Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 10
10 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Hlutverk iðjuþjálfa hjálpartækjamið- stöðvar Tryggingastofnunar ríkisins Íþessari grein verður komið inn á helstustarfssvið iðjuþjálfa í hjálpartækjamiðstöðTryggingastofnunar ríkisins í breiðum skiln-ingi. Samkvæmt 27. og 33. gr. laga um almanna- tryggingar nr. 117/1993 á Tryggingastofnun (TR) að sjá um úthlutun á hjálpartækjum. Iðju- þjálfar í hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofn- unar (HTM) sjá um þessa afgreiðslu ásamt öðru starfsfólki. Reglugerðir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis nr. 460/2003 um styrki TR vegna hjálpartækja og nr. 752/2002 um styrki og uppbætur TR til hreyfihamlaðra einstak- linga vegna bifreiða setja ramma um úthlutun hjálpartækja. Í afgreiðsluferlinu er mikil- vægt að vera í góðum samskipt- um við umsækjendur (notendur, ættingja, þjálfara og/eða annað fagfólk) til að koma sem best til móts við þarfir notandans. Sam- starfsaðilar iðjuþjálfa HTM er mjög fjölbreyttur hópur. Það get- ur verið notandinn sjálfur eða hinir ýmsu aðilar í umhverfi hans. Iðjuþjálfar HTM sinna ráðgjöf og veita upplýsingar vegna hjálpartækja. Þegar veitt er ráðgjöf til notenda eða fagfólks er mik- ilvægt að hafa þarfir notandans og umhverfis hans í huga við val á hjálpartæki. Hér á landi hafa notendur misjafnt aðgengi að fagfólki til aðstoðar við val á hjálpartækjum og hafa iðju- þjálfar HTM brúað ákveðið bil. Á síðari árum hafa iðjuþjálfar hafið störf í heilsugæslunni og hjá heimahjúkrun í Reykjavík sem sinna heim- ilisathugunum sem oft komu í hlut iðjuþjálfa HTM áður. Á landsbyggðinni er mikil aukning á iðjuþjálfum í kjölfar námsbrautar á Akureyri og verða iðjuþjálfar HTM varir við að fleiri not- endur fá víðtækari þjónustu sem sést í aukn- ingu á umsóknum um hjálpartæki. Þrátt fyrir aukinn fjölda iðjuþjálfa er enn stór hópur fólks sem hefur ekki beinan aðgang að þjálfurum til aðstoðar við ráðgjöf, mat og val á hjálpatækj- um. Þessir einstaklingar geta leitað til iðjuþjálfa HTM. Einn þeirra þátta sem er afar mikilvægur við umsókn og úthlutun hjálpartækja er eftirfylgd sem á að tryggja að tækið sé að nýtast sem skildi. Þarfir notandans breytast mis mikið og er nauðsynlegt að möguleiki sé fyrir hendi til að fylgja honum eftir. Fram til dagsins í dag hefur þessu ekki verið sinnt sem skildi. Ýmsar ástæð- ur liggja þar að baki s.s. tímaskortur, fjármagns- skortur eða skortur á mannafla innan heil- brigðis- og félagsþjónustu. Í 4. kafla 8. gr. reglu- gerðar nr. 460/2003 kemur fram að sá heil- brigðisstarfsmaður sem sækir um hjálpartæki beri ábyrgð á að hjálpartækið nýtist sem best með t.d. viðeigandi eftirfylgd og endurhæfingu. Mikil tækniþróun hefur orðið á síðari árum innan hjálpartækja- málaflokksins sem krefst meiri sérþekkingar og tækniþekkingar á hjálpartækjum. Iðjuþjálfar HTM afla sér upplýsinga og þekkingar innan hjálpartækja- málaflokksins aðalega með því að fara á námskeið og sýningar. Einnig taka þeir á móti ábending- um og upplýsingum frá notend- um, aðstandendum þeirra, fag- fólki, hagsmunafélögum og sölu- aðilum til að geta miðlað áfram til annarra. Við val og aðlögun á sértækum hjálpartækj- um hafa þjálfarar möguleika á að fá iðjuþjálfa HTM með inn í málið frá byrjun til ráðgjafar og leiðbeininga. Í síauknu mæli taka iðjuþjálfar HTM þátt í teymisvinnu þegar þörf notandans fyrir hjálpartæki breytist ört vegna fötlunar hans. Þetta er gert til þess að koma sem best til móts við þarfir notandans þegar þörfin er til staðar. Fræðslustarf á vegum HTM hefur aukist á síðari árum. Hluti fræðslustarfsins hefur verið í formi kynninga á nýjum samningum og fræðsla á starfsemi HTM fyrir fagfólk, stofnanir og hin ýmsu hagsmunasamtök. Einnig hafa iðjuþjálfar HTM verið með fyrirlestra og fræðslu fyrir not- endur og fagfólk um hjálpartæki. Sem dæmi má nefna að í febrúar/mars 2005 hafa tveir iðjuþjálfar HTM verið með námskeið sem kall- ast „Setkerfi sem setstöðulausn“. Sigríður Pétursdótt- ir og Vala Steinunn Guðmundsdóttir, iðjuþjálfar hjálpar- tækjamiðstöð TR. Iðjuþjálfar HTM sinna ráðgjöf og veita upp- lýsingar vegna hjálp- artækja. Þegar veitt er ráðgjöf til notenda eða fagfólks er mikil- vægt að hafa þarfir notandans og um- hverfis hans í huga við val á hjálpartæki.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.