Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 19
Tölvumiðstöð fatlaðra Tölvumiðstöð fatlaðra veitir ráðgjöf til ein-staklinga og hópa varðandi tölvutengdanbúnað sem nýtist fólki með mismunandi fatlanir. Námskeið og fræðslufundir eru haldin reglulega, hægt er að fylgjast með hvað er á döf- inni á heimasíðunni http://www.tmf.is einnig er hægt er að panta tíma fyrir ráðgjöf hjá forstöðu- manni, Sigrúnu Jóhannsdóttur, í síma 562 9494 eða með tölvupósti sigrun@tmf.is Að Tölvumiðstöð fatlaðra standa sex aðildarfélög: Blindrafélagið, Félag heyrnarlausra, Landssamtökin Þroska- hjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra og Öryrkjabanda- lag Íslands. Þjónustu Tölvumiðstöðvar fatlaðra má flokka í fjóra meginþætti: 1) Ráðgjöf sem felur í sér mat á þörf fyrir tölvubúnað, það felur í sér val á búnaði, prófun og leiðsögn í notkun búnaðar. Ráð- gjöfin er einstaklingsmiðuð og er unnin í samvinnu við aðila úr nánasta umhverfi skjólstæðings. 2) Ráðgjöf fyrir hópa s.s. kennara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, foreldra og fatlaða einstak- linga þar sem fram fer kynning á lausnum og/eða kennsla í að nota ákveðinn búnað og forrit sem nýst getur tilteknum hópi. Sí- fellt fleiri hópar telja það eðlilegan þátt í starfsemi sinni að leita reglulega til Tölvu- miðstöðvar um ráðgjöf. 3) Námskeið og upplýsingamiðlun. Tölvu- miðstöðin leitast við að fylgjast vel með nýj- ungum í tækni, notkun og aðferðum. Hald- in eru námskeið reglulega þar sem upplýs- ingum er miðlað, leiðbeint og hvatt til notk- unar með það að leiðarljósi að búnaður komi að sem bestum notum. Fræðslufundir og námskeið eru vaxandi þáttur í starfsemi miðstöðvarinnar. 4) Tengslahlutverk, samþætting. Tölvuvæð- ing og tölvunotkun hefur stóraukist á und- anförnum árum. Samráð og upplýsinga- streymi milli aðila verður því sífellt mikil- vægara. Tölvumiðstöðin leggur áherslu á að aðilar sem tengjast einstökum málum vinni saman að settu marki og að samræming sé milli aðgerða. Hvatning og leiðsögn varð- andi það hvernig búnaður og forrit nýtist einstaklingi sem best þarf að vera stöðugt vakandi ferli. Hjá Tölvumiðstöð fatlaðra er einn fastur starfsmaður, Sigrún Jóhannsdóttir, forstöðu- maður. Hún er með B.A. próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í talmeinafræðum frá Kennaraháskólanum í Bergen í Noregi og hefur áralanga reynslu af tölvu- og tæknimálum í þágu fatlaðra. Nokkur orð um búnað sem til er hjá Tölvu- miðstöðinn og hægt er að skoða og prófa. Nán- ari upplýsingar um búnað er að finna á heima- síðunni http://www.tmf.is. Tölvumúsin er eitt aðal stjórntæki tölvunnar. Það er því mikilvægt að finna mús sem hentar hverjum og ein- um. Þegar tölva er keypt fylg- ir henni mús sem oftast er nokkurn veginn eins og mús- in á mynd 1. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nota annars konar mús. Hinni hefð- bundnu mús er stjórnað með því að leggja lófann ofan á músina, færa hana til og smella á hnappana. Þetta getur reynst sum- um erfitt eða ómögulegt vegna fötlunar. Þá þarf að finna búnað sem hentar betur. Tölvumið- stöð fatlaðra hjálpar til við að finna bestu lausnina fyrir hvern og einn. Sumum finnst betra að nota svo-kallaða kúlumús (sjá mynd 2.), en þær eru til í mörgum stærðum og gerð- um. Þá er kúlan hreyfð til með þumalfingri eða vísifingri/löngutöng. Það krefst þó nokk- uð mikillar handa- og fingrahreyfinga að nota ofangreindar mýs. Fólk sem er með litla hreyfigetu í höndum getur átt í IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 – 19 Sigrún Jóhannsdótt- ir forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra Mynd 2. Mynd 3. Mynd 1.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.