Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 26
26 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Mynd 2 sýnir hvernig þátttakendur svöruðu spurningunni um hvort þeir hefðu orðið meira sjálfbjarga eftir að þeir fengu rafskutlu. Sjö einstaklingar eða 87,5% þátttakenda sögðust vera meira sjálfbjarga eftir að þeir fengu raf- skutlu. Þegar spurt var um hvort tillit væri tekið til þeirra á rafskutlunni svöruðu fjórir einstaklingar eða helm- ingur þátttakenda að það væri tekið frekar mikið tillit til sín og rafskutlunn- ar í umferð en þremur fannst hvorki mikið né lítið tekið tillit til sín. Umræður Nauðsynlegt er að minna aftur á að þetta er forkönnun og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöðurnar en í þessari forkönnun kom sterklega fram að raf- skutlunotkun eykur mjög sjálfsbjargar- getu einstaklingsins og veitir aukið frelsi. Niðurstöður forkönnunarinnar sýna að rafskutlunotendur sem eru skráðir í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjarg- arheimilisins nýta rafskutlunnar sínar við ýmis verkefni. Þeir nota mest raf- skutlurnar til að komast eitthvað að heiman, til útiveru, heimsækja vini og tómstundaiðju. Allir þeir einstaklingar sem eru í Þjónustumiðstöð Sjálfsbjarg- arheimilisins eru öryrkjar og stunda ekki vinnu en vilja samt taka þátt í þjóðfélaginu. Samkvæmt ICF flokk- unarkerfi (International Classification of Functioning) WHO er góð heilsa tengd færni til að taka þátt í athöfnum auk þess að vera þátttakandi í þjóðfé- laginu (Word health Organization, 2005). Að hafa rafskutlu til umráða eykur þátttöku einstaklingsins í at- höfnum sem veita honum ánægju auk þess að það eykur líkur á að viðkom- andi geti verið virkur þátttakandi í þjóðfélaginu. Tryggingastofnun ríkisins samþykk- ir að einstaklingur fái rafskutlu til að geta farið í vinnu/ skóla, út í búð eða banka en ekki til tómstundaiðju. Velta má fyrir sér hvort tómstundaiðja sé ekki jafn mikilvæg í þessu samhengi og vinna eða skóli. Einnig samþykkir stofnunin rafskutlur ef það ýtir undir sjálfsbjargargetu einstaklingsins en því aðeins að viðkomandi hafi ekki bíl til umráða. Það kom nokkuð á óvart hversu fáir einstaklingar höfðu fengið þjálfun í notkun rafskutla. Það voru nokkrir sem svöruðu þjálfunarspurningunni neitandi en svöruðu samt spurningun- um sem tengdust henni eins og hver hafði veitt þjálfun og hversu ánægðir þeir voru með hana. Upphaflega spurningin var kannski ekki nægilega skýr þar sem ekki var skilgreint orðið þjálfun og að orðið þjálfun hafi eitt- hvað flækst fyrir þátttakendunum. Önnur ástæða gæti verið um að vit- ræna skerðingu er að ræða hjá nokkrum þátttakendum auk þess sem margir eru með skert minni. Hugsan- lega gæti upplifun einstaklingsins verið þannig að hann sé eingöngu að prófa viðkomandi tæki þegar í raun er verið að þjálfa hann. Iðjuþjálfarar eru kannski ekki nægilega skýrir um hvenær þeir eru að þjálfa viðkomandi en ekki eingöngu að fylgjast með hvernig gengur. Iðjuþjálfar Þjónustu- miðstöðvar Sjálfsbjargarheimilisins sáu ekki um að panta allar rafskutlurn- ar og þjálfa alla þátttakendur í notkun þeirra og eru því ekki með upplýsingar um hvort viðkomandi hafi í raun feng- ið þjálfun eða ekki. Skipta má rafskutlunotendum í tvennt, þeir sem hafa fengið rafskutlu hjá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem hafa farið sjálfið og keypt sér. Þetta eru mjög ólíkir hópar þar sem sá hópur sem keyrir um á rafskutlum í eigu Tryggingastofnunar hefur sýnt fram á færni sína en hinn hópurinn ekki. Þá kemur upp sú spurning um hver ber ábyrgð á að fylgjast með hvort viðkomandi sé fær um að keyra raf- skutlu, hver ber ábyrgðina ef eitthvað kemur upp á og hvaða hætta getur skapast ef viðkomandi er ekki fullfær um að keyra. Það er því nauðsynlegt að hafa skýrar reglur um notkun raf- skutla. Áframhaldandi vinna Eins og áður hefur komið fram var mikil áhugi fyrir að halda áfram að vinna með þennan hóp og styðja hann í áframhaldandi þjálfun því það er nauðsynlegt að viðhalda færninni eða auka hana. Með þessari forkönnun fékkst skýrari mynd um hvað skjól- stæðingunum vantar t.d. þjálfun í að fara langar ferðir um Reykjavík og meiri upplýsingar um getu rafskutlunn- ar. Iðjuþjálfar Þjónustumiðstöðvarinn- ar hafa haldið þessum hópi saman og var farin mjög skemmtileg dagsferð sumarið 2004. Einnig hefur hópurinn hist til að skoða saman skýrslu sem var gefin út um fræðsludaginn og forkönn- una og niðurstöður hennar ræddar. Fyrirhugað er að hafa annan rafskutlu- dag sumarið 2005 en ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega með hvaða sniði hann verður. Það er mikill áhugi að halda rafskutludag þar sem efni fyrir- lestra væri valið í samræmi við niður- stöður forkönnunarinnar. Einnig er áhugi á samvinnu við iðjuþjálfa á Reykjalundi, Grensásdeild eða aðra staði þar sem iðjuþjálfar eru að panta rafskutlur fyrir skjólstæðinga sína. Heimildaskrá Cook, A. M og Hussey, S. M (2002). Assisti- ve Technologies, Principles and Practice (2. útg.). St. Louis: Mosby Inc. Penny, L. (1998). Buying a scooter? Do you know what to look for? Accent on Liv- ing, 43(1), 26-29 Sigríður Pétursdóttir (2004, 19. febrúar). Iðju- þjálfi Hjálpartækjamiðstöð Trygginga- stofnunar ríkisins. Fjöldi rafskutla frá ár- unum 2000–2003. Upplýsingar veittar í gegnum síma Word health Organization (2005). www.who.int/icf Öldrunarheimili Akureyrar

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.