Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 12
Harpa Ýr Erlendsdóttir Valdís Brá Þorsteinsdóttir, útskriftarnemendur í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri vorið 2005. Notandi spyr notanda – nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra Sumarið 2004 hlutu Harpa Ýr Erlendsdóttirog Valdís Brá Þorsteinsdóttir, nemendur áfjórða ári í iðjuþjálfun, styrk frá Nýsköpun- arsjóði námsmanna og mótframlag frá Heilbrigð- isráðuneytinu til að vinna að verkefni sem ber heitið Notandi spyr notanda- nýtt atvinnutæki- færi geðsjúkra. Verkefnið var unnið í samstarfi við Hugarafl og var markmiðið að afla upplýs- inga um gæði þjónustunnar sem veitt er á geð- deildum Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hugar- afl er samstarfshópur einstaklinga með geð- raskanir og iðjuþjálfanna Auðar Axelsdóttur og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur en þær voru jafn- framt leiðbeinendur verkefnisins. Sumarið 2004 hófst þetta svokallað ævin- týri okkar iðjuþjálfanemanna. Í byrjun maí varð þetta allt að veruleika þegar í ljós kom að við höfðum hlotið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig mótframlag frá Heil- brigðisráðuneytinu sem gerði okkur nemunum kleift að starfa í fullu starfi við verkefnið um sumarið. Samstarfið við Hugarafl hófst fyrsta júní og var okkur tekið opnum örmum frá fyrsta degi. Hugaraflsmeðlimir voru mjög spennt yfir þessu verkefni sem veitti þeim tæki- færi á að taka þátt í nýsköpun og fá hlutverk sem gæðaeftirlitsmenn. Á þessum tímapunkti höfðum við ekki hug- mynd um hvað við vorum búnar að koma okk- ur í, höfðum hvorugar unnið með geðsjúkum og hvað þá stýrt heilum hóp geðsjúklinga. En við fórum suður til Reykjavíkur með opnum hug og vorum spenntar yfir því að byrja þetta ævintýri. Hugmyndin að verkefninu er fengin frá not- endahóp í Þrændarlögum í Noregi sem hefur framkvæmt gæðaeftirlit frá árinu 1998 með góðum árangri. Verkefnið var styrkt um 41 milljón á þremur árum frá félags- og heilbrigð- isráðuneyti Noregs en þess má geta að Þrænd- arlög er svipað að stærð og stór Reykjavíkur- svæðið. Við höfðum þrjá mánuði til að vinna verk- efnið en þessu tímabili var skipt í þrennt: und- irbúningur, gagnaöflun og gagnagreining. Nauðsynlegt var því að skipuleggja hverja viku vel sem skapaði okkur ramma til að vinna út frá. Áður en verkefnið var framkvæmt þurfti að kanna hvaða leyfi þyrfti. Haft var samband við sviðsstjóra geðdeilda LSH, Siðanefnd Land- spítala Háskólasjúkrahúss, Vísindasiðanefnd auk deildarstjóra þeirra deilda sem myndu taka þátt í verkefninu. Hugarafl fundaði með svið- stjórum sem tóku verkefninu með opnum hug og gáfu leyfi sitt en einnig var fundað með þeim deildarstjórum LSH sem tóku þátt. Mikill áhugi var hjá öllum aðilum sem komu að verk- efninu. Af fimm deildum sem komu til greina voru þrjár deildir fyrir valinu eftir atkvæða- greiðslu sem 24 einstaklingar tóku þátt í. Á undirbúningstímabilinu var farið í gegnum við- talstækni og hópæfingar í mismunandi viðtals- hlutverkum þar sem hópurinn hafði ákveðið að mikilvægt væri að hver og einn hefði hlutverk þegar viðtölin færu fram. Hlutverkin voru spyrjandi, ritari og áheyrandafulltrúi og reyndu misjafnlega mikið á hvern og einn. Þarna feng- um við tækifæri til að prófa okkur áfram og tengja þá hugmyndafræði og verklag sem við höfðum lært í námi í iðjuþjálfun. Markmið okkar nemanna var að hafa gaman að þessu og því reyndum við að setja verkefnin upp á já- kvæðan hátt í anda hópeflis. Hópurinn kynnt- ist vel innbyrðis í gegnum æfingar og hópefli t.d. væntingum, áhugamálum, styrkleikum og hindrunum hvors annars. Æfingar og verkefni miðuðust að því byggja upp traust, þjálfun í samskiptum og að geta stýrt hóp sem var mik- ilvægt áður en gagnaöflun hófst. Áður en við- tölin á geðdeildunum fóru fram, voru haldnir kynningarfundir með deildarstjórum og lykil- starfsmönnum til að kynna verkefnið, skoða viðtalsherbergi og undirbúa hópinn. Þessi tími var mjög skemmtilegur þar sem miklu var kom- ið í verk og ótrúlega gaman að sjá hvað áhug- inn og úthaldið jókst hjá hópnum þar sem meðlimir Hugarafls tóku virkan þátt í öllu því sem fram fór. Jafnframt því að upplifa skemmti- legan tíma var þetta ekki síður erfiður tími fyr- ir okkur nemana sem vorum að feta okkar fyrstu spor í vinnu á jafningjagrundvelli með geðsjúkum. Þessi nálgun og vinnan við verk- Markmið okkar nemanna var að hafa gaman að þessu og því reyndum við að setja verkefn- in upp á jákvæðan hátt í anda hópeflis. 12 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.