Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 7
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 7
lýsingarmiðlun um hjálpartæki og
þjónustu sína á heimasíðu TR. Nú er
stefnan að leggja áherslu á að bæta
þjónustuna við landsbyggðina. Jafn-
framt stefnir TR að því að almenningur
fái rafrænan aðgang að eigin upplýs-
ingum um bætur, þar með talin hjálp-
artæki. Þannig er stefnt að virkari þátt-
töku almennings í eigin málum. Stefnt
er að því að gera kannanir og rann-
sóknir í auknum mæli með það m.a.
að markmiði að fylgjast betur með,
meta þarfir og breyttar forsendur í
samfélaginu til að geta gert betur og
mætt sífellt breyttum og auknum kröf-
um til hjálpartækja. Með þetta í huga
hefur HTM nýlega lokið þýðingu mat-
stækisins Quest 2 sem er kanadískt
matstæki til að meta ánægju notenda
með hjálpartæki og tilheyrandi þjón-
ustu. Einnig tekur HTM nú þátt í þró-
un nýs norræns matstækis sem hefur
fengið nafnið NAME (sjá kynningu á
The NAME aftar í blaðinu), til að
kanna notagildi og áhrif hjálpartækja.
Með þátttöku í þróunarverkefnum
hafa gefist skemmtileg og gagnleg tæki-
færi til öflunar nýrrar þekkingar og ný-
sköpunar.
Ljóst er að með áframhaldandi
tækniþróun, þróun heilbrigðisþjónust-
unnar, vaxandi ævilíkum og auknu
hlutfalli aldraðra mun þróun hjálpar-
tækjamálaflokksins enn halda áfram
að aukast.
Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími: 553 0760
GIGTARFÉLAG
ÍSLANDS
A.Karlsson er leiðandi fyrirtæki í
vörum og þjónustu fyrir iðjuþjálfa.
Flest vörumerkin sem A.Karlsson hef-
ur umboð fyrir eru traust og góð merki
sem hafa sannað sig í mörg ár á ís-
lenska markaðnum og eru þekkt fyrir
góða endingu og mjög lága bilunar-
tíðni. Vöruúrvalið er breitt og geta all-
ir fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort
sem um er að ræða litla notkun á
smærri stöðum eða stöðuga notkun
allan daginn.
Með tilkomu hjólastóla- og hjálpa-
tækjaumboðana Sunrise, R82, Vela og
Gewa má segja að A.Karlsson hafi náð
að mynda betri heild í vöruúrvali sínu
fyrir iðjuþjálfa.
Frá Sunrise býður fyrirtækið upp á
allar tegundir hjólastóla fyrir börn og
fullorðna og einnig mikið úrval af bað-
og salernishjálpartækjum. Hvort sem
um er að ræða fastramma- eða kross-
ramma hjólasstóla, flutningsstóla eða
hægindastóla. Það sem einkennir stól-
ana frá Sunrise er miklir stillimögu-
leikar, gríðarleg ending og mikið úrval
aukahluta. Til að fullkomna úrvalið frá
Sunrise þá eru þeir einnig með hin frá-
bæru Jay bak- og setkerfi. Jay kerfin
eru einstök að því leyti að olía er not-
uð í setkerfin ásamt vel löguðu undir-
lagi úr frauði. Með því móti næst fram
hámarks sáravörn og setstaða, allt eftir
hvað hentar hverjum og einum. Sessur
og bök eins og J2 og J2 Deep Contour
er orðið vel þekkt hér á landi og hafa
fyrir löngu sannað notagildi sitt.
R82 er fyrirtæki sem sérhæfir sig í
barnavörum. Þeir hafa mjög öfluga
þróunardeild og því mikið af nýjum
vörum sem koma á markaðinn frá
þeim. Til að gera vöruna meira aðlað-
andi fyrir börnin þá nota þeir dýraheiti
yfir þær og hafa bjarta og glaðlega liti.
Þeir hafa eina gerð af barnahæginda-
stól sem heitir Panther, vinnustól á
hækkanlegu undirstelli sem heitir
Panda, baklægar göngugrindur sem
heita Crocodile og Gator, standramma
í mörgum útgáfum og gerðum, göngu-
hjálpartæki, bað- og salernisstólinn
Flamingo, Cheetah hjólastólinn og svo
mætti lengi telja. Með þessu góða úr-
vali er hægt að aðlaga hjálpartækin að
notandanum.
Vinnustólarnir frá Vela eru lands-
þekktir og eru nánast á öllum vinnu-
stöðum fyrir hreyfihamlaða. Hentar
hvort heldur sem er við vinnu í eldhúsi
eða við langar setur. Með rafmagns-
hækkuninni er hægt að ná upp í efri
skápa án þess að þurfa að standa upp.
Nýjasta afurðin frá Vela er inni/úti
rafmagnsstóllinn Vela Swing. Þessi
stóll er einstaklega lipur og þægilegur
og hentar því vel í litlar íbúðir og þar
sem pláss er lítið. Þar sem hægt er að
skipta frá afturdrifi yfir í framdrif á
stólnum þá er þarna um að ræða
einnig öflugan útistól á stórum og gróf-
um framhjólum. Vela býður einnig upp
á mikið úrval af kollum og standstól-
um með venjulegri sessu eða
hnakksessu.
A.Karlsson er þjónustufyrirtæki
sem leggur mikið uppúr þjónustu við
viðskiptavininn. Það á einnig við um
þjónustu eftir að vara hefur verið
keypt. Í fyrirtækinu er tæknideild þar
sem um 10 manns starfa og hafa þeir
allir hlotið þjálfun í viðhaldi og þjón-
ustu á þeim vörum sem A.Karlsson
selur.
A.Karlsson, við þjónustum þig...