Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 28
28 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 sérfræðinga (37) á sviði fötlunar. Athafnir voru taldar við- eigandi og einnig var ánægja með áherslu matstækisins á tengsl þátttöku og hjálpartækja. Hinsvegar komu fram margar ábendingar um lagfæringar, sem tekið var tillit til. Prófanir, megindleg mæling - 3 stig Spruningalistinn með alls 22 spurningum um þátttöku í athöfnum auk bakgrunnsspurninga var forprófaður með viðtölum við átta notendur hjólastóla og/eða göngutækja í löndunum fimm. Meðalaldur notendanna var 65 ár. For- prófunin sýndi að spurningarnar voru viðeigandi. Þar sem meðalaldurinn var fremur hár var gildi atriðanna skoðað meðal 22 notenda á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð þar sem meðalaldur var 38 ár. Þetta staðfesti að innihald spurning- anna var einnig viðeigandi fyrir yngri einstaklinga. Varð- andi byggingu kvarðanna kom í ljós að kvarðinn um þörf fyrir aðstoð og erfiðleika var ekki fullnægjandi. Hann náði ekki að mæla niðurstöður nægjanlega þar sem notendur aðlöguðu oft þátttöku sína svo að hún samsvaraði getu þeirra. Kvörðunum var því breytt og spurt hvort hann/hún framkvæmi það sem spurt var um og að hvaða leyti göngu eða flutningserfiðleikar hindruðu það og að lokum hversu oft athöfnin var framkvæmd. Að loknum þessum breyting- um var forprófun endurtekin. Fjöldi notenda var að þessu sinni 32, meðalaldur 50 ár. Enn voru gerðar nokkrar breyt- ingar á kvörðunum, þessar breytingar lutu fremur að fram- setningu en innihaldi. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir að þýða spurningarlistann og forprófa síðara viðtalið. Umræða Það er ekki einfalt verk að þróa matstæki er fyllir allar kröfur sem matstæki þarf að fylla, mælir það sem því er ætlað að mæla og er áreiðanlegt. Aðferðafræði Benson og Clark (1982) hentaði vel. Það gaf góða yfirsýn yfir ferlið og auðveldaði samvinnu aðila frá fimm löndum sem hittust sjaldan. Fimm tungumál kalla óhjákvæmilega á einhverja tungumálaörðuleika, samskiptamálið var enska en mat- stækið var skrifað á sænsku. Talsverð vinna fólst í þýðing- um yfir á hin fjögur tungumálin. Á hinn bóginn nýttist víð- tæk reynsla allra þjóðanna og að forprófun var gerð meðal fimm mismunandi þjóða. Mikilvægt innlegg í þróunina voru viðtölin við notend- ur hjálpartækjanna og sérfræðinga. Erfiðast reyndist að setja fram spurningar sem greindu á milli athafna og þátt- töku sem tengdist því að fara um, þannig að niðurstaðan speglaði hvernig einstaklingur komst um. Einnig var erfitt að skilja áhrif frá hindrunum í umhverfinu frá því að kom- ast um. Ég tel mikilvægt að til sé matstæki sem hægt er að nota til að sýna áhrif hjálpartækja ekki síst hvernig hjálpartæki auka þátttökumöguleika einstaklinga í athöfnum og sam- félaginu yfirleitt. Upplýsingar sem matsækið veitir geta haft áhrif á stefnumótun og verið mikilvægar til að réttlæta vax- andi útgjöld til hjálpartækja. Heimildaskrá Benson, J og Clark, F (1982) A Guide for Instrument Development and Validation, International Classification of Functioning, Disability and Health: ICF. Geneva WHO, 2001. Til athugunar Til að mega kalla sig og starfa sem iðjuþjálfi á Íslandi er krafist löggildingar frá Heilbrigðisráðuneyti. Það er því brýnt að þeir sem ráða iðjuþjálfa til starfa hafi fullvissu um að viðkomandi sé löggiltur iðjuþjálfi. Einnig er rétt að benda á það að til að geta verið félagi í Iðjuþjálfafélagi Ís- lands og tekið laun samkvæmt kjarasamningi félagisns er nauðsynlegt að hafa löggildingu. Með kveðju, Stjórn IÞÍ Samráð og samvinna Siðanefnd Iðjuþjálfafélags Íslands 1.4. Iðjuþjálfi vinnur í nánu samráði við skjólstæðinga sína, virðir þekkingu þeirra og reynslu og tekur mið af þörfum þeirra, færni og að- stæðum þegar þjónustuáætl- un er gerð. Þegar við hittum skjól- stæðing í fyrsta skipti hefst samvinna okkar við hann. Samvinna sem á eftir að standa yfir í lengri eða skemmri tíma og vonandi skila skjólstæðingnum betri heilsu og líðan. Það er því mikils virði að vel takist til. Í grein 1.4 í siðareglunum erum við minnt á mikilvægi samráðsins og samvinnunn- ar í þjónustu við skjólstæð- ingana. Að mæta mann- eskju þar sem hún er stödd. Þetta er setning sem oft er hamrað á og við þekkjum svo vel. Auðvelt ekki satt? Til að mæta manneskju þar sem hún er stödd er fyrsta at- riðið að hlusta. Hlusta eftir því hver þessi manneskja er, hverjar eru aðstæður henn- ar, hvað hefur hún fram að færa og hverjar eru hug- myndir hennar um sitt líf. Annað mikilvægt atriði er virðing. Að virða það sem skjólstæðingurinn segir og taka mark á því þó svo við séum á annarri skoðun. Það er nauðsynlegt að staldra stundum við og spyrja sig, hvort maður sé á réttri leið. Er ég að gera hæfilegar kröf- ur? Tek ég nægjanlegt tillit til þess sem skjólstæðingur- inn segir? Eru það mín eigin viðmið sem ráða ferðinni um of? Fleiri spurningar geta skotið upp kollinum. Er það ekki ég sem er fagmaðurinn og á að leiðbeina? Á ég ekki að vita betur? Jú, við eigum að vita betur og leiðbeina og fræða. En við verðum ávallt að taka það með í reikning- inn að skjólstæðingurinn sjálfur hefur mikla reynslu og þekkingu sem taka skal mið af. Það er mikilvægt að nota fagþekkinguna þannig að hún henti þeim aðstæð- um sem skjólstæðingurinn er í. Það gerir okkur að góð- um fagmönnum og við ger- um þetta best með því að hlusta og virða og taka tillit til aðstæðna.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.