Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 33
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 33 efnismettun. Greinilegur munur gæti haft hvetjandi áhrif á iðjuþjálfa til að nota meira mettunarmæla við sín störf og það gæti haft jákvæð áhrif á áhuga- hvöt skjólstæðingsins til að nýta það sem hann hefur lært. Þannig geta nið- urstöðurnar nýst til að bæta þjónustu iðjuþjálfa. Með rannsókninni geta kennsluaðferðir iðjuþjálfa orðið mark- vissari og skilað skjólstæðingum betri og varanlegum árangri í endurhæfingu sinni. Rannsóknir á þessu sviði stuðla því að gagnreyndri þjónustu. Iðja kvenna í kjölfar grein- ingar og meðferðar á brjóstakrabbameini Höfundar: Berglind Kristinsdóttir og Erna Magnúsdóttir. Leiðbeinandi: Guðrún Pálmadóttir. Markmiðið með rannsókninni er að renna styrkari stoðum undir mikil- vægi iðjuþjálfa- þjónustu við konur sem greinst hafa með brjóstakrabba- mein. Leitast verður við að svara rann- sóknarspurningunni: Hver er upplifun kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein af eigin iðju og þátttöku í samfélaginu. Þátttakendur verða 8 konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini fyrir a.m.k. einu ári. Konurnar skulu ekki hafa notið þjónustu iðjuþjálfa. Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn, þar sem stuðst verður við viðtalsramma Occupational Performance History Interview II (OPHI II) (Kielhofner o.fl)., en hann inniheldur spurningar um daglegar venjur, hlutverk, aðstæð- ur til iðju, val athafna og iðju og af- drifaríka atburði í lífi viðmælanda. Lögð verður áhersla á að fá viðmæl- endur til að segja opið frá reynslu sinni og tjá eigin upplifun. Viðtölin verða hljóðrituð og afrituð orðrétt. Hin afrit- uðu viðtöl verða greind eigindlega og mynduð þemu er varða upplifun kvennanna af iðju þeirra og þátttöku núna og breytingum tengdum sjúk- dómsgreiningu og meðferð. Vegna smæðar úrtaksins verður ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsókn- arinnar og munu niðurstöðurnar ein- ungis eiga við þennan afmarkaða hóp. Slíkar upplýsingar eru viðbót við þá fræðilegu þekkingu sem nú er fyrir hendi en afar lítið hefur verið rannsak- að hvað þetta efni varðar. Niðurstöð- urnar munu auka þekkingu innan iðju- þjálfafagsins á iðjuvanda þessa skjól- stæðingshóps og stuðla að betri og markvissari þjónustu fyrir konur með brjóstakrabbamein í framtíðinni. Félagsleg þátttaka unglinga með hreyfiþroskaröskun Höfundar: Gerður Gústavsdóttir, Helga Guðjónsdóttir og Valrós Sigur- björnsdóttir. Leiðbeinandi: Snæfríður Þóra Egil- son. Tilgangur rannsóknar okkar er að kanna hvernig unglingum með hreyfi- þroskaröskun vegnar og hver félagsleg staða þeirra er. Ennfremur að fræðast um hvaða þættir hafa mest gildi að mati unglinganna. Í iðjuþjálfun á Æfingastöð Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra (ÆSLF) er vísað börnum með ýmiskonar frávik í hreyfiþroska. Flest barnanna eru greind með hreyfiþroskaröskun með eða án athyglisbrests og ofvirkni (Attention Deficit/Hyperactivity Dis- order - ADHD). Á undanförnum árum hefur aðaláherslan verið lögð á að bæta hreyfifærni barnanna og auka þátttöku þeirra við dagleg viðfangsefni. Í starfi okkar höfum við iðjuþjálfar hins vegar orðið meira varar við hversu algengt það er að félagsfærni skjól- stæðinga okkar sé ábótavant. Foreldrar hafa einnig lýst áhyggjum sínum vegna þess að börnin eigi ekki félaga og gengur illa í samskiptum við aðra. Þrátt fyrir að flestum tilfellum hafi börnunum verið vísað í iðjuþjálf- un vegna hreyfierfiðleika þá upplifa foreldrar yfirleitt félagslegu þættina þá mikilvægustu. Við teljum mikilvægt að fá upplýs- ingar um það sem skiptir skjólstæðinga okkar mestu máli til að ýta enn frekar undir skjólstæðingsmiðaða þjónustu. Við val á þátttakendum í rannsókn- inni verður notað fræðilegt úrtak. Þátt- takendur verða 12 unglingar á aldrin- um 15–17 ára sem greindir hafa verið með hreyfiþroskaröskun með eða án ADHD. Þetta verða unglingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu sem hafa notið þjónustu iðjuþjálfa hjá Æfingastöð SLF. Notuð verður eigindleg rann- sóknaraðferð og viðtöl tekin við ung- lingana. Stuðst verður við óstaðlaðan viðtalsramma þar sem áhersla verður lögð á að fá fram upplifun og reynslu unglinganna sjálfra. Okkur er ljóst að ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsókn- arinnar þar sem þátttakendur eru fáir. Við teljum hins vegar að rannsókn af þessu tagi veiti innsýn í stöðu mála og hafi gildi fyrir þátttakendur þar sem þeim er gefinn möguleiki á að tjá sig um það sem skiptir þá máli. Þeir geta þannig einnig haft áhrif á þjónustu iðjuþjálfa þannig að betur verði komið til móts við þarfir þessa hóps. Þannig teljum við að hægt sé að nýta niður- stöður við skipulag þjónustu iðjuþjálfa við markhópinn. Matstækið Child Occupational Self Assess- ment (COSA)/Mat barns á eigin iðju: Frammistaða ís- lenskra grunnskólabarna sem njóta sérúrræða í skóla Höfundar: Erla Björk Sveinbjörns- dóttir, Hrönn Birgisdóttir og Kristjana Ólafsdóttir Leiðbeinandi: Margrét Ólafsdóttir. Tilgangur rannsóknarinnar er tví- þættur. Annars vegar að afla upplýs- inga um hvernig börn sem njóta sérúr- ræða í grunnskóla meta frammistöðu sína við eigin iðju samkvæmt Child Occupational Self Assessment (COSA) og hversu mikilvæg iðjan er þeim. Hins vegar að forprófa íslenska þýðingu rannsakenda á matstækinu COSA. COSA er matslisti sem barnið sjálft fyllir út og lætur þannig í ljós eigin upplifun af iðju. Matslistinn sam- anstendur af 25 athöfnum sem börn taka sér fyrir hendur dags daglega. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á matstækinu hér á landi. Fimm skólar á höfuðborgarsvæð- inu voru valdir með hentugleikaúrtaki en úrtak 60 nemenda á miðstigi grunn- skóla, sem njóta sérúrræða skv. lögum um grunnskóla var valið af handahófi. Rannsakendur lögðu COSA fyrir 34 nemendur sem samþykktu þátttöku. Að auki skráðu rannsakendur hjá sér ýmsar athugasemdir varðandi fyrir- lögn. Megindleg aðferðarfræði var not- uð við úrvinnlsu gagna.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.