Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 25
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 25 2. Hver er þekking einstaklinga í Þjónustumiðstöð á rafskutlunum sínum? 3. Hvernig er færni einstaklinga í Þjónustumiðstöðinni við að keyra rafskutlu? 4. Hvert er viðhorf einstaklinga i Þjónustumiðstöðunni til rafskutl- unnar sinnar? 1. Notkun rafskutlunnar. Þrír þeirra sem tóku þátt í könnun- inni höfðu notað rafskutluna sína í 6 mánuði eða skemur en einn hafði not- að rafskutlu í 4-5 ár. Það voru fimm einstaklingar eða 62% þátttakenda sem nota rafskutluna sína á hverjum degi og fjórir einstaklingar eða 50% þátttakenda voru 2-3 tíma á dag á raf- skutlunni. Þegar spurt var hversu langt að heiman viðkomandi fer á rafskutl- unni dreifðust svörin frá 2-5 km og yfir í 11 km vegalengd. Eins og sést á mynd 1 kemur í ljós að langflestir nýta rafskutluna sína til að komast eitthvað að heiman, til úti- veru, til að komast í búð eða banka. 2. Þekking einstaklinga í Þjónustu- miðstöðinni á rafskutlunum sínum. Það voru tveir einstaklingar af átta sem höfðu fengið þjálfun í notkun raf- skutlu og í báðum tilfellum var það iðjuþjálfi sem sá um þjálfun en í öðru tilfellinu kom einnig söluaðili inn í. Báðir þessir einstaklingar voru mjög ánægðir með þá þjálfun sem þeir fengu. Spurt var hvort að viðkomandi taldi sig hafa þörf fyrir námskeið sem tengdist notkun sinni á rafskutlu og svöruðu sjö af átta einstaklingum því játandi en einu var ósvarað. Einnig var spurt um hvað þátttakendur vildu að námskeið tengt rafskutlum innihéldi og vildu flestir fá upplýsingar um hvað ætti að gera ef rafskutlan bilaði, um al- mennt viðhald, umferðareglur, eigin- leika rafskutlunnar og æfingarakstur. Þegar spurt var hvort einstaklingar vissu hvernig þeir myndu bregðast við ef rafskutlan bilaði langt frá heimili viðkomandi skiptist svarhlutfallið milli já og nei til helminga. Þegar hins veg- ar var spurt hvort að viðkomandi hefði lent í því að rafskutlan bilaði langt frá heimilinu voru fimm einstaklingar sem höfðu aldrei lent í því að rafskutlan bil- aði en hinir þrír höfðu lent í því að raf- skutlan bilaði 1-4 sinnum. Það var innan við helmingur þátttakenda sem vissu hversu marga kílómetra rafskutl- an kæmist væri hún fullhlaðinn en einn einstaklingur svaraði ekki. 3. Færni notenda: Þegar þátttakendur voru beðnir um að meta eigin færni við að aka raf- skutlu, á skalanum einum til tíu þar sem einn þýðir lítil færni og tíu mikil færni, dreifðust svörin mjög mikið. Viðkomandi einstaklingar voru beðnir um að meta færni sína við að keyra innandyra, utandyra og í umferð. Einn einstaklingur gaf sér fimm við að keyra innandyra, tveir gáfu sér sjö og þeir tveir sem eftir voru gáfu sér níu og tíu. Þrír einstaklingar svöruðu ekki. Við að keyra utandyra gáfu allir sér ólíka einkunn en þær dreifðust frá fimm og upp í tíu auk þess sem einn svaraði ekki. Almennt gáfu þátttak- endur sér minna fyrir að keyra í umferð en einn gaf sér fjóra, tveir gáfu sér fimm, tveir gáfu sér sex og sitthvor með níu og tíu auk þess sem einn svaraði ekki. 4. Viðhorf notenda til rafskutlunnar: Þátttakendur voru spurðir að því hvort að þeir væru ánægðir með raf- skutluna sína og voru fimm einstak- lingar mjög ánægðir með rafskutluna eða 62,5% þátttakenda. Einn sagðist vera frekar ánægður og einn hvorki ánægður né óánægður. Einn svaraði ekki spurningunni. Komast eitthvað að heiman Til útiveru Komast í búð / banka Í heimsókn til vina / félaga Tómstundaiðju Komast í vinnu / skóla Komast um innandyra Annað Almenn notkun á rafskutlum (Merkja mátti við fleiri en eitt atriði) 1 2 3 4 5 6 7 Fjöldi einstaklinga 87% 13% ■ Já ■ Nei ■ Ekki svarað Mynd 2. Sýnir hvort notendur urðu meira sjálfsbjarga eftir að hafa fengið rafskutlu.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.