekar, að því loknu verður verkefninu gefið nafn með hliðsjón af niður- stöðum úr þemunum. Viðhorf skjólstæðinga til þjónustu iðjuþjálfa Höfundar: Helga Kristín Gestsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir, Sigrún Líndal Þrastar- dóttir. Leiðbeinandi: Sigrún Garðarsdóttir. Markmið verkefnisins er að kanna viðhorf skjólstæðinga í endurhæfingu til þjónustu iðju- þjálfa með tilliti til þess hvort þjónustan sé skjólstæðingsmiðuð, en á síðastliðnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á skjólstæðings- miðaða þjónustu innan iðjuþjálfunar. Mikil- vægt er að kanna viðhorf skjólstæðinga til að geta fengið upplýsingar um hvað í þjónustu iðjuþjálfa er fullnægjandi og hvað er ábótavant. Spurningalisti sem útbúinn var í tengslum við lokaverkefni árið 2004 um viðhorf foreldra barna með sérþarfir var notaður en hann var aðlagaður að verkefni höfunda, endurbættur, þróaður áfram og að lokum forprófaður. Spurningalistinn byggir á skjólstæðingsmiðaðri nálgun og er upprunninn frá kanadíska iðjulík- aninu (CMOP). Hann skiptist í fimm hluta; bakgrunnsupp- lýsingar, þjónustu iðjuþjálfa á Landspítala há- skólasjúkrahúsi (LSH) Grensási, árangur

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.