Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 23

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 23
Fræðsludagur um rafskutlur í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargarheimilisins Tilgangurinn með þessari grein er að segjastuttlega frá þjónustu sem iðjuþjálfar SBHhafa veitt rafskutlunotendum. Kynna stutt- lega fyrirbærið rafskutlur, segja frá hvað var í boði á fræðsludegi um rafskutlur og niðurstöður úr forkönnunni. Að lokum eru umræður um notk- un rafskutlna og framtíðarstefnu Sjálfsbjargar- heimilisins í þeim málum. Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað mjög sem koma í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargarheimilisins (SBH) á raf- skutlum auk þess sem iðjuþjálfar staðarins sækja í auknum mæli um rafskutlur fyrir skjól- stæðinga sína. Notkun á rafskutlum hefur ekki verið könnuð hér á landi og höfðu iðjuþjálfar SBH mikinn áhuga á að gera forkönnun (pilot study) m.a til að kanna þekkingu notenda á raf- skutlunni, notkun og upplifun þeirra og að lok- um hvernig viðkomandi einstaklingar meta færni sína við akstur. Áhugi var að hafa sérstakan dag sem væri tileinkaður rafskutlum og rafskutlunotendum. Þann 3. september 2003 var haldinn fræðslu- dagur um rafskutlur í Þjónustumiðstöð Sjálfs- bjargarheimilisins. Umsjón með deginum höfðu iðjuþjálfar heimilisins. Fyrir hádegi var boðið upp á almenna fræðslu með nokkrum fyrirlestrum en eftir hádegi var öllum einstak- lingum innan Þjónustumiðstöðvarinnar sem nota rafskutlu boðið að taka þátt í verklegum æfingum þar sem frammistaða hvers og eins var metin af iðjuþjálfum. Tilgangur með deginum var að veita hagnýtar upplýsingar um rafskutl- ur, deila reynslusögum, fá umræður um raf- skutlur og fá fram hverjar þarfir þessa hóps eru. Rafskutlur Hlutverk rafskutlna er að gera hreyfihöml- uðu fólki kleift að komast á milli staða og hef- ur þeim fjölgað mjög mikið hér á landi síðast- liðin tíu ár. Hægt er að sækja um rafskutlur til Tryggingastofnunar ríkisins en einnig er hægt að kaupa rafskutlur hjá nokkrum fyrirtækjum hér á landi. Samkvæmt heimildum frá Sigríði Pétursdóttur iðjuþjálfa hjá Hjálpartækjamið- stöð Tryggingastofnunar ríkisins (munnleg heimild, 19. febrúar 2004) fengu 27 einstakling- ar samþykki fyrir kaupum á rafskutlu á árunum 2000 til loka ársins 2001. Frá árinu 2002 til lok árs 2003 hafa hins vegar 42 einstaklingar feng- ið samþykkta slíka heimild. Fyrir marga hreyfihamlaða er það auðveld- ara að nota rafskutlur en að takast á við það stóra skref að setjast í rafmagnshjólastól. Kost- ir rafskutla eru að þær eru léttar og auðvelt er að taka þær í sundur til að koma þeim inn í bíla. Það er auðvelt að stýra þeim og þær eru mun ódýrari en rafmagnshjólastólar. Helstu gallarnir við rafskutlur eru að þær veita ekki bak-, háls-, höfuð- eða axlarstuðning en fyrir þá sem þurfa slíkan stuðning getur verið betra að nota rafmagnshjólastól. Sá sem notar raf- skutlu þarf að geta setið í uppréttri stöðu og stjórnað rafskutlunni eins og hún er sett upp því ekki er boðið upp á miklar breytingar á stjórnunarbúnaði. Rafskutlur fara ekki mjög hratt og ekki er hægt að breyta bremsukerfinu. Það er mælt með að þeir sem noti rafskutlu hafi bjöllu, hjálm og endurskinsmerki. Hægt er að nota rafskutlur bæði innandyra og utan. Ut- andyra á að keyra rafskutlur á gangstétt en ekki á umferðargötu (Cook og Hussey, 2002; Penny, 1998). Fyrirlestrar á fræðsludegi um rafskutlur Á fræðsludegi um rafskutlur í SBH ræddi Sigurður Helgason sviðsstjóri umferðaröryggis- sviðs Umferðarstofu um öryggi í umferð, al- mennt um akstur í umferðinni, umferðarhraða og umferðarslys og hvaða atriði þarf að hafa í huga þegar farið er út í umferð s.s vera á varð- bergi, fylgjast vel með í kringum sig og gæta að hraðanum. Iðjuþjálfarnir Svanborg Guð- mundsdóttir og Sigríður Pétursdóttir frá Hjálp- artækjamiðstöðinni héldu erindi um reglur Tryggingastofnunar um hverjir eiga rétt á raf- skutlum auk þess sem þær fjölluðu almennt um rafskutlur þ.e. tegundir, mögulega fylgihluti, rafhlöður, umhirðu og viðhald. Berglind Krist- insdóttir iðjuþjálfi á Sjálfsbjargarheimilinu fjallaði um umsóknarferlið þ.e. hvaða upplýs- ingar um færni þurfa að koma fram á umsókn til Hjálpartækjamiðstöðvarinnar um rafskutlu. Að lokum fór Ásbjörg Magnúsdóttir iðjuþjálfi Sjálfsbjargarheimilisins yfir aðgengismál á raf- skutlum og sýndi nokkrar ljósmyndir af götum Reykjavíkurborgar, sem sýndu slæmt aðgengi og aðskotahluti á gangstéttum, sem gerðu ein- IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 23 Ásbjörg Magnús- dóttir iðjuþjálfi á Sjálfsbjargarheimil- inu Valerie Harris yfiriðjuþjálfi á Sjálfsbjargarheimil- inu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.