Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Blaðsíða 34
34 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005 Til þess að efla skjólstæðinga í íhlutunarferlinu er mikilvægt að hafa matsæki sem miðast að skjólstæðings- og iðjumiðaðri nálgun. Hér á landi hef- ur skort úrval slíkra matstækja fyrir börn. Sérstaklega er átt við matstæki þar sem börnin sjálf svara spurningum um eigin iðju og eiga þannig kost á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Með slíkum matstækjum má tryggja að rödd barnsins fái að hljóma og íhlutun taki mið af þeim þörfum er barnið sjálft hefur sett í forgang. COSA hefur mikið gildi fyrir fagið þar sem það miðast að skjólstæðings- miðaðri nálgun með iðju barnsins í fyr- irrúmi. Það ætti því að nýtast vel við markmiðssetningu og við að mæla ár- angur íhlutunar. Markmið íhlutunar ætti þannig að beinast að þeim iðju- vanda sem börnin upplifa, hvort sem hann birtist heima, í skóla eða annars staðar í samfélaginu og gefur þeim tækifæri til að verða virkari þátttakend- ur og jafnframt ábyrgari fyrir eigin iðju. Hvað finnst notendum um hjólastólana sína? Höfundar: Inga Jónsdóttir og Sig- ríður Pétursdóttir. Leiðbeinandi: Atli Ágústsson. Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um hversu ánægðir notendur handknúinna hjólastóla eru með eiginleika þeirra og þjónustu tengda þeim. Með eiginleikum er átt við öryggi, þægindi, stillimöguleika og fleira. Einnig er spurt hvað notendum finnst um t.d. viðgerða- og viðhalds- þjónustu eða upplýsingar sem veittar eru um hjólastólana. Engar kannanir hafa verið gerðar á ánægju notenda með eiginleika hjóla- stóla eða þjónustu tengda þeim hér á landi. Út frá hugmyndafræði um not- endamiðaða þjónustu er mikilvægt að fá álit notenda til að geta komið til móts við þarfir þeirra. Slíkar upplýs- ingar endurspegla hvernig er staðið að ráðgjöf og úthlutun hjólastóla og hafa því gildi fyrir þjónustuna og samfélag- ið. Upplýsingarnar geta haft áhrif á stefnumótun og verið mikilvægar til réttlæta vaxandi útgjöld sem fara til hjólastóla. Umhverfi og félagslegar aðstæður hafa áhrif á þátttöku einstaklings í dag- legu lífi. Ef hindranir valda því að ein- staklingur getur ekki tekið þátt í því sem er honum mikilvægt getur það haft áhrif á heilsu hans og velferð. Hjólastólar geta stuðlað að aukinni þátttöku hreyfihamlaðra í samfélaginu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að notendur hafi áhrif á val hjálpartækja, það hefur jákvæð áhrif á notagildi þeirra. Úrtak rannsóknarinnar eru 129 einstaklingar á aldrinum 18-65 ára sem fengu úthlutað handknúnum hjólastól- um frá Tryggingastofnun ríkisins árið 2003. Allir fengu sent kynningarbréf ásamt spurningalista um ánægju með eiginleika hjólastólanna og þjónustu tengda þeim (matstækið Quest 2.0) auk bakgrunnsspurninga. Beitt er lýsandi megindlegri rannsóknaraðferð. Gögn eru skráð og unnin í tölvuhug- búnaðinum Statistical Package for the Social Sciences (SPSS). Niðurstöður byggjast á því að fá fram hversu ánægðir eða óánægðir þátttakendur eru með hjólastólana sína. Enn fremur að skoða tengsl lýð- fræðilegra þátta, upplýsingar um notk- un og ánægju notenda. Niðurstöður verða settar fram í töflum, súlum og umræðum m.a. um hvort niðurstöður eru svipaðar hér og í nágrannalöndun- um. Svarhlutfall er 44% og eru konur duglegri að svara en karlar. Vinnsla gagna er aðeins stutt á veg komin. Í niðurstöðum má þó lesa að flestir nota hjólastólinn daglega eða 81 % og 84% telja hann mjög mikilvægan. Alls 75% þátttakenda voru hafðir með í ráðum við val á hjólastól. Mest ánægja er með gagnsemi hjólastóls af þeim eiginleik- um sem spurt var um og minnst ánægja með afhendingaþjónustu. Breytir íhlutun iðjuþjálfa færni við iðju hjá eldri borg- urum sem búa heima? Höfundar: Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir, Guðrún K. Hafsteins- dóttir og Oddrún Lilja Birgisdóttir Leiðbeinandi: Guðrún Kr. Guð- finnsdóttir. Faglegur leiðbeinandi: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða hvort íhlutun iðjuþjálfa breyti færni við iðju hjá eldri borgurum sem búa heima. Iðjuþjálfar skilgreina iðju sem allar athafnir daglegs lífs. Áhersla verður lögð á hvort íhlutunin hafi skilað sér. Hefur íhlutunin stuðlað að breyttri færni við daglegar athafnir hjá þátttakendum? Þátttakendur í rannsókninni eru 67 ára og eldri sem búa heima og heil- brigðisstarfsfólk hefur vísað til iðju- þjálfa heilsugæslunnar vegna færniskerðingar. Í rannsókninni er notuð megindleg aðferðafræði. Rann- sakendur taka viðtöl á heimili þátttak- enda með því að nota matstækið Mæl- ing á færni við iðju (Canadian Occupational Performance Measure). Út frá niðurstöðum úr matstækinu verður veitt íhlutun og ráðgjöf, síðan er endurmetið með sama matstæki. Þetta er matstæki sem mælir færni við iðju og greinir iðjuvanda. Þátttakendur for- gangsraða þeim þáttum sem þeir telja mikilvægasta að takast á við og velja síðan leiðir í samvinnu við iðjuþjálfan til að bæta færni við iðju. Það sem verður skoðað með þessu er hvort íhlutun iðjuþjálfa er að bera árangur hjá þessum hópi. Þetta er gert m.a. til að geta þróað áfram störf iðjuþjálfa í heilsugæslunni og þar með í heilsu- vernd aldraðra. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er mikilvægt að kanna hvort íhlutun iðjuþjálfa geti átt þátt í að lengja þann tíma sem eldri borgarar geta búið heima og þar með seinkað þörf þeirra fyrir hjúrkrunarheimili. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar gæti verið ef íhlutun iðjuþjálfa ber árangur þannig að eldri borgarar bæti færni sína. Það er ávinnungur fyrir þjóðfélag- ið að eldri borgarar auki færni, sjálf- bjargargetu og lífsgæði. Grund Dvalar- og hjúkrunarheimilið

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.