Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 4
Formannspistill
Ágætu félagar.
Nú er runnið upp nýtt stjórnarár Iðju-
þjálfafélags Íslands með mörgum spenn-
andi verkefnum og tækifærum. Stjórnin er
samsett af reyndum stjórnarmönnum og
nýliðum, ungum iðjuþjálfum og iðjuþjálf-
um með langa starfsreynslu en allt er þetta
fólk sem er tilbúið og fullhuga að vinna fé-
laginu og faginu um leið af heilum hug. Nú
á vormánuðum erum við að stilla saman
strengi okkar, skoða hvaða verkefni liggja
fyrir og forgangsraða þeim, jafnframt því
að sinna þeim daglegu verkum sem þarf.
Eitt af stóru verkefnum fagstéttafélags
er gerð kjarasamninga. Lokið er gerð mið-
lægs samnings við ríkið og hefur hann ver-
ið samþykktur af iðjuþjálfum sem starfa
hjá ríkinu með fyrirvara um samþykki fjár-
málaráðherra. En þá er einungis hálf sagan
sögð því eftir er að gera samninga við
sveitafélög, séreignastofnanir auk stofn-
anasamninga. Það er því mikil vinna
framundan hjá kjaranefnd og mun stjórnin
styðja hana og fylgjast með gangi mála.
Eins og áður sagði er stjórnin að for-
gangsraða stærri verkefnum sem liggja fyr-
ir. Þar má nefna að auka við upplýsingar á
heimasíðu félagsins og nýta þá möguleika
sem þessi tækni býður upp á, kynna og efla
félagið meðal iðjuþjálfa sem starfa á Ís-
landi og nema í iðjuþjálfun, undirbúa 30
ára afmæli Iðjuþjálfafélags Íslands, vinna
með fræðslunefnd að stærri námskeiðum
og efla vitund landsmanna um iðjuþjálfun
og þau tækifæri sem ónotuð eru í nýtingu
á þjónustu þeirra.
Iðjuþjálfafélag Íslands hefur vaxið mjög
ört síðan byrjað var að útskrifa iðjuþjálfa
frá Háskólanum á Akureyri eða úr um 100
félagsmönnum 2001, í um 150 árið 2005,
eða um 50% á aðeins 4 árum og enn bæt-
ast við nýir félagar við útskrift nú í vor.
Þessi vöxtur hefur skilað sér í fjölbreyttari
vinnustöðum iðjuþjálfa og fleiri starfa á
landsbyggðinni en áður. Þetta er ánæjuleg
þróun en ekki síður spennandi þar sem
búast má við að stöðugt fleiri iðjuþjálfar
hasli sér völl á sviðum þar sem ekki hafa
starfað iðjuþjálfar áður. Tækifærin liggja
víða svo það ríður á að opna augun fyrir
þeim og grípa þau.
Það er von mín að ég geti leitt félagið
okkar inn í nýjan áratug, fertugsaldurinn,
farsællega, en það er ekki verk eins manns
heldur verðum við öll að taka höndum
saman og standa vörð um fagið okkar og
félag svo það megi blómstra um ókomna
tíð.
Lilja Ingvarsson formaður
4 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005
Lilja Ingvarsson
formaður
www.postur.is
Við erum þar sem þú ert
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SP
2
82
76
05
/2
00
5