Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 5
Starfsemi hjálpartækjamið-stöðvar Tryggingastofnunar(HTM) hefur verið í stöðugri
þróun frá upphafi. Vöxt hennar má
rekja til þarfa fyrir hjálpartæki svo
og örra breytinga í heilbrigðisþjón-
ustu, tækninýjunga og vaxandi
áherslu á búsetu fatlaðra og aldraðra
í heimahúsum. HTM hefur verið und-
ir forystu iðjuþjálfa frá upphafi.
Lykilorð: hjálpartækjamiðstöð TR,
iðjuþjálfar, hjálpartæki, þróun
Iðjuþjálfi hefur starfað hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins (TR) frá upphafi starfsemi
hjálpartækjamiðstöðvar TR (HTM). TR leitaði
á sínum tíma til iðjuþjálfa til að byggja upp
starfsemi HTM og bauð undirritaðri starfið frá
og með apríl 1986. Áhersla var lögð á að hafa
til hliðsjónar starfsemi hjálpartækjamála-
flokksins annars staðar á Norðurlöndum en
taka mið af íslenskum aðstæðum, lögum og
reglum. Þetta var spennandi og ögrandi starf að
takast á við og jafnframt einstakt tækifæri þar
sem þurfti frumkvæði og áræðni. Með góðu
starfsliði, skilningi og hvatningu ráðamanna
hefur tekist að ná góðum árangri með starfsemi
miðstöðvarinnar, sambærilegum við það besta
sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Hér
vísa ég meðal annars til niðurstöðu skýrslu Rík-
isendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun
hjálpartækjamiðstöðvarinnar frá október 2001.
Hjálpartækjamiðstöð TR var stofnuð form-
lega 1. janúar 1988 með fastráðningu forstöðu-
manns og tveggja starfsmanna í kjölfarið, en
starfsemin hafði áður verið sem tilraunaverk-
efni frá 1986. Meginástæða þess að HTM var
komið á fót var ört vaxandi kostnaður TR
vegna hjálpartækja. Fyrirmynd af starfseminni
var sótt til sambærilegra stöðva annars staðar á
Norðurlöndunum, sérstaklega í Danmörku og
Svíþjóð en starfsemin í Noregi var í mikilli upp-
byggingu og breytingum á þessum fyrstu árum.
Frá 1990 hefur HTM aðallega sótt fyrirmyndir
til þessara þriggja landa. Meginmarkmið hjálp-
artækjamiðstöðvar í byrjun var að efla þjón-
ustu varðandi tæknileg hjálpartæki sérstaklega
hvað varðar ráðgjöf og viðgerðarþjónustu svo
og að stuðla að lækkun kostnaðar
með endurnýtingu hjálpartækja.
HTM hefur vaxið frá því að vera að
sinna eingöngu tæknilegum hjálp-
artækjum yfir í að sjá um allan
hjálpartækjamálaflokk TR sem
nær til einnota hjálpartækja, stoð-
og meðferðarhjálpartækja auk
tæknilegra hjálpartækja.
Helstu markmið HTM eru að:
■ ákvarða og greiða rétt hjálpar-
tæki á réttum tíma til þeirra sem
eiga rétt á þeim samkvæmt lögum
og reglugerðum
■ gæta fyllstu hagkvæmni við meðferð þeirra
opinberu fjármuna sem miðstöðinni er falið
að ráðstafa
Starfsemi HTM tekur til hjálpartækja sam-
kvæmt lögum um almannatryggingar og reglu-
gerðum þar að lútandi, reksturs HTM og ann-
arra verkefna sem styðja meginstarfsemi HTM.
Verkefni hjálpartækjamiðstöðvar:
■ stefnumótun og mótun starfsreglna
■ fræðsla og upplýsingamiðlun
■ innlent og erlent samstarf, m.a. þróunar-
vinna
■ ráðgjöf
■ afgreiðsla umsókna, úthlutun og afhending
hjálpartækja svo og greiðsla reikninga
vegna hjálpartækja
■ endurnýting hjálpartækja
■ viðhaldsþjónusta, séraðlögun og sérsmíði
■ útboð, samningar, verðeftirlit og verðkann-
anir
■ úttekt á bifreiðum vegna niðurfellingar á
vörugjaldi
Frá upphafi hefur vöxtur HTM verið mikill
og starfsemin orðið viðameiri ár frá ári. Fjár-
magn til málaflokksins hefur jafnframt aukist
verulega. Í dag eru starfsmenn HTM 28 í um 25
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 5
Björk Pálsdóttir
iðjuþjálfi,
forstöðumaður
hjálpartækjamið-
stöðvar TR
Starfsemi og þróun hjálpar-
tækjamiðstöðvar TR
Gildi færni og einstaklingsmiðaðrar nálgunar
þar sem tekið er tillit til heildaraðstæðna ein-
staklingsins og umhverfis hans hefur verið og
er ríkjandi í allri stefnumótun starfseminnar.
Með góðu starfs-
liði, skilningi og
hvatningu ráða-
manna hefur tekist
að ná góðum ár-
angri með starf-
semi miðstöðvar-
innar, sambærileg-
um við það besta
sem gerist annars
staðar á Norður-
löndum.