Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 6
6 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 stöðugildum. Hjá HTM starfa nú átta iðjuþjálfar, þar af er einn forstöðumað- ur, þrír sjúkraþjálfarar, ellefu trygginga- fulltrúar, fimm tæknimenn, þar af einn rafeindafræðingur og tveir vélfræðing- ar, og einn viðskiptafræðingur. Frá 1999 er HTM deild innan sjúkratrygg- ingasviðs TR, en meginsvið TR eru þrjú, sjúkratryggingasvið, lífeyristrygg- ingasvið og fjármála- og rekstrarsvið. HTM er staðsett í Kópavogi í um 1500 fm húsnæði og veitir þjónustu fyrir allt landið. Samkvæmt reglugerð um hjálpar- tæki þá eru það þeir sem eru sjúkra- tryggðir og búa í heimahúsum sem eiga rétt á hjálpartækjum frá TR og því er skjólstæðingahópur HTM þeir sem þurfa á hjálpartækjum að halda til lengri tíma og búa heima. Við uppbyggingu HTM og mótun reglna um hjálpartæki hefur reynt á víðtæka stefnumörkun. Tekið er mið af megináherslum endurhæfingarinnar þ.e. teymisvinnu og virka þátttöku not- enda hjálpartækja í verkferlinu svo og hefur hugmyndafræði og gildi iðju- þjálfunar verið höfð að leiðarljósi. Gildi færni og einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem tekið er tillit til heild- araðstæðna einstaklingsins og um- hverfis hans hefur verið og er ríkjandi í allri stefnumótun starfseminnar. End- urspeglar núverandi reglugerð um hjálpartæki m.a. þessa sýn að miklu leyti. Heilbrigðisþjónustan hefur tekið miklum breytingum á sl. 10 árum og vaxandi áhersla er á búsetu fatlaðra og aldraðra í heimahúsum. TR hefur reynt að fylgja þessari þróun eftir með því að mæta breyttum þörfum notenda. Auknar kröfur til HTM og miklar og sí- felldar tækninýjungar kalla á aukna þekkingu og leit að lausnum til að mæta þessum breyttu þörfum. Það hef- ur haft í för með sér stöðugar breyting- ar og þróun starfseminnar. Vöxtur HTM og mikil aukning umsókna hefur haft þau áhrif að starfsemi HTM hefur á köflum einkennst af því að hafa rétt undan að fylgja eftir þessari miklu aukningu. Þetta hefur haft áhrif á þró- un HTM á ákveðnum sviðum s.s. fræðslustarfsemi og þróunarvinnu sem tengist meðal annars þjónustu við landsbyggðina. Þessu til skýringar má sjá í töflu hvað umsóknum hefur fjölg- að gífurlega svo og fjármagn til mála- flokksins á síðustu árum. Í 200 umsókna slembiúrtaki 2004 kemur í ljós að umsóknir koma að stærstum hluta frá notendunum sjálf- um, aðstandendum þeirra og læknum og því næst frá iðjuþjálfum og sjúkra- þjálfurum. Á mynd 1 má sjá hlutfalls- lega skiptingu á hverjir sækja um hjálpartæki til TR á árinu 2004. Norræn samvinna hefur verið hluti af starfsemi HTM frá upphafi og þátt- taka í norrænum samstarfs- og þróun- arverkefnum hefur sífellt verið liður í starfseminni. Þétt tenglanet er við syst- urstofnanir hinna norrænu landanna og norrænar stofnanir á sviði hjálpar- tækja og málefna fatlaðra. Í blaðinu eru nokkrar greinar sem lýsa mismundandi verkefnum og hlut- verkum starfsmanna hjá HTM. Það má segja að störf iðjuþjálfa og sjúkraþjálf- ara hjá HTM séu fjölbreytt og að mörgu leyti óhefðbundin miðað við störf þessara fagstétta hér á landi. Sam- starfsstofnanir annars staðar á Norður- löndunum hafa á að skipa iðjuþjálfum í miklu meira mæli en hér er sem sinna álíka störfum. Með víðtækri starfssemi HTM m.a. við ráðgjöf, fræðslu, afgreiðslu hjálpar- tækjaumsókna, þátttöku í þróunar- vinnu á ýmsum sviðum hjálpartækja, viðgerðir og sérsmíði safnast breið og einnig sérhæfð þekking á sviði hjálpar- tækja sem iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar og aðrir starfsmenn nýta til hagsbóta fyrir viðskiptavini miðstöðvarinnar. Með þessari þekkingu og samstarfi við fjölmarga aðila s.s. notendur, notenda- félög, fagaðila, seljendur, framleiðend- ur, mennta- og heilbrigðisstofnanir og systurstofnanir annars staðar á Norð- urlöndunum, þá nýtist þekkingin til framdráttar fyrir málaflokkinn með það að markmiði að það skili sér í betri hjálpartækjum og betri þjónustu. HTM hefur í vaxandi mæli boðið upp á fræðslu um hjálpartæki og bætt upp- 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Fjöldi umsókna 16.198 19.728 23.926 24.228 26.199 27.603 Milljónir kr. 740 820 972 1.180 1.414 1.446 Tafla 1 – Fjöldi umsókna um hjálpartæki og útgjöld TR til málaflokksins. Hjúkrunarfræðingur 1% Notandi / aðstandandi 34% Læknir 33% Iðjuþjálfi 17% Sjúkraþjálfari 15% Hverjir sækja um á árinu 2004 Mynd 1 – Hlutfallsleg skipting á hverjir sækja um hjálpartæki til TR. Það má segja að störf iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara hjá HTM séu fjölbreytt og að mörgu leyti óhefðbundin miðað við störf þessara fagstétta hér á landi.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.