Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 32
Ágrip úr B.Sc. verkefnum iðjuþjálfa í sérskipulögðu námi frá Háskólanum á Akureyri 2005 Samanburðarrannsókn á matstækj- unum Assessment of Motor and Process Skills (AMPS) og Modified Barthel Index (MBI) Höfundar: Anna Ingileif Erlendsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Jóhanna Rósa Kol- beins. Leiðbeinandi: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá úr því skorið hvort ályktun sem dregin er af matsnið- urstöðum Assessment of Motor and Process Skills (AMPS) sé samhljóma matsniðurstöðum úr Modified Barthel Index (MBI) og hvort þær gefi sambærilega mynd af færni skjólstæðinga. Vænta má að niðurstöður úr þessari rannsókn auki skilning á ólíkum matstækjum og nota- gildi þeirra. Einn liður í starfi iðjuþjálfa er að meta færni skjólstæðinga við eigin umsjá, þjálfa þá og aðlaga umhverfið að þeirra þörf- um. Mat iðjuþjálfa er mikilvægt innlegg í vist- unarmat aldraðra, ásamt því að ákveða íhlutun og áætla þjónustuþörf viðkomandi. Mikilvægt er fyrir iðjuþjálfa að nota matstæki sem gefa skýra niðurstöðu og nýtast til áframhaldandi íhlutunar. Upplýsingar koma sér ekki eingöngu vel fyr- ir iðjuþjálfa heldur einnig aðrar fagstéttir sem koma að málefnum skjólstæðinganna. Mat- stækin eru ólík í uppbyggingu og hugmynda- fræði. Þau taka mislangan tíma í fyrirlögn og úrvinnslu. Matstækin eru ýmist iðjumiðuð og sérhönnuð fyrir iðjuþjálfa eða þverfagleg. Rannsóknin byggir á megindlegri rannsóknar- aðferð og notað var hentugleikaúrtak. Úrtakið var 30 einstaklingar, 67 ára og eldri, 20 inniliggjandi á LSH og 10 heimilismenn á Droplaugarstöðum. Þeir voru valdir úr þeim hópi einstaklinga sem þurftu mat samkvæmt beiðni læknis og höfðu ekki verið greindir með elliglöp.Við framkvæmd matsins var beitt áhorfi og fyllt út í eyðublöð beggja matstækj- anna. Niðurstöður verða bornar saman með til- liti til þess hvort samhljómur sé á milli mat- stækjanna. Áhrif kennslu í orkusparandi að- ferðum á framkvæmd athafna og mæði fólks með langvinna lungna- teppu Höfundar: Júlíana Hansdóttir og Bára Sig- urðardóttir. Leiðbeinandi: Guðrún Pálmadóttir. Meginmarkmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi er verið að skoða tengslin milli vinnuaðferða og súrefnismettun sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT) og í öðru lagi að kanna árangur verklegrar kennslu á fram- kvæmdarfærni skjólstæðingsins við daglegar athafnir. Því er leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: • Hvaða áhrif hafa orkusparandi aðferðir á súrefnismettun í blóði? • Hver eru áhrif kennslu í orkusparandi að- ferðum á framkvæmd athafna? Rannsóknin er megindleg hálftilraun þar sem skoðuð eru áhrif frumbreytunnar kennsla í orkusparnaði á fylgibreyturnar framkvæmd at- hafna og súrefnismettun. Þátttakendur eru 20 einstaklingar sem leggjast inn til lungnaendur- hæfingar á Reykjalundi, eru með LLT og upp- lifa a.m.k. talsverða mæði við einhverjar at- hafnir daglegs lífs. Mæði er metin með „Mat á andnauð“ sem er íslensk þýðing á spurningar- listanum „Shortness of Breath Questionnaire (SOBQ)“ og er athöfnin sem einstaklingurinn á að framkvæma valin af þessum lista. Þátttak- endur eru metnir tvisvar sinnum við að fram- kvæma athöfnina, fyrst án kennslu í orkuspar- andi vinnuaðferðum og öndunartækni og síðan eftir munnlega og verklega kennslu. Fram- kvæmdin er tekin upp á myndband sem síðan er greint m.t.t. beitingu orkusparandi vinnuað- ferða og öndunartæki. Súrefnismettunarmæl- ing fer fram á meðan á framkvæmd stendur. Vegna smæðar og vals á úrtaki er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknin ætti samt að gefa vísbendingar um árangur orkusparandi vinnuaðferða og öndun- artækni í lungnaendurhæfingu á mæði og súr- 32 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.